Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir er úr leik á Russian White Nights mótinu í morgun. Ragna mætti Mariu Kristinu Yulianti, bronsverðlaunahafanum frá Ólympíuleikunum í Peking 2008, í 8-liða úrslitum mótsins en beið lægri hlut 17-21 og 16-21.
Ragna sem var röðuð áttunda í mótið hafði sigrað fyrstu tvo andstæðinga sína á mótinu. Fyrst fékk Laura Vana frá Eistlandi að kenna á Rögnu 21-19 og 21-13. Í næstu umferð var það hin úkraínska Maria Ulitina sem var slegin út, 21-11 og 21-15.
Ragna er í 73. sæti heimslistans í badminton.
Ragna úr leik í Rússlandi
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn


Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn




