Erlendar Ólympíuverðlaunahafi framdi sjálfsmorð Jeret „Speedy“ Peterson, sem vann til silfurverðlauna á vetrarólympíuleikunum í Vancouver á síðasta ári, fannst látinn í gær nærri Salt Lake City í Bandaríkjunum. Talið er að Peterson hafi framið sjálfsmorð en hann var 29 ára gamall. Talsmaður lögreglunnar í Salt Lake City segir að Peterson hafi sjálfur hringt í neyðarlínuna og hann hafi notað skotvopn til þess að taka líf sitt. Sport 27.7.2011 10:45 Phelps: Ég er búinn að vera latur Bandaríska sundgoðsögnin Michael Phelps viðurkennir að hann sé búinn að vera latur undanfarið ár en ætlar að mæta í fínu formi á HM í Shanghai sem fer að hefjast. Sport 23.7.2011 12:22 Fara í mál við NFL-deildina 75 fyrrverandi leikmenn í NFL-deildinni hafa ákveðið að fara í mál þar sem þeir segja að forráðamenn deildarinnar hafi viljandi haldið því leyndu í 90 ár hversu hættulegt sé að fá heilahristing. Sport 20.7.2011 10:10 Usain Bolt: Ég hef verið latur Usain Bolt, heimsmethafinn í 100 og 200 m. hlaupi karla, segir í viðtali við breska dagblaðið Daly Mail að hann hafi verið latur á undanförnum mánuðum. Bolt, sem er frá Jamaíku, hefur snúið við blaðinu að eigin sögn og hann hefur ekki smakkað djúpsteikta kjúklingavængi eða Guinnes bjór í nokkra mánuði. Bolt ætlar sér að vinna heimsmeistaratitlana í 100 og 200 m. hlaupi en keppinautar hans hafa sýnt góða takta á undanförnum mánuðum og yfirburðir hans virðast ekki eins miklir og áður. Sport 17.7.2011 12:08 Djokovic tapaði sínum fyrsta leik eftir sigurinn á Wimbledon Serbinn Novak Djokovic spilaði í gær sinn fyrsta tennisleik síðan hann hafði sigur í einliðsleik karla á Wimbledon fyrir viku. Tapið kom í Davis Cup viðureign Serba gegn Svíum í Halmstad í gær. Sport 9.7.2011 23:11 Powell segist vera fljótari en Bolt Spretthlauparinn Asafa Powell segir 99% líkur á því að hann vinni gull í 100 metra hlaupi á HM í frjálsum í næsta mánuði og á Ólympíuleikunum í London. Sport 9.7.2011 14:47 Bolt fyrstur í mark þrátt fyrir flensu Usain Bolt kom fyrstur í mark í 200 metra hlaupi á móti í París í gærkvöldi. Mótið er hluti af Demantamótaröðinni í frjálsum íþróttum. Hann hljóp á 20.03 sekúndum og hafði betur gegn heimamanninum Chistophe Lemaitre sem varð annar. Sport 9.7.2011 13:17 Ragna úr leik í Rússlandi Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir er úr leik á Russian White Nights mótinu í morgun. Ragna mætti Mariu Kristinu Yulianti, bronsverðlaunahafanum frá Ólympíuleikunum í Peking 2008, í 8-liða úrslitum mótsins en beið lægri hlut 17-21 og 16-21. Sport 9.7.2011 13:00 Myllylä handtekinn þremur dögum áður en hann lést Finnski skíðagömgukappinn Mika Myllylä var handtekinn fyrir að hleypa af byssu sinni á heimili sínu þremur dögum áður en hann fannst látinn á sama stað. Sport 9.7.2011 11:55 Jón Margeir bætti tvö Íslandsmet Jón Margeir Sverrisson bætti Íslandsmetið í 100 metra bringustundi á Evrópumóti fatlaðra í sundi í Berlín. Jón Margeir keppir í flokki S14, þroskahamlaðra og var hársbreidd frá því að ná í bronsverðlaun. Sport 8.7.2011 21:39 Féll úr stúkunni og lést Skelfilegt atvik átti sér stað á heimaleik hafnaboltaliðsins Texas Rangers í gær. Maður, sem hafði farið á völlinn með ungum syni sínum, féll þá úr stúkunni og lést. Hann var þá að teygja sig eftir hafnabolta sem var á leið nálægt stúkunni. Sport 8.7.2011 10:03 Ricky Hatton leggur hanskana á hilluna Ricky Hatton, fyrrum tvöfaldur heimsmeistari í hnefaleikum hefur lagt hanskana á hilluna. Hatton hefur ekki barist síðan hann tapaði fyrir Manny Pacquiao í baráttu um heimsmeistaratitilinn í léttveltuvigt í Las Vegas árið 2009. Sport 7.7.2011 13:10 Læknir Tiger Woods játar sök í lyfjahneykslismáli Kanadíski læknirnir Anthony Galea hefur játað að hafa smyglað ólöglegum lyfjum til Bandaríkjanna. Galea sem starfar í Toronto í Kanada hefur haft íþróttamenn á borð við Tiger Woods og hafnarboltastjörnuna Alex Rodriguez á sínum snærum. Golf 7.7.2011 10:04 Vetrarólympíuleikarnir 2018 í Pyeongchang í Suður-Kóreu Alþjóða Ólympíunefndin tilkynnti fyrir stundu að vetrarólympíuleikarnir árið 2018 fari fram í Pyeongchang í Suður-Kóreu. Borgin hafði betur í baráttu við frönsku borgina Annecy og þýsku borgina München. Sport 6.7.2011 15:44 Mike Powell hvetur Usain Bolt til að stökkva fáránlega langt Mike Powell, heimsmethafi í langstökki karla, segir að Jamaíkumaðurinn Usain Bolt sem á heimsmetin í 100 og 200 metra spretthlaupum hafi alla burði til þess að bæta heimsmetið í langstökki. Powell telur að Bolt eigi að gera tilraunir í langstökkinu eftir Ólympíuleikana 2012. Sport 6.7.2011 12:45 Mika Myllylä fannst látinn á heimili sínu Mika Myllylä, sem á sínum tíma var einn fremsti skíðagöngumaður heims, er látinn. Finninn, sem var 41 árs gamall, fannst á heimili sínu í Karelby í dag en ekki er talið að rannsaka þurfi andlát hans sem morðmál. Sport 5.7.2011 16:24 Uppselt á 23 af alls 26 keppnisgreinum á ÓL í London Miðasalan fyrir Ólympíuleikana í London á næsta ári gengur framar vonum og er nánast uppselt á alla viðburðina. Alls hafa verið seldir 3,5 milljónir miða og aðeins er hægt að fá miða á þrjár greinar. Fótbolta, blak og grísk-rómverska glímu. Sport 4.7.2011 15:08 Djokovic fékk sér gras á Wimbledon Serbinn Novak Djokovic fagnaði sigri sínum í úrslitum Wimbledon á sérstakan hátt. Hann bragðaði á grasi vallarins. Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um málið og meðal annars haft samband við næringarfræðinga til þess að fá þeirra skoðun á málinu. Sport 4.7.2011 13:27 Djokovic efstur á heimslistanum - tímabundið segir Nadal Serbinn Novak Djokovic sem sigraði á Wimbledon-mótinu í tennis er kominn í efsta sæti heimslistans í fyrsta skipti. Hann segir sigurinn á Wimbledon besta dag ferilsins. Nadal segir Djokovic í fantaformi en að enginn geti spilað svo vel að eilífu. Sport 4.7.2011 09:39 Konur fá sinn eigin flokk í pylsukappátinu Breytingar hafa verið gerðar á hinni víðfrægu pylsuáts-keppni í New York sem fram fer á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, 4. júlí. Þá verður sér kvennaflokkur í kappátinu. Sport 3.7.2011 14:39 Djokovic lagði Nadal í úrslitum Wimbledon Serbinn Novak Djokovic varð í dag Wimbledon-meistari í tennis er hann lagði Rafael Nadal í fjórum settum, 6-4, 6-1, 1-6 og 6-3. Þetta er fyrsti sigur Djokovic á Wimbledon. Sport 3.7.2011 15:44 Nike búið að fyrirgefa Vick Íþróttavöruframleiðandinn Nike hefur gert samning við leikstjórnanda Philadelphia Eagles, Michael Vick, fjórum árum eftir að fyrirtækið rak Vick vegna vandræða utan vallar. Sport 2.7.2011 14:06 Kvitova lagði Sharapovu í úrslitum á Wimbledon Tékkneska stúlkan Petra Kvitova varð í dag Wimbledon-meistari í tennis er hún bar sigurorð af Mariu Sharapovu í úrslitum. Þetta var fyrsti sigur Kvitovu á risamóti. Sport 2.7.2011 15:53 Nadal og Djokovic mætast í úrslitum Wimbledon Spánverjinn Rafael Nadal sigraði Skotann Andy Murray í undanúrslitum Wimbledon-mótsins í tennis í dag. Nadal sem á titil að verja mætir Serbanum Novak Djokovic í úrslitaleik á sunnudag. Sport 1.7.2011 19:15 Djokovic kominn í úrslit á Wimbledon Serbinn Novak Djokovic er kominn í úrslitaleik í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis. Djokovic lagði Frakkann Jo-Wilfried Tsonga í fjórum settum 7-6, 6-2, 6-7 og 6-3. Síðar í dag kemur í ljós hver mótherji hans í úrslitum verður þegar Andy Murray og Rafael Nadal mætast. Sport 1.7.2011 15:34 Sharapova og Kvitova mætast í úrslitum á Wimbledon Það verða þær Maria Sharapova og Petra Kvitova sem mætast í úrslitum í einliðaleik kvenna á Wimbledon-mótinu í tennis. Þær lögðu andstæðinga sína í undanúrslitum mótsins í dag. Sport 30.6.2011 15:59 Capello hvetur Haye til dáða gegn Klitschko Breski hnefaleikakappinn David Haye og Rússinn Wladimir Klitschko mætast í stórum bardaga í Hamborg á laugardaginn og er mikil eftirvænting í loftinu. Haye, sem hefur WBA-titil að verja, hefur fengið stuðning úr ýmsum áttum og þar á meðal frá Fabio Capello þjálfara enska landsliðsins í fótbolta. Capello var reyndar ekkert að flækja hlutina í myndbandi sem birt var á Youtube og þar segir Ítalinn: "David, gangi þér vel, þú ert bestur.“ Sport 30.6.2011 11:48 Murray og Nadal í undanúrslit á Wimbledon Skotinn Andy Murray og Spánverjinn Rafael Nadal mætast í undanúrslitum á Wimbledon-mótinu í tennis á föstudag. Báðir unnu góða sigra á andstæðingum sínum í fjórðungsúrslitum mótsins í dag. Sport 29.6.2011 18:16 Federer úr leik á Wimbledon Roger Federer, sexfaldur Wimbledon-meistari í tennis, er úr leik á mótinu í ár eftir að hafa tapað fyrir Jo-Wilfried Tsonga í fjórðungsúrslitum í dag. Sport 29.6.2011 15:42 Haye búinn að reita Klitschko til reiði Breski hnefaleikakappinn David Haye hefur nánast gert það að lífsstíl að urða yfir Klitschko-bræðurna. Hann hélt áfram og niðurlægði Wladimir Klitschko á blaðamannafundi þeirra fyrir bardagann sem fer fram á laugardag. Sport 28.6.2011 12:26 « ‹ 16 17 18 19 20 21 22 23 24 … 264 ›
Ólympíuverðlaunahafi framdi sjálfsmorð Jeret „Speedy“ Peterson, sem vann til silfurverðlauna á vetrarólympíuleikunum í Vancouver á síðasta ári, fannst látinn í gær nærri Salt Lake City í Bandaríkjunum. Talið er að Peterson hafi framið sjálfsmorð en hann var 29 ára gamall. Talsmaður lögreglunnar í Salt Lake City segir að Peterson hafi sjálfur hringt í neyðarlínuna og hann hafi notað skotvopn til þess að taka líf sitt. Sport 27.7.2011 10:45
Phelps: Ég er búinn að vera latur Bandaríska sundgoðsögnin Michael Phelps viðurkennir að hann sé búinn að vera latur undanfarið ár en ætlar að mæta í fínu formi á HM í Shanghai sem fer að hefjast. Sport 23.7.2011 12:22
Fara í mál við NFL-deildina 75 fyrrverandi leikmenn í NFL-deildinni hafa ákveðið að fara í mál þar sem þeir segja að forráðamenn deildarinnar hafi viljandi haldið því leyndu í 90 ár hversu hættulegt sé að fá heilahristing. Sport 20.7.2011 10:10
Usain Bolt: Ég hef verið latur Usain Bolt, heimsmethafinn í 100 og 200 m. hlaupi karla, segir í viðtali við breska dagblaðið Daly Mail að hann hafi verið latur á undanförnum mánuðum. Bolt, sem er frá Jamaíku, hefur snúið við blaðinu að eigin sögn og hann hefur ekki smakkað djúpsteikta kjúklingavængi eða Guinnes bjór í nokkra mánuði. Bolt ætlar sér að vinna heimsmeistaratitlana í 100 og 200 m. hlaupi en keppinautar hans hafa sýnt góða takta á undanförnum mánuðum og yfirburðir hans virðast ekki eins miklir og áður. Sport 17.7.2011 12:08
Djokovic tapaði sínum fyrsta leik eftir sigurinn á Wimbledon Serbinn Novak Djokovic spilaði í gær sinn fyrsta tennisleik síðan hann hafði sigur í einliðsleik karla á Wimbledon fyrir viku. Tapið kom í Davis Cup viðureign Serba gegn Svíum í Halmstad í gær. Sport 9.7.2011 23:11
Powell segist vera fljótari en Bolt Spretthlauparinn Asafa Powell segir 99% líkur á því að hann vinni gull í 100 metra hlaupi á HM í frjálsum í næsta mánuði og á Ólympíuleikunum í London. Sport 9.7.2011 14:47
Bolt fyrstur í mark þrátt fyrir flensu Usain Bolt kom fyrstur í mark í 200 metra hlaupi á móti í París í gærkvöldi. Mótið er hluti af Demantamótaröðinni í frjálsum íþróttum. Hann hljóp á 20.03 sekúndum og hafði betur gegn heimamanninum Chistophe Lemaitre sem varð annar. Sport 9.7.2011 13:17
Ragna úr leik í Rússlandi Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir er úr leik á Russian White Nights mótinu í morgun. Ragna mætti Mariu Kristinu Yulianti, bronsverðlaunahafanum frá Ólympíuleikunum í Peking 2008, í 8-liða úrslitum mótsins en beið lægri hlut 17-21 og 16-21. Sport 9.7.2011 13:00
Myllylä handtekinn þremur dögum áður en hann lést Finnski skíðagömgukappinn Mika Myllylä var handtekinn fyrir að hleypa af byssu sinni á heimili sínu þremur dögum áður en hann fannst látinn á sama stað. Sport 9.7.2011 11:55
Jón Margeir bætti tvö Íslandsmet Jón Margeir Sverrisson bætti Íslandsmetið í 100 metra bringustundi á Evrópumóti fatlaðra í sundi í Berlín. Jón Margeir keppir í flokki S14, þroskahamlaðra og var hársbreidd frá því að ná í bronsverðlaun. Sport 8.7.2011 21:39
Féll úr stúkunni og lést Skelfilegt atvik átti sér stað á heimaleik hafnaboltaliðsins Texas Rangers í gær. Maður, sem hafði farið á völlinn með ungum syni sínum, féll þá úr stúkunni og lést. Hann var þá að teygja sig eftir hafnabolta sem var á leið nálægt stúkunni. Sport 8.7.2011 10:03
Ricky Hatton leggur hanskana á hilluna Ricky Hatton, fyrrum tvöfaldur heimsmeistari í hnefaleikum hefur lagt hanskana á hilluna. Hatton hefur ekki barist síðan hann tapaði fyrir Manny Pacquiao í baráttu um heimsmeistaratitilinn í léttveltuvigt í Las Vegas árið 2009. Sport 7.7.2011 13:10
Læknir Tiger Woods játar sök í lyfjahneykslismáli Kanadíski læknirnir Anthony Galea hefur játað að hafa smyglað ólöglegum lyfjum til Bandaríkjanna. Galea sem starfar í Toronto í Kanada hefur haft íþróttamenn á borð við Tiger Woods og hafnarboltastjörnuna Alex Rodriguez á sínum snærum. Golf 7.7.2011 10:04
Vetrarólympíuleikarnir 2018 í Pyeongchang í Suður-Kóreu Alþjóða Ólympíunefndin tilkynnti fyrir stundu að vetrarólympíuleikarnir árið 2018 fari fram í Pyeongchang í Suður-Kóreu. Borgin hafði betur í baráttu við frönsku borgina Annecy og þýsku borgina München. Sport 6.7.2011 15:44
Mike Powell hvetur Usain Bolt til að stökkva fáránlega langt Mike Powell, heimsmethafi í langstökki karla, segir að Jamaíkumaðurinn Usain Bolt sem á heimsmetin í 100 og 200 metra spretthlaupum hafi alla burði til þess að bæta heimsmetið í langstökki. Powell telur að Bolt eigi að gera tilraunir í langstökkinu eftir Ólympíuleikana 2012. Sport 6.7.2011 12:45
Mika Myllylä fannst látinn á heimili sínu Mika Myllylä, sem á sínum tíma var einn fremsti skíðagöngumaður heims, er látinn. Finninn, sem var 41 árs gamall, fannst á heimili sínu í Karelby í dag en ekki er talið að rannsaka þurfi andlát hans sem morðmál. Sport 5.7.2011 16:24
Uppselt á 23 af alls 26 keppnisgreinum á ÓL í London Miðasalan fyrir Ólympíuleikana í London á næsta ári gengur framar vonum og er nánast uppselt á alla viðburðina. Alls hafa verið seldir 3,5 milljónir miða og aðeins er hægt að fá miða á þrjár greinar. Fótbolta, blak og grísk-rómverska glímu. Sport 4.7.2011 15:08
Djokovic fékk sér gras á Wimbledon Serbinn Novak Djokovic fagnaði sigri sínum í úrslitum Wimbledon á sérstakan hátt. Hann bragðaði á grasi vallarins. Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um málið og meðal annars haft samband við næringarfræðinga til þess að fá þeirra skoðun á málinu. Sport 4.7.2011 13:27
Djokovic efstur á heimslistanum - tímabundið segir Nadal Serbinn Novak Djokovic sem sigraði á Wimbledon-mótinu í tennis er kominn í efsta sæti heimslistans í fyrsta skipti. Hann segir sigurinn á Wimbledon besta dag ferilsins. Nadal segir Djokovic í fantaformi en að enginn geti spilað svo vel að eilífu. Sport 4.7.2011 09:39
Konur fá sinn eigin flokk í pylsukappátinu Breytingar hafa verið gerðar á hinni víðfrægu pylsuáts-keppni í New York sem fram fer á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, 4. júlí. Þá verður sér kvennaflokkur í kappátinu. Sport 3.7.2011 14:39
Djokovic lagði Nadal í úrslitum Wimbledon Serbinn Novak Djokovic varð í dag Wimbledon-meistari í tennis er hann lagði Rafael Nadal í fjórum settum, 6-4, 6-1, 1-6 og 6-3. Þetta er fyrsti sigur Djokovic á Wimbledon. Sport 3.7.2011 15:44
Nike búið að fyrirgefa Vick Íþróttavöruframleiðandinn Nike hefur gert samning við leikstjórnanda Philadelphia Eagles, Michael Vick, fjórum árum eftir að fyrirtækið rak Vick vegna vandræða utan vallar. Sport 2.7.2011 14:06
Kvitova lagði Sharapovu í úrslitum á Wimbledon Tékkneska stúlkan Petra Kvitova varð í dag Wimbledon-meistari í tennis er hún bar sigurorð af Mariu Sharapovu í úrslitum. Þetta var fyrsti sigur Kvitovu á risamóti. Sport 2.7.2011 15:53
Nadal og Djokovic mætast í úrslitum Wimbledon Spánverjinn Rafael Nadal sigraði Skotann Andy Murray í undanúrslitum Wimbledon-mótsins í tennis í dag. Nadal sem á titil að verja mætir Serbanum Novak Djokovic í úrslitaleik á sunnudag. Sport 1.7.2011 19:15
Djokovic kominn í úrslit á Wimbledon Serbinn Novak Djokovic er kominn í úrslitaleik í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis. Djokovic lagði Frakkann Jo-Wilfried Tsonga í fjórum settum 7-6, 6-2, 6-7 og 6-3. Síðar í dag kemur í ljós hver mótherji hans í úrslitum verður þegar Andy Murray og Rafael Nadal mætast. Sport 1.7.2011 15:34
Sharapova og Kvitova mætast í úrslitum á Wimbledon Það verða þær Maria Sharapova og Petra Kvitova sem mætast í úrslitum í einliðaleik kvenna á Wimbledon-mótinu í tennis. Þær lögðu andstæðinga sína í undanúrslitum mótsins í dag. Sport 30.6.2011 15:59
Capello hvetur Haye til dáða gegn Klitschko Breski hnefaleikakappinn David Haye og Rússinn Wladimir Klitschko mætast í stórum bardaga í Hamborg á laugardaginn og er mikil eftirvænting í loftinu. Haye, sem hefur WBA-titil að verja, hefur fengið stuðning úr ýmsum áttum og þar á meðal frá Fabio Capello þjálfara enska landsliðsins í fótbolta. Capello var reyndar ekkert að flækja hlutina í myndbandi sem birt var á Youtube og þar segir Ítalinn: "David, gangi þér vel, þú ert bestur.“ Sport 30.6.2011 11:48
Murray og Nadal í undanúrslit á Wimbledon Skotinn Andy Murray og Spánverjinn Rafael Nadal mætast í undanúrslitum á Wimbledon-mótinu í tennis á föstudag. Báðir unnu góða sigra á andstæðingum sínum í fjórðungsúrslitum mótsins í dag. Sport 29.6.2011 18:16
Federer úr leik á Wimbledon Roger Federer, sexfaldur Wimbledon-meistari í tennis, er úr leik á mótinu í ár eftir að hafa tapað fyrir Jo-Wilfried Tsonga í fjórðungsúrslitum í dag. Sport 29.6.2011 15:42
Haye búinn að reita Klitschko til reiði Breski hnefaleikakappinn David Haye hefur nánast gert það að lífsstíl að urða yfir Klitschko-bræðurna. Hann hélt áfram og niðurlægði Wladimir Klitschko á blaðamannafundi þeirra fyrir bardagann sem fer fram á laugardag. Sport 28.6.2011 12:26
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent