Nágranni heyrði skerandi óp 30. maí 2005 00:01 Skerandi angistaróp heyrðust inn til nágranna Sæunnar Pálsdóttur þegar Magnús Einarsson, eiginmaður hennar, réð henni bana. Vitnisburður nágrannans þykir grafa undan vörn Magnúsar í málinu. Þó sá nágranninn ekki ástæðu til að gera lögreglu viðvart. Réttarhöldum í málinu gegn Magnúsi lauk í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Meðal vitna voru sálfræðingur, sem taldi Magnús sakhæfan en hafa misst stjórn á sér þegar hann banaði eiginkonu sinni, og kona sem bjó í sama húsi og hjónin í Hamraborg í Kópavogi. Konan sagðist fyrir dómi hafa vaknað um nóttina við gríðarleg læti. Hún hafi heyrt skerandi angistaróp konu, eins og í hryllingsmynd þegar verið væri að kvelja einhvern, og að inn á milli hefði heyrst í dýpri rödd. Konan sagðist hafa gert sér grein fyrir því að þarna væri ekki allt með felldu, íhugað að hringja í lögregluna en látið það ógert. Hún hafi ekki vitað nákvæmlega hvaðan ópin kæmu og ekki trúað því að verið væri að deyða einhvern. Hún hafi heyrt konu kalla á hjálp og öskra tvisvar sinnum „Láttu mig vera“ og svo hafi heyrst þungur dynkur. Þá hafi allt orðið hljótt og hún sofnað aftur. Hún hafi ekki áttað sig á hvers kyns var fyrr en hún heyrði fréttirnar um morguninn og sá lögregluna á vettvangi. Vitnisburður konunnar þykir veikja vörn ákærða í málinu sem hefur haldið því fram að eiginkona hans hafi verið í sjálfsvígshugleiðingum og komið til hans í rúmið með þvottasnúru um hálsinn og beðið hann um að hjálpa sér að deyja. Fram kom fyrir dóminum að Magnús hefði lýst fyrir sálfræðingi þessari undarlegu hegðun eiginkonu sinnar en sálfræðingurinn dregur þær lýsingar í efa. Dómur verður kveðinn upp í málinu innan þriggja vikna. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Skerandi angistaróp heyrðust inn til nágranna Sæunnar Pálsdóttur þegar Magnús Einarsson, eiginmaður hennar, réð henni bana. Vitnisburður nágrannans þykir grafa undan vörn Magnúsar í málinu. Þó sá nágranninn ekki ástæðu til að gera lögreglu viðvart. Réttarhöldum í málinu gegn Magnúsi lauk í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Meðal vitna voru sálfræðingur, sem taldi Magnús sakhæfan en hafa misst stjórn á sér þegar hann banaði eiginkonu sinni, og kona sem bjó í sama húsi og hjónin í Hamraborg í Kópavogi. Konan sagðist fyrir dómi hafa vaknað um nóttina við gríðarleg læti. Hún hafi heyrt skerandi angistaróp konu, eins og í hryllingsmynd þegar verið væri að kvelja einhvern, og að inn á milli hefði heyrst í dýpri rödd. Konan sagðist hafa gert sér grein fyrir því að þarna væri ekki allt með felldu, íhugað að hringja í lögregluna en látið það ógert. Hún hafi ekki vitað nákvæmlega hvaðan ópin kæmu og ekki trúað því að verið væri að deyða einhvern. Hún hafi heyrt konu kalla á hjálp og öskra tvisvar sinnum „Láttu mig vera“ og svo hafi heyrst þungur dynkur. Þá hafi allt orðið hljótt og hún sofnað aftur. Hún hafi ekki áttað sig á hvers kyns var fyrr en hún heyrði fréttirnar um morguninn og sá lögregluna á vettvangi. Vitnisburður konunnar þykir veikja vörn ákærða í málinu sem hefur haldið því fram að eiginkona hans hafi verið í sjálfsvígshugleiðingum og komið til hans í rúmið með þvottasnúru um hálsinn og beðið hann um að hjálpa sér að deyja. Fram kom fyrir dóminum að Magnús hefði lýst fyrir sálfræðingi þessari undarlegu hegðun eiginkonu sinnar en sálfræðingurinn dregur þær lýsingar í efa. Dómur verður kveðinn upp í málinu innan þriggja vikna.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira