Lög og regla

Fréttamynd

Dæmdur fyrir brot í starfi

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjón í sex mánaða fangelsi, sem er skilorðsbundið til tvegggja ára, fyrir að hafa notað bíl í eigu lögreglunnar í eigin þágu og fyrir að hafa ráðstafað öðrum lögreglubíl til sambýliskonu sinnar án þess að borga nokkuð fyrir hann.

Innlent
Fréttamynd

Yfirheyrðir vegna auðgunarbrota

Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra hefur yfirheyrt sakborninga og vitni í Baugsmálinu svokallaða að undanförnu að því er fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Reyndi að flýja úr umsjón lögreglu

Maður frá Singapúr var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að smygla fólki á milli landa. Einn þeirra sem með honum voru í för reyndi að flýja úr umsjón lögreglu með því að stökkva út um glugga af annarri hæð.

Innlent
Fréttamynd

Fjölmörg tré skemmdust í sinubruna

Hátt í hundrað tré skemmdust í sinubruna í hólma í Elliðaá á móts við gömlu rafstöðina fyrir stundu. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir frekar sjaldgæft að þeir þurfi að fást við sinabruna á þessum tíma sumars. Hann segir þurrt veður að undanförnu gera aðstæður ákjósanlegar fyrir brennuvarga en víst er talið að um íkveikju hafi verið að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Öryggismál í ólestri

Barbara Björnsdóttir, skrifstofustjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur, segir öryggisgæslu óviðunandi í húsi héraðsdóms sem stendur. Sérstaklega verði að gera breytingar þar sem umgangur almennings í húsið, þar sem það stendur í alfaraleið í miðbænum, sé töluverður.

Innlent
Fréttamynd

Á 150 km hraða á Reykjanesbraut

Lögreglan í Kópavogi stöðvaði ökumann á rúmlega 150 kílómetra hraða á Reykjanesbraut um miðnætti. Ökumaðurinn gaf þær skýringar einar að hann hefði verið að flýta sér. Sá flýtir á þó eftir að kosta hann ökuskírteinið og einhverja tugi þúsunda í sekt.

Innlent
Fréttamynd

Reyndi að ná sáttum

"Ég hef enga trú á því að hægt sé að sakfella mig fyrir þetta," segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson og er ánægður með hvernig málflutningurinn fór í gærmorgun.

Innlent
Fréttamynd

Úrskurðar að vænta innan 2 vikna

Dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur ákveður innan tveggja vikna hvort höfundarréttarmáli gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni verði vísað frá dómi eða ekki. Málið höfðaði Auður Sveinsdóttir, ekkja Halldórs Laxness og handhafi höfundarréttar bóka hans. Hún hefur stefnt Hannesi Hólmsteini fyrir ritstuld og krefst sjö og hálfrar milljónar króna í bætur. Hannes krefst þess að málinu verði vísað frá dómi.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla greip inn málið of seint

Lögmenn sakborninga í Dettifossmálinu gagnrýndu vinnubrögð lögreglunnar harðlega þegar málið var tekið til aðalmeðferðar í gær, og sögðu hana hafa sýnt dómgreindarleysi með því að grípa ekki inn í atburðarásina fyrr.

Innlent
Fréttamynd

Krafinn um 8 milljónir

Fjölskylda Halldórs Laxness fer fram á að Hannes Hólmsteinn Gissurarson verði dæmdur fyrir brot á höfundarlögum í 120 tilvikum. Lögmaður Hannesar telur óeðlilegt að fara fram á bætur þar sem ekki hafi verið sýnt fram á ávinning Hannesar af bókinni.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla lýsir eftir manni

Lögregla í Reykjavík lýsir eftir Bjarna Jónssyni, 29 ára. Bjarni er 194 sm á hæð, er grannvaxinn með ljósskolleitt stutt hár, klæddur dökkum gallabuxum, bláum jakka, dökkri peysu og er í dökkum skóm. Bíll Bjarna fannst seinni partinn í gær í Melasveit við Skarðsheiði. Talið er að til hans hafi sést við bílinn síðastliðið mánudagskvöld, en þá var Bjarni klæddur bláum Kraftgalla.

Innlent
Fréttamynd

Aðeins mál eins starfsmanns

Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms í deilu Iceland Seafood og fyrrverandi starfsmanns. Hann var í hópi fimm lykilstarfsmanna Iceland Seafood sem hættu hjá fyrirtækinu og réðu sig til Seafood Union sem er í sama geira. Missagt var í fréttum Bylgjunnar í morgun að mál allra starfsmannanna hafi verið á borði Hæstaréttar í gær. 

Innlent
Fréttamynd

Aðalmeðferð lýkur í dag

Málflutningi í Dettifossmálinu, sem er umfangsmesta fíkniefnasmyglmál sem komið hefur upp hér á landi, lýkur í dag

Innlent
Fréttamynd

Hæstiréttur staðfesti úrskurðinn

Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms í deilu Iceland Seafood og nokkurra fyrrverandi starfsmanna þess. Nokkrir lykilstarfsmenn Iceland Seafood hættu hjá fyrirtækinu og réðu sig til Seafood Union sem er í sama geira.

Innlent
Fréttamynd

Segir DV á gráu svæði

Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður segir <em>DV</em> á gráu svæði með að hafa birt nafn og myndir af Íslendingi sem liggur þungt haldinn á spítala vegna hermannaveiki. Með hliðsjón af persónuvernd sé hugsanlegt að <em>DV</em> hafi brotið lög. Landlæknir telur blaðið hafa farið yfir velsæmismörk.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í íbúðarhúsi í Breiðholti

Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út fyrir stundu þegar eldur kom upp í íbúðarhúsi að Rangárseli 20 í Breiðholti. Húsið er tveggja hæða parhús og að sögn vaktstjóra hjá slökkviliðinu logaði mikill eldur út úr húsinu.

Innlent
Fréttamynd

Undrast sakfellingu án nýrra gagna

Verjandi Jóns Árna Rúnarssonar, fyrrverandi skólastjóra Rafiðnaðarskólans, undrast að héraðsdómari, sem áður sýknaði Jón Árna af fjárdrætti, skuli sakfella hann nú án nýrra gagna.

Innlent
Fréttamynd

Lagabreytingu þarf til

Héraðsdómari segir að breyta verði lögum til að losna við vonda nágranna. Fokið sé í flest skjól hjá þeim sem sæta brotum á húsfriði. Lögmaður Húseigandafélagsins segir löngu tímabært að taka á slíkum málum.

Innlent
Fréttamynd

Erfitt að losna við vonda nágranna

Héraðsdómari segir í úrskurði að breytinga sé þörf á sönnunarfærslu vegna brota á húsfriði. Erfitt er að losna við vonda nágranna þar sem lögregluskýrslur fást ekki afhentar.

Innlent
Fréttamynd

Kærulausir ökumenn í Keflavík

Lögreglan í Keflavík hafði afskipti af nokkrum kærulausum ökumönnum í gærkvöldi og í nótt. Þeir höfðu ýmist sleppt því að setja sumardekkin undir bíla sína, sleppt því að nota öryggisbelti eða voru að tala í gsm-síma án þess að nota handfrjálsan búnað.

Innlent
Fréttamynd

Sparkað í vitni

Sparkað var í Reyni Traustason, fyrrverandi ritstjóra DV, þegar hann kom í Héraðsdóm Reykjavíkur í gær til þess að bera vitni í máli sem höfðað er gegn Jóni Trausta Lútherssyni, fyrir ógnanir og líkamsmeiðingar sem áttu sér stað í höfuðstöðvum DV í Skaftahlíð í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Gæsluþyrlan leitar manns

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöld til að svipast um eftir manni sem saknað var á svæðinu í kringum Hafnarfjall. Rólegt var í lögregluumdæmum landsins að öðru leyti í gærkvöld.

Innlent
Fréttamynd

Fékk tveggja ára fangelsi

Jón Árni Rúnarsson, fyrrverandi skólastjóri Rafiðnaðarskólans, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir stórfelldan fjárdrátt á tímabilinu 1994 til 2001.

Innlent
Fréttamynd

Nágranni heyrði skerandi óp

Skerandi angistaróp heyrðust inn til nágranna Sæunnar Pálsdóttur þegar Magnús Einarsson, eiginmaður hennar, réð henni bana. Vitnisburður nágrannans þykir grafa undan vörn Magnúsar í málinu. Þó sá nágranninn ekki ástæðu til að gera lögreglu viðvart.

Innlent
Fréttamynd

Eiginmaðurinn missti stjórn á sér

Sálfræðingur sagðist í Héraðsdómi Reykjaness rétt fyrir hádegi að hann teldi að Magnús Einarsson, sem varð konu sinni að bana á heimili þeirra í Hamraborg, hafi ekki undirbúið morðið heldur hafi hann misst stjórn á sér.

Innlent
Fréttamynd

Skólastjórinn í 2 ára fangelsi

Jón Árni Rúnarsson, fyrrverandi skólastjóri Rafiðnaðarskólans, var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt og skjalafals á árunum 1994 til 2001 í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Jón Árni var ákærður fyrir að hafa dregið sér tæpar 29 milljónir króna. 

Innlent
Fréttamynd

Kona og ungabarn björguðust

"Það var fyrir mestu að enginn slasaðist og tjónasérfræðingar eru bjartsýnir að bjarga megi töluverðu af innanstokksmunum," segir Stefán Pálsson, safnvörður og dómari í Gettu betur, en kona hans og barn björguðust þegar kviknaði í íbúð þeirra að Mánagötu um eftirmiðsdagsbil í gær.

Innlent
Fréttamynd

Sýknaður af tilraun til manndráps

Rúmlega fertugur maður var í Héraðsdómi í dag sýknaður af ákæru fyrir tilraun til manndráps en dæmdur til öryggisvistar á réttargeðdeildinni að Sogni. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa stungið mann þrisvar sinnum með hnífi á heimili sínu í nóvember í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í húsi að Mánagötu

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að Mánagötu í Reykjavík á fjórða tímanum vegna elds í húsi við götuna. Kona með ungabarn var á heimilinu en þau komust bæði út heil á húfi.

Innlent
Fréttamynd

Heyrði kvalafullt öskur

Nágranni Sæunnar Pálsdóttur segist hafa heyrt skelfingaröskur og vein í konu á þeim tíma sem morðið á henni á að hafa átt sér stað. Óhljóðin hafi síðan hætt skyndilega eftir þungan dynk. Þetta kom fram í vitnisburði nágrannans við aðalmeðferð fyrir Héraðsdómi Reykjaness í gær.

Innlent