Erlendar Fórum illa með dauðafærin Magdeburg er úr leik í Meistaradeildinni í handbolta. Alfreð Gíslason, þjálfari Magdeburg, segir að slæm nýting á færum hafi fellt hans menn í gær. Sport 10.12.2005 20:21 Fengu á sig mark á lokamínútunni Notts County, lið Guðjóns Þórðarson í ensku 2. deildinni missti naumlega af mikilvægum sigri í dag þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Wrexham á útivelli. County komst yfir þegar 6 mínútur voru til leiksloka en heimamenn jöfnuðu á 90. mínútu. Notts County er í 13. sæti deildarinnar en er þó aðeins 5 stigum frá sjöunda sætinu sem gefur rétt til umspils. Sport 10.12.2005 18:00 Magdeburg og Århus úr leik 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta lauk í dag þar sem Íslendingaliðin Magdeburg og Århus féllu úr keppni. Sturla Ásgeirsson var hins vegar markahæstur danska liðsins Århus GF sem féll úr keppni með tapi fyrir ungverska liðinu Veszprém, 28-31. Sturla gerði 7 mörk í dag. Sport 10.12.2005 17:44 Reading enn efst eftir stórsigur Reading stefnir hraðbyri upp í ensku úrvalsdeildina í fótbolta en liðið valtaði yfir Brighton, 5-1 í 1. deild í dag. Ívar Ingimarsson lék allan leikinn í vörn Reading og Brynjar Björn Gunnarsson kom inn á af varamannabekknum á 73. mínútu en þetta er í fyrsta sinn sem hann leikur með Reading í talsverðan tíma eftir að hafa jafnað sig af meiðslum. Sport 10.12.2005 17:30 Chelsea heldur áfram að vinna Chelsea endurheimti 12 stiga forskot sitt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með 1-0 heimasigri á Wigan en 6 leikjum var að ljúka í deildinni rétt í þessu. John Terry skoraði eina mark leiksins á 67. mínútu. Eiður Smári Guðjohnsen lék síðustu 30 mínúturnar með Chelsea. Sport 10.12.2005 17:07 Brynjar á bekknum hjá Reading Ívar Ingimarsson er að vanda í byrjunarliði Reading sem er 1-0 yfir gegn Brighton í ensku 1. deildinni í fótbolta. Brynjar Björn Gunnarsson hefur jafnað sig af meiðslum og er á varamannabekk Reading eftir að hafa skorað fyrir varalið félagsins í vikunni. Sport 10.12.2005 15:45 Eiður á bekknum hjá Chelsea Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Chelsea sem leikur nú etur kappi við Wigan í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en 8 leikir eru á dagskrá deildarinnar í dag. Athygli vekur að ítalski markvörðurinn Carlo Cudicini er í byrjunarliði Chelsea í fyrsta sinn í deildinni í vetur en Petr Cech vermir varamannabekkinn. Sport 10.12.2005 15:22 Liverpool í 2. sætið Liverpool náði í dag 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta þegar liðið sigraði Middlesbrough 2-0. Fernando Morientes skoraði bæði mörk Liverpool með 5 mínútna millibili, á 72. og 77. mínútu leiksins. Liverpool er með 31 stig í öðru sæti deildarinnar eftir sigurinn, níu stigum á eftir toppliði Chelsea. Sport 10.12.2005 14:51 Jakob bætti eigið Íslandsmet Jakob Jóhann Sveinsson bætti eigið Íslandsmet í 50 metra bringusundi um 11 sekúndubrot á Evrópumeistaramótinu í sundi í Trieste á Ítalíu í morgun. Hann synti á 28.22 sek. og varð í 28. sæti af 40 keppendum í undanrásum. Sport 10.12.2005 14:19 Iverson með 43 stig Allen Iverson skoraði 43 stig og Kyle Korver jafnaði presónulegt stigamet með 26 stigum fyrir Philadelphia 76ers í NBA körfuboltanum í nótt þegar liðið batt enda á fjögurra leikja samfellda ósigurgöngu sína með 119-115 sigri á Charlotte Bobcats. 10 leikir fóru fram í deildinni í nótt. Sport 10.12.2005 14:01 Riðlar á HM Sport 10.12.2005 04:11 Van Persie og Benitez bestir í nóvember Framherjinn Robin Van Persie hjá Arsenal var nú í kvöld kjörinn leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni. Fyrr í dag samþykkti hann svo að framlengja samning sinn við Arsenal til ársins 2011. Persie skoraði þrisvar í úrvalsdeildinni í nóvember, en var einnig iðinn við kolann í bikarkeppninni og í Meistaradeildinni. Sport 9.12.2005 18:49 Eftirsóttur í janúar Talið er líklegt að nokkur lið í ensku úrvalsdeildinni muni fara í stríð um að fá framherjann Dean Ashton hjá Norwich til sín þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar. Ashton hefur alls ekki náð sér á strik hjá Norwich í 1. deildinni það sem af er vetri, en liðið hefur sömuleiðis tapað helmingi leikja sinna og valdið miklum vonbrigðum. Sport 9.12.2005 17:08 Verður ekki meira með á tímabilinu Hollenski miðjumaðurinn Boundewijn Zenden mun að öllum líkindum ekki spila meira með Liverpool á leiktíðinni, eftir að í ljós kom að hann þarf að gangast undir aðgerð vegna meiðsla á hné. Zenden meiddist í leik gegn Betis í Meistaradeildinni og nú er ljóst að hinn 29 ára gamli leikmaður þarf að fara til Bandaríkjanna í aðgerð. Sport 9.12.2005 16:55 Fékk leyfi vegna dauða bróður síns Bakvörðurinn Quentin Richardson hjá New York á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir, en hann hefur fengið tímabundið leyfi frá liðinu eftir að bróðir hans var myrtur í Chicago á dögunum. Bróðir hans, Lee Richardson, varð fyrir því óláni að verða á vegi miskunnarlausra ræningja sem hófu skothríð þegar þeir lögðu á flótta og lést Lee af skotsárum sínum. Árásarmennirnir náðust allir og hafa verið ákærðir. Sport 9.12.2005 14:51 Sýndi áhorfendum fingurinn Portúgalinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United gæti átt yfir höfði sér refsingu frá UEFA eftir að hann sýndi löndum sínum í fingurinn þegar hann gekk af velli í tapinu gegn Benfica í Meistaradeildinni. Stuðningsmenn Benfica bauluðu á hann í hvert skipti sem hann snerti boltann í leiknum, en Ronaldo lék áður með erkifjendum Benfica í Sporting Lissabon. Sport 9.12.2005 16:09 Everton og Bolton líklegust til að hreppa Keane Nú líður senn að því að Roy Keane taki ákvörðun um hvar hann ætlar að ljúka ferli sínum sem knattspyrnumaður og samkvæmt fréttum frá Bretlandi, þykja Bolton og Everton líklegustu liðin til að fá hann í sínar raðir af þeirri einföldu ástæðu að hann hefur gefið út að hann vilji ekki flytja of langt með fjölskyldu sína. Sport 9.12.2005 14:59 Indiana burstaði Washington Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Indiana Pacers burstaði Washington Wizards 111-87, en Indiana lék án Ron Artest sem er meiddur. Þá vann Houston Rockets góðan útisigur á Sacramento 106-95, en Sacramento hefur nú tapað 5 leikjum í röð. Sport 9.12.2005 14:43 Kærður fyrir tæklinguna á Hamann Miðjumaðurinn Michael Essien hefur verið kærður af aganefnd UEFA fyrir grófa tæklingu sína á Dietmar Hamann í viðureign Chelsea og Liverpool á þriðjudaginn, en Þjóðverjinn sagðist eftir leikinn hafa verið fullviss um að hann væri fótbrotinn eftir árás Ganamannsins. Sport 8.12.2005 20:10 McLeish fær að halda áfram Alex McLeish fékk í dag stuðningsyfirlýsingu frá stjórnarformanni meistara Glasgow Rangers í Skotlandi, en sérstakur fundur var haldinn í dag til að ræða framtíð knattspyrnustjórans. Rangers-liðið er í sögulegri lægð í úrvalsdeildinni og hefur ekki unnið sigur í síðustu tíu leikjum, en liðið tryggði sér þó sæti í 16 liða úrsiltum Meistaradeildarinnar í vikunni. Sport 8.12.2005 18:30 Del Piero jafnaði markamet Juve Framherjinn Allesandro Del Piero jafnaði í gær markamet Giampiero Boniperti hjá Juventus í gær þegar hann skoraði tvö mörk fyrir félagið í meistaradeildinni í 3-1 sigri á Rapid Vín. Þessi mikli markahrókur hefur því skorað 182 mörk fyrir félagið í öllum keppnum. Sport 8.12.2005 17:11 Robert fær tækifæri Harry Redknapp, nýráðinn stjóri Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni, segir að vandræðagemlingurinn Laurent Robert muni byrja með hreint borð hjá sér og nefnir Robert sem einn af lykilmönnum í viðreisn liðsins sem er í mikilli fallbaráttu. Sport 8.12.2005 17:01 Ecclestone reddar málunum Formúlumógúllinn Bernie Ecclestone segist vera nærri samkomulagi við aðstandendur Belgíukappakstursins á Spa brautinni um að tryggja tilverurétt keppninnar, en mótshaldararnir höfðu verið í fjárhagserfiðleikum undanfarið. Skuldir mótshaldara höfðu hrannast upp í kjölfar dræmrar miðasölu. Sport 8.12.2005 15:40 Enn meiðist Dyer Miðjumaðurinn Kieron Dyer hjá Newcastle er enn og aftur kominn á meiðslalistann hjá félaginu eftir að hafa tognað á læri á æfingu og getur því ekki snúið aftur gegn Arsenal eins og til stóð. Dyer hefur verið í stífri endurhæfingu hjá sérfræðingum til að reyna að vinna bug á meiðslum þessum, sem hafa raunar hrjáð hann í tvö ár. Sport 8.12.2005 15:05 Tapið hefur ekki áhrif Glazer-feðgar, sem eiga Manchester United, segja að áfallið þegar liðið féll úr keppni í Meistaradeildinni í gær hafi ekki áhrif á langtímamarkmið þeirra í rekstri liðsins, þrátt fyrir að þeir séu vissulega vonsviknir að hafa ekki komist áfram. Sport 8.12.2005 14:52 Jafnt hjá Chelsea og Liverpool Chelsea og Liverpool gerðu markalaust jafntefli í tíðindalausum og hörðum leik á Stamford Bridge í kvöld og því hélt Liverpool toppsætinu í riðlinum. Rangers náðu að tryggja sér áframhaldandi þáttöku með jafntefli við Inter, en það nægði Skotunum eftir að Artmedia og Porto skyldu jöfn í leik sem hefði aldrei átt að fara fram, svo skelfilegar voru vallaraðstæður. Sport 6.12.2005 22:07 Liðsskipan liggur fyrir Nú hafa öll liðin í formúlu 1 kynnt hvaða ökumenn verða í bílstjórasætunum á næsta keppnistímabili, því í dag tilkynnti lið Red Bull að Christian Klien yrði ökumaður þeirra og nýja liðið, Scuderia Toro Rosso verður með ökumennina Vitantonio Liuzzi og Scott Speed. Sport 6.12.2005 19:42 Kelly Holmes leggur skóna á hilluna Breska frjálsíþróttakonan Kelly Holmes, sem vann til gullverðlauna í 800 og 1500 metra hlaupi á síðustu Ólympíuleikum, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna með skyndilegum hætti. Holmes sagðist ekki hafa nauðsynlegan vilja til að halda áfram og ákvað því að hætta, auk þess sem hún varð fyrir áfalli í einkalífinu á dögunum þegar maður sem hún hafði nýlega kynnst lést skyndilega. Sport 6.12.2005 19:32 Chelsea - Liverpool í beinni á Sýn Lokaumferðin í fjórum riðlum Meistaradeildarinnar fer fram í kvöld, þar sem leikur Chelsea og Liverpool er stóra viðureign kvöldsins. Leikur Schalke og AC Milan verður í beinni á Sýn Extra, en auk þess eru á dagskrá leikir PSV-Fenerbahce, Lyon-Rosenborg, Olimpiakos-Real Madrid, Betis-Anderlecht, Rangers-Inter og Artmedia-Porto. Bein útsending hefst kl. 19:30 á Sýn. Sport 6.12.2005 19:23 Spilar með varaliði Reading í kvöld Íslenski landsliðsmaðurinn Brynjar Björn Gunnarsson spilar með varaliði Reading í kvöld, en hann spilaði ekki leik í nóvember vegna nárameiðsla. Brynjar lék 45 mínútur með varaliðinu í síðustu viku og mun væntanleika spila eitthvað meira í kvöld. Sport 6.12.2005 19:15 « ‹ 247 248 249 250 251 252 253 254 255 … 264 ›
Fórum illa með dauðafærin Magdeburg er úr leik í Meistaradeildinni í handbolta. Alfreð Gíslason, þjálfari Magdeburg, segir að slæm nýting á færum hafi fellt hans menn í gær. Sport 10.12.2005 20:21
Fengu á sig mark á lokamínútunni Notts County, lið Guðjóns Þórðarson í ensku 2. deildinni missti naumlega af mikilvægum sigri í dag þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Wrexham á útivelli. County komst yfir þegar 6 mínútur voru til leiksloka en heimamenn jöfnuðu á 90. mínútu. Notts County er í 13. sæti deildarinnar en er þó aðeins 5 stigum frá sjöunda sætinu sem gefur rétt til umspils. Sport 10.12.2005 18:00
Magdeburg og Århus úr leik 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta lauk í dag þar sem Íslendingaliðin Magdeburg og Århus féllu úr keppni. Sturla Ásgeirsson var hins vegar markahæstur danska liðsins Århus GF sem féll úr keppni með tapi fyrir ungverska liðinu Veszprém, 28-31. Sturla gerði 7 mörk í dag. Sport 10.12.2005 17:44
Reading enn efst eftir stórsigur Reading stefnir hraðbyri upp í ensku úrvalsdeildina í fótbolta en liðið valtaði yfir Brighton, 5-1 í 1. deild í dag. Ívar Ingimarsson lék allan leikinn í vörn Reading og Brynjar Björn Gunnarsson kom inn á af varamannabekknum á 73. mínútu en þetta er í fyrsta sinn sem hann leikur með Reading í talsverðan tíma eftir að hafa jafnað sig af meiðslum. Sport 10.12.2005 17:30
Chelsea heldur áfram að vinna Chelsea endurheimti 12 stiga forskot sitt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með 1-0 heimasigri á Wigan en 6 leikjum var að ljúka í deildinni rétt í þessu. John Terry skoraði eina mark leiksins á 67. mínútu. Eiður Smári Guðjohnsen lék síðustu 30 mínúturnar með Chelsea. Sport 10.12.2005 17:07
Brynjar á bekknum hjá Reading Ívar Ingimarsson er að vanda í byrjunarliði Reading sem er 1-0 yfir gegn Brighton í ensku 1. deildinni í fótbolta. Brynjar Björn Gunnarsson hefur jafnað sig af meiðslum og er á varamannabekk Reading eftir að hafa skorað fyrir varalið félagsins í vikunni. Sport 10.12.2005 15:45
Eiður á bekknum hjá Chelsea Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Chelsea sem leikur nú etur kappi við Wigan í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en 8 leikir eru á dagskrá deildarinnar í dag. Athygli vekur að ítalski markvörðurinn Carlo Cudicini er í byrjunarliði Chelsea í fyrsta sinn í deildinni í vetur en Petr Cech vermir varamannabekkinn. Sport 10.12.2005 15:22
Liverpool í 2. sætið Liverpool náði í dag 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta þegar liðið sigraði Middlesbrough 2-0. Fernando Morientes skoraði bæði mörk Liverpool með 5 mínútna millibili, á 72. og 77. mínútu leiksins. Liverpool er með 31 stig í öðru sæti deildarinnar eftir sigurinn, níu stigum á eftir toppliði Chelsea. Sport 10.12.2005 14:51
Jakob bætti eigið Íslandsmet Jakob Jóhann Sveinsson bætti eigið Íslandsmet í 50 metra bringusundi um 11 sekúndubrot á Evrópumeistaramótinu í sundi í Trieste á Ítalíu í morgun. Hann synti á 28.22 sek. og varð í 28. sæti af 40 keppendum í undanrásum. Sport 10.12.2005 14:19
Iverson með 43 stig Allen Iverson skoraði 43 stig og Kyle Korver jafnaði presónulegt stigamet með 26 stigum fyrir Philadelphia 76ers í NBA körfuboltanum í nótt þegar liðið batt enda á fjögurra leikja samfellda ósigurgöngu sína með 119-115 sigri á Charlotte Bobcats. 10 leikir fóru fram í deildinni í nótt. Sport 10.12.2005 14:01
Van Persie og Benitez bestir í nóvember Framherjinn Robin Van Persie hjá Arsenal var nú í kvöld kjörinn leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni. Fyrr í dag samþykkti hann svo að framlengja samning sinn við Arsenal til ársins 2011. Persie skoraði þrisvar í úrvalsdeildinni í nóvember, en var einnig iðinn við kolann í bikarkeppninni og í Meistaradeildinni. Sport 9.12.2005 18:49
Eftirsóttur í janúar Talið er líklegt að nokkur lið í ensku úrvalsdeildinni muni fara í stríð um að fá framherjann Dean Ashton hjá Norwich til sín þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar. Ashton hefur alls ekki náð sér á strik hjá Norwich í 1. deildinni það sem af er vetri, en liðið hefur sömuleiðis tapað helmingi leikja sinna og valdið miklum vonbrigðum. Sport 9.12.2005 17:08
Verður ekki meira með á tímabilinu Hollenski miðjumaðurinn Boundewijn Zenden mun að öllum líkindum ekki spila meira með Liverpool á leiktíðinni, eftir að í ljós kom að hann þarf að gangast undir aðgerð vegna meiðsla á hné. Zenden meiddist í leik gegn Betis í Meistaradeildinni og nú er ljóst að hinn 29 ára gamli leikmaður þarf að fara til Bandaríkjanna í aðgerð. Sport 9.12.2005 16:55
Fékk leyfi vegna dauða bróður síns Bakvörðurinn Quentin Richardson hjá New York á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir, en hann hefur fengið tímabundið leyfi frá liðinu eftir að bróðir hans var myrtur í Chicago á dögunum. Bróðir hans, Lee Richardson, varð fyrir því óláni að verða á vegi miskunnarlausra ræningja sem hófu skothríð þegar þeir lögðu á flótta og lést Lee af skotsárum sínum. Árásarmennirnir náðust allir og hafa verið ákærðir. Sport 9.12.2005 14:51
Sýndi áhorfendum fingurinn Portúgalinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United gæti átt yfir höfði sér refsingu frá UEFA eftir að hann sýndi löndum sínum í fingurinn þegar hann gekk af velli í tapinu gegn Benfica í Meistaradeildinni. Stuðningsmenn Benfica bauluðu á hann í hvert skipti sem hann snerti boltann í leiknum, en Ronaldo lék áður með erkifjendum Benfica í Sporting Lissabon. Sport 9.12.2005 16:09
Everton og Bolton líklegust til að hreppa Keane Nú líður senn að því að Roy Keane taki ákvörðun um hvar hann ætlar að ljúka ferli sínum sem knattspyrnumaður og samkvæmt fréttum frá Bretlandi, þykja Bolton og Everton líklegustu liðin til að fá hann í sínar raðir af þeirri einföldu ástæðu að hann hefur gefið út að hann vilji ekki flytja of langt með fjölskyldu sína. Sport 9.12.2005 14:59
Indiana burstaði Washington Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Indiana Pacers burstaði Washington Wizards 111-87, en Indiana lék án Ron Artest sem er meiddur. Þá vann Houston Rockets góðan útisigur á Sacramento 106-95, en Sacramento hefur nú tapað 5 leikjum í röð. Sport 9.12.2005 14:43
Kærður fyrir tæklinguna á Hamann Miðjumaðurinn Michael Essien hefur verið kærður af aganefnd UEFA fyrir grófa tæklingu sína á Dietmar Hamann í viðureign Chelsea og Liverpool á þriðjudaginn, en Þjóðverjinn sagðist eftir leikinn hafa verið fullviss um að hann væri fótbrotinn eftir árás Ganamannsins. Sport 8.12.2005 20:10
McLeish fær að halda áfram Alex McLeish fékk í dag stuðningsyfirlýsingu frá stjórnarformanni meistara Glasgow Rangers í Skotlandi, en sérstakur fundur var haldinn í dag til að ræða framtíð knattspyrnustjórans. Rangers-liðið er í sögulegri lægð í úrvalsdeildinni og hefur ekki unnið sigur í síðustu tíu leikjum, en liðið tryggði sér þó sæti í 16 liða úrsiltum Meistaradeildarinnar í vikunni. Sport 8.12.2005 18:30
Del Piero jafnaði markamet Juve Framherjinn Allesandro Del Piero jafnaði í gær markamet Giampiero Boniperti hjá Juventus í gær þegar hann skoraði tvö mörk fyrir félagið í meistaradeildinni í 3-1 sigri á Rapid Vín. Þessi mikli markahrókur hefur því skorað 182 mörk fyrir félagið í öllum keppnum. Sport 8.12.2005 17:11
Robert fær tækifæri Harry Redknapp, nýráðinn stjóri Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni, segir að vandræðagemlingurinn Laurent Robert muni byrja með hreint borð hjá sér og nefnir Robert sem einn af lykilmönnum í viðreisn liðsins sem er í mikilli fallbaráttu. Sport 8.12.2005 17:01
Ecclestone reddar málunum Formúlumógúllinn Bernie Ecclestone segist vera nærri samkomulagi við aðstandendur Belgíukappakstursins á Spa brautinni um að tryggja tilverurétt keppninnar, en mótshaldararnir höfðu verið í fjárhagserfiðleikum undanfarið. Skuldir mótshaldara höfðu hrannast upp í kjölfar dræmrar miðasölu. Sport 8.12.2005 15:40
Enn meiðist Dyer Miðjumaðurinn Kieron Dyer hjá Newcastle er enn og aftur kominn á meiðslalistann hjá félaginu eftir að hafa tognað á læri á æfingu og getur því ekki snúið aftur gegn Arsenal eins og til stóð. Dyer hefur verið í stífri endurhæfingu hjá sérfræðingum til að reyna að vinna bug á meiðslum þessum, sem hafa raunar hrjáð hann í tvö ár. Sport 8.12.2005 15:05
Tapið hefur ekki áhrif Glazer-feðgar, sem eiga Manchester United, segja að áfallið þegar liðið féll úr keppni í Meistaradeildinni í gær hafi ekki áhrif á langtímamarkmið þeirra í rekstri liðsins, þrátt fyrir að þeir séu vissulega vonsviknir að hafa ekki komist áfram. Sport 8.12.2005 14:52
Jafnt hjá Chelsea og Liverpool Chelsea og Liverpool gerðu markalaust jafntefli í tíðindalausum og hörðum leik á Stamford Bridge í kvöld og því hélt Liverpool toppsætinu í riðlinum. Rangers náðu að tryggja sér áframhaldandi þáttöku með jafntefli við Inter, en það nægði Skotunum eftir að Artmedia og Porto skyldu jöfn í leik sem hefði aldrei átt að fara fram, svo skelfilegar voru vallaraðstæður. Sport 6.12.2005 22:07
Liðsskipan liggur fyrir Nú hafa öll liðin í formúlu 1 kynnt hvaða ökumenn verða í bílstjórasætunum á næsta keppnistímabili, því í dag tilkynnti lið Red Bull að Christian Klien yrði ökumaður þeirra og nýja liðið, Scuderia Toro Rosso verður með ökumennina Vitantonio Liuzzi og Scott Speed. Sport 6.12.2005 19:42
Kelly Holmes leggur skóna á hilluna Breska frjálsíþróttakonan Kelly Holmes, sem vann til gullverðlauna í 800 og 1500 metra hlaupi á síðustu Ólympíuleikum, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna með skyndilegum hætti. Holmes sagðist ekki hafa nauðsynlegan vilja til að halda áfram og ákvað því að hætta, auk þess sem hún varð fyrir áfalli í einkalífinu á dögunum þegar maður sem hún hafði nýlega kynnst lést skyndilega. Sport 6.12.2005 19:32
Chelsea - Liverpool í beinni á Sýn Lokaumferðin í fjórum riðlum Meistaradeildarinnar fer fram í kvöld, þar sem leikur Chelsea og Liverpool er stóra viðureign kvöldsins. Leikur Schalke og AC Milan verður í beinni á Sýn Extra, en auk þess eru á dagskrá leikir PSV-Fenerbahce, Lyon-Rosenborg, Olimpiakos-Real Madrid, Betis-Anderlecht, Rangers-Inter og Artmedia-Porto. Bein útsending hefst kl. 19:30 á Sýn. Sport 6.12.2005 19:23
Spilar með varaliði Reading í kvöld Íslenski landsliðsmaðurinn Brynjar Björn Gunnarsson spilar með varaliði Reading í kvöld, en hann spilaði ekki leik í nóvember vegna nárameiðsla. Brynjar lék 45 mínútur með varaliðinu í síðustu viku og mun væntanleika spila eitthvað meira í kvöld. Sport 6.12.2005 19:15
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent