Verður ekki meira með á tímabilinu

Hollenski miðjumaðurinn Boundewijn Zenden mun að öllum líkindum ekki spila meira með Liverpool á leiktíðinni, eftir að í ljós kom að hann þarf að gangast undir aðgerð vegna meiðsla á hné. Zenden meiddist í leik gegn Betis í Meistaradeildinni og nú er ljóst að hinn 29 ára gamli leikmaður þarf að fara til Bandaríkjanna í aðgerð.