Lög og regla

Fréttamynd

Dæmdir fyrir stórfelld skattsvik

Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi í dag þrjá af fjórum sakborningum í Landssímamálinu fyrir stórfelld skattsvik. Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrverandi aðalféhirðir Landssímans, var sýknaður.

Innlent
Fréttamynd

Sakfelldir fyrir skattsvik

Fjórir menn voru í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdir fyrir að standa ekki skil á tugmilljónum króna í virðisaukaskatt og staðgreiðslu opinberra gjalda. Þrír menn úr Landssímamálinu voru sakfelldir en einn þeirra, Sveinbjörn Kristjánsson, var sýknaður af ákærum.

Innlent
Fréttamynd

Misnotaði þriggja ára stúlku

Reykvískur karlmaður á fertugsaldri sætir nú rannsókn vegna gruns um kynferðisleg brot á fjórum stúlkubörnum. Stúlkurnar voru á aldrinum þriggja til þrettán ára þegar brotin voru framin. Við rannsókn á heimili mannsins fundust tugir barnaklámmynda í tölvu hans. 

Innlent
Fréttamynd

Dótturfyrirtæki Össurar fær bætur

Bandaríska stoðtækjafyrirtækið Bledsoe Brace Systems hefur verið dæmt af alríkisdómstól í Seattle í Washington-ríki til að greiða dótturfélagi stoðtækjafyrirtækisins Össurar, Generation Orthotics, tæplega sjö milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 455 milljóna íslenskra króna í bætur, fyrir brot á einkaleyfum fyrirtækisins.

Innlent
Fréttamynd

Ráðuneyti og lögregla semja

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Böðvar Bragason lögreglustjóri skrifuðu síðdegis í gær undir samning um árangursstjórnum og markmið lögreglunnar í Reykjavík. Lögregluembættið kynnti einnig stefnumótun ársins og kynnt var ársskýrsla lögreglunnar fyrir árið 2004.

Innlent
Fréttamynd

Í gæsluvarðhaldi fram á mánudag

Paul Gill, breski atvinnumótmælandinn, sem var einn þremenninganna, sem mótmæltu álráðstefnu á Nordica-hóteli í gær, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni fram á mánudag. Hinum tveimur mótmælendunum var sleppt eftir yfirheyrslur í dag.

Innlent
Fréttamynd

Kanna auglýsingar Ego

Áfengis- og vímuvarnadeild Lýðheilsustofnunnar hyggst kanna hvort auglýsingar þær sem uppi hafa verið á bensínstöðvum Ego síðustu daga brjóti í bága við áfengis- og tóbaksvarnarlög.

Innlent
Fréttamynd

Býr sig undir herskáar aðgerðir

Landsvirkjun býr sig undir herskáar mótmælaaðgerðir við Kárahnjúka í næstu viku eftir uppákomuna á Nordica-hóteli í gær. Þremenningarnir sem ruddust inn á álráðstefnu á hótelinu og slettu grænu gumsi gætu átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi.

Innlent
Fréttamynd

Barnakláms leitað hjá Íslendingi

Tölvubúnaður, disklingar og myndbönd eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni í Reykjavík vegna gruns um að þar sé að finna barnaklám. Eigandinn, 32 ára karlmaður, var handtekinn í gær og yfirheyrður. Europol stýrði aðgerðum gegn barnaklámhring í 13 löndum.

Innlent
Fréttamynd

Kærir nauðgun í Keflavík

Stúlka um tvítugt hefur lagt fram kæru vegna nauðgunar sem átti sér stað fyrir hádegi á sunnudaginn var í Keflavík. Rannsókn málsins er á frumstigi en farið verður með það sem misneytingarmál þar sem konan hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum ölvunar.

Innlent
Fréttamynd

Þrír ungir menn fengu skilorð

Þrír ungir menn á aldrinum 23 til 25 ára fengu skilorðsbundna dóma í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir margvísleg þjófnar-, umferðarlaga-, og fíkniefnalagabrot.

Innlent
Fréttamynd

Fengu skilorðsbundna dóma

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag tvo rúmlega tvítuga menn í skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað og önnur minniháttar brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni. Annar maðurinn fékk þriggja mánaða dóm en hinn tveggja mánaða. Ákvörður refsingar þriðja mannsins var frestað, haldi hann almennt skilorð.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir teknir fyrir hraðakstur

Lögreglan í Keflavík tók fjóra ökumenn fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut í nótt. Sá sem hraðast ók var mótorhjólamaður á hundrað og fimmtíu kílómetra hraða þar sem hámarkshraðinn er níutíu kílómetrar. Hinir þrír óku allir á rúmlega hundrað og tuttugu kílómetra hraða.

Innlent
Fréttamynd

Ræninginn ófundinn

Enginn hefur enn verið handtekinn vegna vopnaðs ráns sem framið var á bensínstöð Olís í Hamraborg í Kópavogi í gær. Ræninginn kom á bensínstöðina á sjötta tímanum og ógnaði starfsstúlku með skrúfjárni, spennti upp peningakassann, náði þaðan einhverju fé og hvarf síðan á braut. Hann er talinn vera 170-175 sentímetrar á hæð, grannur og með ljósskolleitt hár.

Innlent
Fréttamynd

Grunur um aðild að barnaklámhring

Karlmaður hefur verið handtekinn í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík fyrir meinta aðild að alþjóðlegum barnaklámhring. Um 150 manns voru handteknir í þrettán löndum í morgun, grunaðir um aðild að málinu.

Innlent
Fréttamynd

Glæpapar framselt til Íslands

Par af erlendum uppruna sem komst af landi brott á stolnum bílaleigubíl með tvær milljónir af sviknu fé í vasanum, eftir að hafa framselt falsaða tékka í banka og tekið peningana út í erlendum gjaldmiðli, var handtekið í Danmörku á laugardag. Parið verður framselt til Íslands á næstunni.

Innlent
Fréttamynd

Snuprar Ríkislögreglustjóra

Umboðsmaður Alþingis gerir athugasemdir við vinnubrögð Ríkislögreglustjórans í tveimur aðskildum málum. Umboðsmaður telur að kröfum stjórnsýslulaga hafi ekki verið fullnægt.  

Innlent
Fréttamynd

Ríkið ekki bótaskylt vegna eymsla

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær íslenska ríkið af kröfum fyrrum starfsmanns varnarliðsins um bætur vegna vinnuslyss sem hann lenti í árið 1993. Maðurinn klemmdist milli lyftara og kassa þegar verið var að tæma gám í einni af birgðastöðvum Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli.

Innlent
Fréttamynd

Sviku fé út úr íslenskum banka?

Erlendur ríkisborgari með bandarískt vegabréf og bresk kona voru handtekin í Danmörku á laugardag grunuð um að hafa svikið fé út úr íslenskum banka. Þau voru með eina og hálfa milljón á sér þegar þau komu til Danmerkur með Norrænu.

Innlent
Fréttamynd

Vitað um athæfi mannsins um hríð

Íslendingur um þrítugt var handtekinn í dag í tengslum við alþjóðlega herferð gegn barnaklámi. Vitað hefur verið um athæfi hans um hríð en beðið var með handtökuna til að reyna að ná fleirum.

Innlent
Fréttamynd

Vörubíl ekið á stúlku

Vörubíl var ekið á tíu ára stúlku á gatnamótum Kringlumýrar- og Miklubrautar laust eftir hádegið í gær.

Innlent
Fréttamynd

Þungir dómar í fíkniefnamáli

Sex hlutu fangelsisdóma vegna fíkniefnasmygls frá Rotterdam í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Dómarnir voru frá hálfu og upp í tvö ár hver. Ung kona var hins vegar sýknuð af ákæru um að hafa móttekið ágóða af fíkniefnabroti.

Innlent
Fréttamynd

Ógnaði fólki með skrúfjárni

Úlpuklæddur maður framdi rán á bensínafgreiðslustöð Olís í Hamraborg í Kópavogi laust eftir klukkan fimm í gærdag. Ógnaði hann tveimur starfsmönnum stöðvarinnar með skrúfjárni áður en hann hvarf brott með sölu dagsins.

Innlent
Fréttamynd

Grunur um nauðgun í heimahúsi

Grunur er uppi um nauðgun í heimahúsi í Keflavík um helgina. Lögreglu var tilkynnt um málið um hádegi í gær en fólkið sem á í hlut er um tvítugt. Víkurfréttir greina frá þessu og segja að búist hafi verið við að kæra yrði lögð fram í dag.

Innlent
Fréttamynd

Fluttu inn 130 g og 1000 töflur

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi sex ungmenni, fimm karla og eina konu, til fangavistar í dag fyrir aðild að innflutningi á eitt þúsund amfetamíntöflum og rúmlega 130 grömmum af kókaíni. Efnin voru keypt í Rotterdam og flutt til landsins með Íslandspósti, falin inni í vaxkertum.

Innlent
Fréttamynd

Á 187 km hraða á Reykjanesi

Nokkur erill var hjá lögreglunni í Reykjanesbæ í nótt. Fjórir voru kærðir fyrir hraðakstur. Sá sem hraðast ók var á 187 kílómetra hraða. Tvívegis var lögreglan kölluð að skemmtistaðnum Traffic við Hafnargötu. Í annað skiptið var það vegna stúlku sem sparkaði í bíl þar fyrir utan eftir að hafa verið vísað út.

Innlent
Fréttamynd

Of greitt ekið

Mikil umferð var í umdæmi lögreglunnar í Keflavík aðfaranótt sunnudags og talsvert um umferðarlagabrot.

Innlent
Fréttamynd

Kveikt í þremur ruslagámum

Tólf voru teknir fyrir hraðakstur í gærkvöld og nótt í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. Sá sem fór hraðast ók á 138 kílómetra hraða. Þá var ungur maður tekinn grunaður um ölvun við akstur. Eins hafði slökkvilið á staðnum í nógu að snúast en kveikt var í þremur ruslagámum á Eyrarbakka, Selfossi og í Grímsnesi.

Innlent
Fréttamynd

Teknir fyrir fíkniefnaneyslu

Fjórir voru teknir höndum og færðir á lögrelgustöðina á Ísafirði eftir að bifreið sem þeir voru í var stöðvuð við eftirlit. Mennirnir eru grunaðir um neyslu fíkniefna en þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á unga stúlku í Kvennahlaupi

Ekið var á níu ára stúlku sem þátt tók í Kvennahlaupinu í gær. Stúlkan hljóp í veg fyrir bíl á mótum Vífilsstaðavegar og Elliðavatnsvegar og var bílnum ekið á rólegum hraða að sögn lögreglu. Stúlkan var flutt á slysadeild og er talið að hún sé fótbrotin. Á átjánda þúsund konur tóku þátt í Kvennahlaupinu í gær og var hlaupið á 90 stöðum á landinu.

Innlent