Lög og regla Talinn hafa ekið drukkinn á stöð Það fór líklega öðruvísi en til stóð hjá ökumanni sem kom á lögreglustöðina í Keflavík í gærkvöldi. Hann mætti á stöðina í þeim tilgangi að láta geyma fyrir sig bíllyklana væntanlega af því að hann hefur metið stöðuna sem svo að hann ætti ekki að aka. Lögreglan virðist hafa verið á sama máli því umræddur maður var handtekinn grunaður um að hafa ekið bíl sínum á stöðina undir áhrifum áfengis. Innlent 13.10.2005 19:22 Vinnuvél stórskemmdist í bruna Vinnuvél stórskemmdist eða eyðilagðist í bruna í Kópavogi í gær. Tilkynnt var um eldinn seint í gærkvöldi en vinnuvélin var við Vatnsenda. Engan sakaði. Innlent 13.10.2005 19:22 Í gæsluvarðhaldi fram á mánudag Paul Gill, breski atvinnumótmælandinn, sem var einn þremenninganna, sem mótmæltu álráðstefnu á Nordica-hóteli í gær, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni fram á mánudag. Hinum tveimur mótmælendunum var sleppt eftir yfirheyrslur í dag. Innlent 13.10.2005 19:22 Kanna auglýsingar Ego Áfengis- og vímuvarnadeild Lýðheilsustofnunnar hyggst kanna hvort auglýsingar þær sem uppi hafa verið á bensínstöðvum Ego síðustu daga brjóti í bága við áfengis- og tóbaksvarnarlög. Innlent 13.10.2005 19:22 Býr sig undir herskáar aðgerðir Landsvirkjun býr sig undir herskáar mótmælaaðgerðir við Kárahnjúka í næstu viku eftir uppákomuna á Nordica-hóteli í gær. Þremenningarnir sem ruddust inn á álráðstefnu á hótelinu og slettu grænu gumsi gætu átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi. Innlent 13.10.2005 19:22 Dæmdir fyrir stórfelld skattsvik Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi í dag þrjá af fjórum sakborningum í Landssímamálinu fyrir stórfelld skattsvik. Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrverandi aðalféhirðir Landssímans, var sýknaður. Innlent 13.10.2005 19:22 Sakfelldir fyrir skattsvik Fjórir menn voru í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdir fyrir að standa ekki skil á tugmilljónum króna í virðisaukaskatt og staðgreiðslu opinberra gjalda. Þrír menn úr Landssímamálinu voru sakfelldir en einn þeirra, Sveinbjörn Kristjánsson, var sýknaður af ákærum. Innlent 13.10.2005 19:22 Misnotaði þriggja ára stúlku Reykvískur karlmaður á fertugsaldri sætir nú rannsókn vegna gruns um kynferðisleg brot á fjórum stúlkubörnum. Stúlkurnar voru á aldrinum þriggja til þrettán ára þegar brotin voru framin. Við rannsókn á heimili mannsins fundust tugir barnaklámmynda í tölvu hans. Innlent 13.10.2005 19:22 Barnakláms leitað hjá Íslendingi Tölvubúnaður, disklingar og myndbönd eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni í Reykjavík vegna gruns um að þar sé að finna barnaklám. Eigandinn, 32 ára karlmaður, var handtekinn í gær og yfirheyrður. Europol stýrði aðgerðum gegn barnaklámhring í 13 löndum. Innlent 13.10.2005 19:22 Snuprar Ríkislögreglustjóra Umboðsmaður Alþingis gerir athugasemdir við vinnubrögð Ríkislögreglustjórans í tveimur aðskildum málum. Umboðsmaður telur að kröfum stjórnsýslulaga hafi ekki verið fullnægt. Innlent 13.10.2005 19:21 Ríkið ekki bótaskylt vegna eymsla Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær íslenska ríkið af kröfum fyrrum starfsmanns varnarliðsins um bætur vegna vinnuslyss sem hann lenti í árið 1993. Maðurinn klemmdist milli lyftara og kassa þegar verið var að tæma gám í einni af birgðastöðvum Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli. Innlent 13.10.2005 19:22 Sviku fé út úr íslenskum banka? Erlendur ríkisborgari með bandarískt vegabréf og bresk kona voru handtekin í Danmörku á laugardag grunuð um að hafa svikið fé út úr íslenskum banka. Þau voru með eina og hálfa milljón á sér þegar þau komu til Danmerkur með Norrænu. Innlent 13.10.2005 19:21 Vitað um athæfi mannsins um hríð Íslendingur um þrítugt var handtekinn í dag í tengslum við alþjóðlega herferð gegn barnaklámi. Vitað hefur verið um athæfi hans um hríð en beðið var með handtökuna til að reyna að ná fleirum. Innlent 13.10.2005 19:22 Kærir nauðgun í Keflavík Stúlka um tvítugt hefur lagt fram kæru vegna nauðgunar sem átti sér stað fyrir hádegi á sunnudaginn var í Keflavík. Rannsókn málsins er á frumstigi en farið verður með það sem misneytingarmál þar sem konan hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum ölvunar. Innlent 13.10.2005 19:21 Þrír ungir menn fengu skilorð Þrír ungir menn á aldrinum 23 til 25 ára fengu skilorðsbundna dóma í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir margvísleg þjófnar-, umferðarlaga-, og fíkniefnalagabrot. Innlent 13.10.2005 19:22 Fengu skilorðsbundna dóma Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag tvo rúmlega tvítuga menn í skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað og önnur minniháttar brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni. Annar maðurinn fékk þriggja mánaða dóm en hinn tveggja mánaða. Ákvörður refsingar þriðja mannsins var frestað, haldi hann almennt skilorð. Innlent 13.10.2005 19:22 Fjórir teknir fyrir hraðakstur Lögreglan í Keflavík tók fjóra ökumenn fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut í nótt. Sá sem hraðast ók var mótorhjólamaður á hundrað og fimmtíu kílómetra hraða þar sem hámarkshraðinn er níutíu kílómetrar. Hinir þrír óku allir á rúmlega hundrað og tuttugu kílómetra hraða. Innlent 13.10.2005 19:21 Ræninginn ófundinn Enginn hefur enn verið handtekinn vegna vopnaðs ráns sem framið var á bensínstöð Olís í Hamraborg í Kópavogi í gær. Ræninginn kom á bensínstöðina á sjötta tímanum og ógnaði starfsstúlku með skrúfjárni, spennti upp peningakassann, náði þaðan einhverju fé og hvarf síðan á braut. Hann er talinn vera 170-175 sentímetrar á hæð, grannur og með ljósskolleitt hár. Innlent 13.10.2005 19:21 Grunur um aðild að barnaklámhring Karlmaður hefur verið handtekinn í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík fyrir meinta aðild að alþjóðlegum barnaklámhring. Um 150 manns voru handteknir í þrettán löndum í morgun, grunaðir um aðild að málinu. Innlent 13.10.2005 19:21 Glæpapar framselt til Íslands Par af erlendum uppruna sem komst af landi brott á stolnum bílaleigubíl með tvær milljónir af sviknu fé í vasanum, eftir að hafa framselt falsaða tékka í banka og tekið peningana út í erlendum gjaldmiðli, var handtekið í Danmörku á laugardag. Parið verður framselt til Íslands á næstunni. Innlent 13.10.2005 19:22 Vörubíl ekið á stúlku Vörubíl var ekið á tíu ára stúlku á gatnamótum Kringlumýrar- og Miklubrautar laust eftir hádegið í gær. Innlent 13.10.2005 19:21 Fluttu inn 130 g og 1000 töflur Héraðsdómur Reykjaness dæmdi sex ungmenni, fimm karla og eina konu, til fangavistar í dag fyrir aðild að innflutningi á eitt þúsund amfetamíntöflum og rúmlega 130 grömmum af kókaíni. Efnin voru keypt í Rotterdam og flutt til landsins með Íslandspósti, falin inni í vaxkertum. Innlent 13.10.2005 19:21 Þungir dómar í fíkniefnamáli Sex hlutu fangelsisdóma vegna fíkniefnasmygls frá Rotterdam í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Dómarnir voru frá hálfu og upp í tvö ár hver. Ung kona var hins vegar sýknuð af ákæru um að hafa móttekið ágóða af fíkniefnabroti. Innlent 13.10.2005 19:21 Ógnaði fólki með skrúfjárni Úlpuklæddur maður framdi rán á bensínafgreiðslustöð Olís í Hamraborg í Kópavogi laust eftir klukkan fimm í gærdag. Ógnaði hann tveimur starfsmönnum stöðvarinnar með skrúfjárni áður en hann hvarf brott með sölu dagsins. Innlent 13.10.2005 19:21 Grunur um nauðgun í heimahúsi Grunur er uppi um nauðgun í heimahúsi í Keflavík um helgina. Lögreglu var tilkynnt um málið um hádegi í gær en fólkið sem á í hlut er um tvítugt. Víkurfréttir greina frá þessu og segja að búist hafi verið við að kæra yrði lögð fram í dag. Innlent 13.10.2005 19:21 Á 187 km hraða á Reykjanesi Nokkur erill var hjá lögreglunni í Reykjanesbæ í nótt. Fjórir voru kærðir fyrir hraðakstur. Sá sem hraðast ók var á 187 kílómetra hraða. Tvívegis var lögreglan kölluð að skemmtistaðnum Traffic við Hafnargötu. Í annað skiptið var það vegna stúlku sem sparkaði í bíl þar fyrir utan eftir að hafa verið vísað út. Innlent 13.10.2005 19:21 Of greitt ekið Mikil umferð var í umdæmi lögreglunnar í Keflavík aðfaranótt sunnudags og talsvert um umferðarlagabrot. Innlent 13.10.2005 19:21 Teknir fyrir fíkniefnaneyslu Fjórir voru teknir höndum og færðir á lögrelgustöðina á Ísafirði eftir að bifreið sem þeir voru í var stöðvuð við eftirlit. Mennirnir eru grunaðir um neyslu fíkniefna en þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum. Innlent 13.10.2005 19:21 Ekið á unga stúlku í Kvennahlaupi Ekið var á níu ára stúlku sem þátt tók í Kvennahlaupinu í gær. Stúlkan hljóp í veg fyrir bíl á mótum Vífilsstaðavegar og Elliðavatnsvegar og var bílnum ekið á rólegum hraða að sögn lögreglu. Stúlkan var flutt á slysadeild og er talið að hún sé fótbrotin. Á átjánda þúsund konur tóku þátt í Kvennahlaupinu í gær og var hlaupið á 90 stöðum á landinu. Innlent 13.10.2005 19:21 Rólegt á Akureyri í gærkvöld Skemmtanalífið fór vel fram á Akureyri í nótt. Tveir þurftu þó að gista fangageymslur lögreglunnar þar sem þeir gátu ekki greitt reikning sem þeir höfðu stofnað til á veitingastað í bænum. Þeir voru báðir í annarlegu ástandi þegar þeir voru teknir klukkan rétt rúmlega sex í gærkvöldi. Fjórir voru teknir fyrir hraðakstur, tveir fyrir ölvunarakstur og einn fyrir akstur án réttinda. Innlent 13.10.2005 19:21 « ‹ 55 56 57 58 59 60 61 62 63 … 120 ›
Talinn hafa ekið drukkinn á stöð Það fór líklega öðruvísi en til stóð hjá ökumanni sem kom á lögreglustöðina í Keflavík í gærkvöldi. Hann mætti á stöðina í þeim tilgangi að láta geyma fyrir sig bíllyklana væntanlega af því að hann hefur metið stöðuna sem svo að hann ætti ekki að aka. Lögreglan virðist hafa verið á sama máli því umræddur maður var handtekinn grunaður um að hafa ekið bíl sínum á stöðina undir áhrifum áfengis. Innlent 13.10.2005 19:22
Vinnuvél stórskemmdist í bruna Vinnuvél stórskemmdist eða eyðilagðist í bruna í Kópavogi í gær. Tilkynnt var um eldinn seint í gærkvöldi en vinnuvélin var við Vatnsenda. Engan sakaði. Innlent 13.10.2005 19:22
Í gæsluvarðhaldi fram á mánudag Paul Gill, breski atvinnumótmælandinn, sem var einn þremenninganna, sem mótmæltu álráðstefnu á Nordica-hóteli í gær, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni fram á mánudag. Hinum tveimur mótmælendunum var sleppt eftir yfirheyrslur í dag. Innlent 13.10.2005 19:22
Kanna auglýsingar Ego Áfengis- og vímuvarnadeild Lýðheilsustofnunnar hyggst kanna hvort auglýsingar þær sem uppi hafa verið á bensínstöðvum Ego síðustu daga brjóti í bága við áfengis- og tóbaksvarnarlög. Innlent 13.10.2005 19:22
Býr sig undir herskáar aðgerðir Landsvirkjun býr sig undir herskáar mótmælaaðgerðir við Kárahnjúka í næstu viku eftir uppákomuna á Nordica-hóteli í gær. Þremenningarnir sem ruddust inn á álráðstefnu á hótelinu og slettu grænu gumsi gætu átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi. Innlent 13.10.2005 19:22
Dæmdir fyrir stórfelld skattsvik Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi í dag þrjá af fjórum sakborningum í Landssímamálinu fyrir stórfelld skattsvik. Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrverandi aðalféhirðir Landssímans, var sýknaður. Innlent 13.10.2005 19:22
Sakfelldir fyrir skattsvik Fjórir menn voru í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdir fyrir að standa ekki skil á tugmilljónum króna í virðisaukaskatt og staðgreiðslu opinberra gjalda. Þrír menn úr Landssímamálinu voru sakfelldir en einn þeirra, Sveinbjörn Kristjánsson, var sýknaður af ákærum. Innlent 13.10.2005 19:22
Misnotaði þriggja ára stúlku Reykvískur karlmaður á fertugsaldri sætir nú rannsókn vegna gruns um kynferðisleg brot á fjórum stúlkubörnum. Stúlkurnar voru á aldrinum þriggja til þrettán ára þegar brotin voru framin. Við rannsókn á heimili mannsins fundust tugir barnaklámmynda í tölvu hans. Innlent 13.10.2005 19:22
Barnakláms leitað hjá Íslendingi Tölvubúnaður, disklingar og myndbönd eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni í Reykjavík vegna gruns um að þar sé að finna barnaklám. Eigandinn, 32 ára karlmaður, var handtekinn í gær og yfirheyrður. Europol stýrði aðgerðum gegn barnaklámhring í 13 löndum. Innlent 13.10.2005 19:22
Snuprar Ríkislögreglustjóra Umboðsmaður Alþingis gerir athugasemdir við vinnubrögð Ríkislögreglustjórans í tveimur aðskildum málum. Umboðsmaður telur að kröfum stjórnsýslulaga hafi ekki verið fullnægt. Innlent 13.10.2005 19:21
Ríkið ekki bótaskylt vegna eymsla Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær íslenska ríkið af kröfum fyrrum starfsmanns varnarliðsins um bætur vegna vinnuslyss sem hann lenti í árið 1993. Maðurinn klemmdist milli lyftara og kassa þegar verið var að tæma gám í einni af birgðastöðvum Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli. Innlent 13.10.2005 19:22
Sviku fé út úr íslenskum banka? Erlendur ríkisborgari með bandarískt vegabréf og bresk kona voru handtekin í Danmörku á laugardag grunuð um að hafa svikið fé út úr íslenskum banka. Þau voru með eina og hálfa milljón á sér þegar þau komu til Danmerkur með Norrænu. Innlent 13.10.2005 19:21
Vitað um athæfi mannsins um hríð Íslendingur um þrítugt var handtekinn í dag í tengslum við alþjóðlega herferð gegn barnaklámi. Vitað hefur verið um athæfi hans um hríð en beðið var með handtökuna til að reyna að ná fleirum. Innlent 13.10.2005 19:22
Kærir nauðgun í Keflavík Stúlka um tvítugt hefur lagt fram kæru vegna nauðgunar sem átti sér stað fyrir hádegi á sunnudaginn var í Keflavík. Rannsókn málsins er á frumstigi en farið verður með það sem misneytingarmál þar sem konan hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum ölvunar. Innlent 13.10.2005 19:21
Þrír ungir menn fengu skilorð Þrír ungir menn á aldrinum 23 til 25 ára fengu skilorðsbundna dóma í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir margvísleg þjófnar-, umferðarlaga-, og fíkniefnalagabrot. Innlent 13.10.2005 19:22
Fengu skilorðsbundna dóma Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag tvo rúmlega tvítuga menn í skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað og önnur minniháttar brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni. Annar maðurinn fékk þriggja mánaða dóm en hinn tveggja mánaða. Ákvörður refsingar þriðja mannsins var frestað, haldi hann almennt skilorð. Innlent 13.10.2005 19:22
Fjórir teknir fyrir hraðakstur Lögreglan í Keflavík tók fjóra ökumenn fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut í nótt. Sá sem hraðast ók var mótorhjólamaður á hundrað og fimmtíu kílómetra hraða þar sem hámarkshraðinn er níutíu kílómetrar. Hinir þrír óku allir á rúmlega hundrað og tuttugu kílómetra hraða. Innlent 13.10.2005 19:21
Ræninginn ófundinn Enginn hefur enn verið handtekinn vegna vopnaðs ráns sem framið var á bensínstöð Olís í Hamraborg í Kópavogi í gær. Ræninginn kom á bensínstöðina á sjötta tímanum og ógnaði starfsstúlku með skrúfjárni, spennti upp peningakassann, náði þaðan einhverju fé og hvarf síðan á braut. Hann er talinn vera 170-175 sentímetrar á hæð, grannur og með ljósskolleitt hár. Innlent 13.10.2005 19:21
Grunur um aðild að barnaklámhring Karlmaður hefur verið handtekinn í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík fyrir meinta aðild að alþjóðlegum barnaklámhring. Um 150 manns voru handteknir í þrettán löndum í morgun, grunaðir um aðild að málinu. Innlent 13.10.2005 19:21
Glæpapar framselt til Íslands Par af erlendum uppruna sem komst af landi brott á stolnum bílaleigubíl með tvær milljónir af sviknu fé í vasanum, eftir að hafa framselt falsaða tékka í banka og tekið peningana út í erlendum gjaldmiðli, var handtekið í Danmörku á laugardag. Parið verður framselt til Íslands á næstunni. Innlent 13.10.2005 19:22
Vörubíl ekið á stúlku Vörubíl var ekið á tíu ára stúlku á gatnamótum Kringlumýrar- og Miklubrautar laust eftir hádegið í gær. Innlent 13.10.2005 19:21
Fluttu inn 130 g og 1000 töflur Héraðsdómur Reykjaness dæmdi sex ungmenni, fimm karla og eina konu, til fangavistar í dag fyrir aðild að innflutningi á eitt þúsund amfetamíntöflum og rúmlega 130 grömmum af kókaíni. Efnin voru keypt í Rotterdam og flutt til landsins með Íslandspósti, falin inni í vaxkertum. Innlent 13.10.2005 19:21
Þungir dómar í fíkniefnamáli Sex hlutu fangelsisdóma vegna fíkniefnasmygls frá Rotterdam í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Dómarnir voru frá hálfu og upp í tvö ár hver. Ung kona var hins vegar sýknuð af ákæru um að hafa móttekið ágóða af fíkniefnabroti. Innlent 13.10.2005 19:21
Ógnaði fólki með skrúfjárni Úlpuklæddur maður framdi rán á bensínafgreiðslustöð Olís í Hamraborg í Kópavogi laust eftir klukkan fimm í gærdag. Ógnaði hann tveimur starfsmönnum stöðvarinnar með skrúfjárni áður en hann hvarf brott með sölu dagsins. Innlent 13.10.2005 19:21
Grunur um nauðgun í heimahúsi Grunur er uppi um nauðgun í heimahúsi í Keflavík um helgina. Lögreglu var tilkynnt um málið um hádegi í gær en fólkið sem á í hlut er um tvítugt. Víkurfréttir greina frá þessu og segja að búist hafi verið við að kæra yrði lögð fram í dag. Innlent 13.10.2005 19:21
Á 187 km hraða á Reykjanesi Nokkur erill var hjá lögreglunni í Reykjanesbæ í nótt. Fjórir voru kærðir fyrir hraðakstur. Sá sem hraðast ók var á 187 kílómetra hraða. Tvívegis var lögreglan kölluð að skemmtistaðnum Traffic við Hafnargötu. Í annað skiptið var það vegna stúlku sem sparkaði í bíl þar fyrir utan eftir að hafa verið vísað út. Innlent 13.10.2005 19:21
Of greitt ekið Mikil umferð var í umdæmi lögreglunnar í Keflavík aðfaranótt sunnudags og talsvert um umferðarlagabrot. Innlent 13.10.2005 19:21
Teknir fyrir fíkniefnaneyslu Fjórir voru teknir höndum og færðir á lögrelgustöðina á Ísafirði eftir að bifreið sem þeir voru í var stöðvuð við eftirlit. Mennirnir eru grunaðir um neyslu fíkniefna en þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum. Innlent 13.10.2005 19:21
Ekið á unga stúlku í Kvennahlaupi Ekið var á níu ára stúlku sem þátt tók í Kvennahlaupinu í gær. Stúlkan hljóp í veg fyrir bíl á mótum Vífilsstaðavegar og Elliðavatnsvegar og var bílnum ekið á rólegum hraða að sögn lögreglu. Stúlkan var flutt á slysadeild og er talið að hún sé fótbrotin. Á átjánda þúsund konur tóku þátt í Kvennahlaupinu í gær og var hlaupið á 90 stöðum á landinu. Innlent 13.10.2005 19:21
Rólegt á Akureyri í gærkvöld Skemmtanalífið fór vel fram á Akureyri í nótt. Tveir þurftu þó að gista fangageymslur lögreglunnar þar sem þeir gátu ekki greitt reikning sem þeir höfðu stofnað til á veitingastað í bænum. Þeir voru báðir í annarlegu ástandi þegar þeir voru teknir klukkan rétt rúmlega sex í gærkvöldi. Fjórir voru teknir fyrir hraðakstur, tveir fyrir ölvunarakstur og einn fyrir akstur án réttinda. Innlent 13.10.2005 19:21
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent