Býr sig undir herskáar aðgerðir 15. júní 2005 00:01 Landsvirkjun býr sig undir herskáar mótmælaaðgerðir við Kárahnjúka í næstu viku eftir uppákomuna á Nordica-hóteli í gær. Þremenningarnir sem ruddust inn á álráðstefnu á hótelinu og slettu grænu gumsi gætu átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi. Mótmælendurnir þrír skvettu vökva, sem lögregla telur blöndu af skyri, mjólk og grænum matarlit, yfir ráðstefnugesti. Þau ollu milljónatjóni þegar þau hæfðu innréttingar og tölvubúnað að sögn hótelstjóra. Um er að ræða fólk sem nýlega skipulagði eins konar námskeið í borgaralegri óhlýðni og sagt var frá í fréttum Stöðvar 2; Ólaf Pál Sigurðsson, Örnu Ösp Magnúsardóttur og breska atvinnumótmælandann Paul Gill. Þau gistu fangageymslur lögreglu í nótt. Arna og Ólafur voru látin laus fyrir hádegi en Paul verður haldið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni fram á mánudag. Ástæða þótti til að rannskaka þátt hans sérstaklega. Öll þrjú eiga yfir höfði sér kæru vegna eignaspjalla en viðurlög við slíku geta numið sekt eða tveggja ára fangelsi. Andstaða við virkjunarframkvæmdir er engin nýlunda en atburðir gærdagsins benda til þess að einhverjir mótmælendur séu að taka upp harkalegri aðgerðir til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Blásið hefur verið til mótmæla við Kárahnjúkavirkjun í sumar og má lesa sér til um þau á vefsíðunni Saving Iceland, sem hét reyndar áður Killing Iceland. Mótmælendum er stefnt að virkjanasvæðinu í næstu viku og þar á að mótmæla svo lengi sem veður leyfir, jafnvel fram á haust. Ráðstefnugestirnir sem urðu fyrir græna gumsinu í gær voru leiddir um Kárahnjúkavirkjun í dag undir leiðsögn Sigurðar Arnalds, talsmanns Landsvirkjunar. Í samtali við frétastofu Stöðvar 2 sagði Sigurður að Landsvirkjun hefði árangurslaust reynt að ná sambandi við þá sem standa fyrir aðgerðunum í næstu viku. Brýnt sé að koma því á framfæri að svæðið geti reynst gríðarlega hættulegt og af öryggisástæðum sé hluti þess lokaður almenningi. Þeir hafi ekkert á móti því að fólk veki athygli á skoðunum sínum á friðsaman hátt en uppákoman á Nordica-hóteli viti ekki á gott. Öflug öryggisgæsla verði viðhöfð og lögregla verði hiklaust kölluð til reyni mótmælendur að komast inn á lokuð svæði. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Landsvirkjun býr sig undir herskáar mótmælaaðgerðir við Kárahnjúka í næstu viku eftir uppákomuna á Nordica-hóteli í gær. Þremenningarnir sem ruddust inn á álráðstefnu á hótelinu og slettu grænu gumsi gætu átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi. Mótmælendurnir þrír skvettu vökva, sem lögregla telur blöndu af skyri, mjólk og grænum matarlit, yfir ráðstefnugesti. Þau ollu milljónatjóni þegar þau hæfðu innréttingar og tölvubúnað að sögn hótelstjóra. Um er að ræða fólk sem nýlega skipulagði eins konar námskeið í borgaralegri óhlýðni og sagt var frá í fréttum Stöðvar 2; Ólaf Pál Sigurðsson, Örnu Ösp Magnúsardóttur og breska atvinnumótmælandann Paul Gill. Þau gistu fangageymslur lögreglu í nótt. Arna og Ólafur voru látin laus fyrir hádegi en Paul verður haldið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni fram á mánudag. Ástæða þótti til að rannskaka þátt hans sérstaklega. Öll þrjú eiga yfir höfði sér kæru vegna eignaspjalla en viðurlög við slíku geta numið sekt eða tveggja ára fangelsi. Andstaða við virkjunarframkvæmdir er engin nýlunda en atburðir gærdagsins benda til þess að einhverjir mótmælendur séu að taka upp harkalegri aðgerðir til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Blásið hefur verið til mótmæla við Kárahnjúkavirkjun í sumar og má lesa sér til um þau á vefsíðunni Saving Iceland, sem hét reyndar áður Killing Iceland. Mótmælendum er stefnt að virkjanasvæðinu í næstu viku og þar á að mótmæla svo lengi sem veður leyfir, jafnvel fram á haust. Ráðstefnugestirnir sem urðu fyrir græna gumsinu í gær voru leiddir um Kárahnjúkavirkjun í dag undir leiðsögn Sigurðar Arnalds, talsmanns Landsvirkjunar. Í samtali við frétastofu Stöðvar 2 sagði Sigurður að Landsvirkjun hefði árangurslaust reynt að ná sambandi við þá sem standa fyrir aðgerðunum í næstu viku. Brýnt sé að koma því á framfæri að svæðið geti reynst gríðarlega hættulegt og af öryggisástæðum sé hluti þess lokaður almenningi. Þeir hafi ekkert á móti því að fólk veki athygli á skoðunum sínum á friðsaman hátt en uppákoman á Nordica-hóteli viti ekki á gott. Öflug öryggisgæsla verði viðhöfð og lögregla verði hiklaust kölluð til reyni mótmælendur að komast inn á lokuð svæði.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira