Íþróttir

Fréttamynd

Renault meistari bílsmiða

Spánverjinn Fernando Alonso á Renault sem á dögunum tryggði sér heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu 1 kappaksktrinum, gulltryggði Renault, heimsmeistaratitil bílsmiða eftir auðveldan sigur í Shanghai-kappakstrinum í morgun. Renault hampaði titli bílsmiða með 191 stigi en McLaren varð í 2. sæti bílsmiða í ár með 182 stig.

Sport
Fréttamynd

Lyfti mestu þyngd sögunnar

Heljarmennið Benedikt "Tarfur" Magnússon er nú í óðaönn að undirbúa sig undir Evrópumeistaramótið í kraftlyftingum í Finnlandi í næsta mánuði og í dag hitaði hann upp með því að lyfta 426 kílóum í réttstöðulyftu á æfingu, en það er mesta þyngd sem lyft hefur verið í sögunni svo vitað sé.

Sport
Fréttamynd

McLaren fljótastir á æfingum

Ökumenn McLaren höfðu mikla yfirburði á æfingum fyrir Kínakappaksturinn í Formúlu 1 í morgun, en það var æfingaökumaður þeirra Pedro de la Rosa sem náði besta tímanum. Ökumenn McLaren áttu þrjá af fimm bestu tímunum á æfingunum, en Ricardo Zonta hjá Toyota átti næst besta tímann og Fernando Alonso varð fjórði.

Sport
Fréttamynd

Samningur ekki endurnýjaður

Stjórn KSÍ hefur ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við þá Loga Ólafsson og Ásgeir Sigurvinsson um þjálfun A-landsliðs karla í knattspyrnu. Þess í stað hefur stjórn KSÍ falið formanni sambandsins að ræða við Eyjólf Sverrisson um að taka við starfinu.

Innlent
Fréttamynd

Raikkönen stal sigrinum í Japan

Kimi Raikkönen stal senunni á Suzuka brautinni í Japan í nótt þegar hann tryggði sér sigur með því að skjótast fram úr Giancarlo Fisichella á síðasta hringnum, en Raikkönen ræsti aðeins í sautjánda sæti á ráslínu. Renault náði þó að komast upp fyrir McLaren í stigakeppni bílasmiða, eftir að Juan Pablo Montoya féll úr keppni á fyrsta hring.

Sport
Fréttamynd

Pudzianowski sterkasti maður heims

Pólska tröllið Mariusz Pudzianowski tryggði sér í nótt titilinn Sterkasti maður heims í Chengdu í Kína. Í öðru sæti hafnaði Jessie Marunde og Dominic Filiou varð þriðji. Mikil stemming var fyrir keppninni í Kína, þar sem milljónir fylgdust með í sjónvarpi. Pudzianowski hlaut samanlagt um 140.000 dollara í verðlaun fyrir sigurinn.

Sport
Fréttamynd

Frakkland sigraði í A1 í dag

Frakkar höfðu tvöfaldan sigur í A1 kappakstrinum á Lausitzring í Þýskalandi í dag, þar sem Nicolas Lapierre vann bæði hraðakeppnina og kappaksturinn. Robbie Kerr frá Bretlandi varð annar í keppninni í dag.

Sport
Fréttamynd

Ralf á ráspól í Japan

Þýski ökuþórinn Ralf Schumacher hjá Toyota verður á ráspól á Suzuka brautinni í Japan á morgun, eftir að hann náði bestum tíma allra í regnvotri tímatökunni í nótt. Annar varð Jenson Button og Giancarlo Fisichella átti þriðja besta tímann.

Sport
Fréttamynd

Bóndinn heimsmeistari öldunga

Jón "Bóndi" Gunnarsson varð í dag heimsmeistari öldunga í kraftlyftingum, en mótið fór fram í Suður-Afríku. Jón keppti í 90 kg flokki og lyfti 302,5 kg í hnébeygju, 200 kg í bekkpressu og 295 kg í réttstöðulyftu. Samanlagður árangur hans var því 797,5 kg.

Sport
Fréttamynd

Enn hrynur vél hjá Raikkönen

Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen þarf að sætta sig við að vera færður aftur um tíu sæti á ráslínu í Japanskappakstrinum um helgina, eftir að vélin í bíl hans gaf upp öndina á æfingu í dag. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kappinn lendir í vandræðum vegna vélarbilunar og má hann illa við því þar sem McLaren er í hörðum slag við Renault um titil bílasmiða.

Sport
Fréttamynd

Raikkönen slær ekki á orðróminn

Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen er sallarólegur yfir þeim háværa orðrómi að hann sé þegar búinn að undirrita viljayfirlýsingu um að ganga til liðs við Ferrari þegar samningur hans við McLaren rennur út og hefur ekki reynt að neita honum staðfastlega.

Sport
Fréttamynd

Gretzky tapaði fyrsta leiknum

Hokkígoðsögnin Wayne Gretzky tapaði fyrsta leik sínum sem þjálfari í NFL deildinni í íshokkí í gærkvöld, þegar lið hans Phoenix Coyotes lá 3-2 fyrir Vancouver Canucks. Þetta var fyrsta umferðin í NFL deildinni á þessu tímabili, eftir að síðasta tímabil fór í hundana vegna harðvítugra kjaradeilna og verkfalls.

Sport
Fréttamynd

Honda íhugar að vera með tvö lið

Forráðamenn Honda íhuga nú að vera með tvö lið í Formúlu 1 á næsta keppnistímabili og því gæti svo farið að liðin yrðu ellefu á næsta tímabili. Honda á í viðræðum við ónafngreinda aðila um að tefla fram öðru liði undir merkjum bílaframleiðandans, sem ætlar sér stóra hluti í framtíðinni.

Sport
Fréttamynd

Óvíst með Indriða

Óvíst er hvort Indriði Sigurðsson geti spilað með íslenska landsliðinu í knattspyrnu gegn Pólverjum á morgun. Indriði æfði ekki með liðinu í morgun þar sem hann er með hálsbólgu. Leikurinn fer fram í Varsjá klukkan 15 á morgun og er sýndur beint á Sýn. 

Sport
Fréttamynd

Button ánægður með Honda

Ökuþórinn Jenson Button segir að kaup Honda-liðsins á BAR, gætu orðið til þess að gera sér kleift að verða heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1 og segir að liðið verði í fremstu röð á næsta ári.

Sport
Fréttamynd

Jóna æfir sig í frönsku

Það má með sanni segja að Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, sextán ára gömul stúlka frá Neskaupstað, hafi dottið í lukkupottinn þegar henni var boðið að skrifa undir samning hjá franska blakliðinu Racing Club de Cannes, en það er eitt sterkasta blaklið Evrópu. Jóna Guðlaug ákvað að slá til og skrifaði undir sjö ára langan samning.

Sport
Fréttamynd

Loeb tryggði sér titilinn

Franski ökuþórinn Sebastien Loeb hjá Citroen, tryggði sér heimsmeistaratitilinn í rallakstri annað árið í röð um helgina þegar hann hafnaði í öðru sæti í Japansrallinu, á eftir Marcus Grönholm. Stigin nægðu Loeb til að tryggja að enginn ökumaður getur náð honum að stigum í ár.

Sport
Fréttamynd

Jóna Guðlaug samdi við Cannes

Blaklandsliðskonan unga og efnilega, Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir úr Þrótti á Neskaupsstað, hefur gert sjö ára samning við stórliðið Racing Club de Cannes í Frakklandi.

Sport
Fréttamynd

Heimsmeistarar í U-17 ára

Mexíkóar lögðu Brasilíumenn með þremur mörkum gegn engu í úrslitaleik Heimsmeistaramóts pilta 17 ára og yngri í knattspyrnu í Perú í gærkvöld. Þetta er fyrsti heimsmeistaratitill Mexíkóa í knattspyrnu.

Sport
Fréttamynd

ÍSÍ úthlutar styrkjum

<font face="Times New Roman"> Framkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkti á fundi sínum í gær að úthluta fjórum milljónum króna til karlalandsliðsins í handknattleik vegna þátttöku í Evrópukeppninni í janúar á næsta ári. Auk þess fékk Fimleikasambandið 300 þúsund króna styrk vegna þátttöku Rúnars Alexanderssonar og Viktors Kristmannssonar á heimsmeistaramótinu í fimleikum í nóvember. </font>

Sport
Fréttamynd

Boris hálfu stigi frá úrslitunum

Kristinn Óskar Haraldsson "Boris", var afar óheppinn að komast ekki í úrslit í keppninni Sterkasti maður heims í Kína í nótt, en hann var aðeins hálfu stigi á eftir Rússanum sem komst áfram. Boris verður engu að síður varamaður í lokakeppninni, þar sem hann var með bestan árangur þeirra sem ekki komust beint inn í keppnina.

Sport
Fréttamynd

Loeb nálægt titlinum

Franski ökuþórinn Sebastien Loeb, sem ekur á Citroen, getur tryggt sér heimsmeistaratitilinn í rallakstri um helgina, þegar keppt verður á eyjunni Hokkaido í Japan. Hann er staðráðinn í að láta dauðaslysið í Wales á dögunum ekki hafa áhrif á sig, en viðurkennir að allir séu enn harmi slegnir eftir atburðinn.

Sport
Fréttamynd

Boris hársbreidd frá úrslitunum

Kristinn Óskar Haraldsson, eða Boris eins og hann er jafnan kallaður, er hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í úrslitum í keppninni Sterkasti maður heims sem fram fer í Chengdu í Kína um þessar mundir.

Sport
Fréttamynd

Savickas sigraði í Quebec

Keppnin <font face="Times New Roman" color="#000080" size="2">IFSA </font><font face="Times New Roman" size="2">sterkasti maður heims 2005. var haldinn í Quebec city í Quebec fylki í Kanada dagana 24 og 25 september síðastliðin. Til keppnina mættu 16 aflraunamenn sem höfðu unnið sér keppnisrétt á mótinu gegnum seríu af undankeppnum á árinu. </font>

Sport
Fréttamynd

Boris að slá í gegn í Kína

Kristinn Óskar Haraldsson "Boris" er að standa sig ágætlega í Chengdu í Kína um þessar mundir, þar sem hann stendur í ströngu í undankeppninni um titilinn Sterkasti maður heims. Boris hefur unnið hug og hjörtu heimamanna með glettni sinni og tilburðum, en mikill áhugi ku vera á kraftasportinu þarna austurfrá.

Sport
Fréttamynd

Forsetinn vill fleiri titla

Patrick Faure, forseti akstursíþróttasviðs Renault, vill að liðið bæti heimsmeistaratitli bílasmiða við titil ökumanna, sem Fernando Alonso tryggði sér um helgina.

Sport
Fréttamynd

Alonso í sjöunda himni

Nýkrýndur heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1, Spánverjinn Fernando Alonso, er í sjöunda himni eftir að hann tryggði sér titilinn í Brasilíu um helgina og stefnir á að vinna fleiri titla á næstu árum, enda aðeins 24 ára gamall.

Sport
Fréttamynd

Brasilía vann fyrstu A-1 keppnina

Nelson Piquet Jr., sem keppir fyrir hönd Brasilíu, fór með sigur af hólmi í fyrstu keppninni í A1-kappakstrinum sem fram fór við Brands Hatch í Bretlandi um helgina.

Sport
Fréttamynd

Alonso heimsmeistari

Spánverjinn Fernando Alonso hjá Renault varð nú áðan yngsti heimsmeistarinn í sögu Formúlu 1 þegar hann kom þriðji í mark í keppninni í Brasilíu. Það var Juan Pablo Montoya sem sigraði í keppninni í dag, en Alonso er engu að síður hetja dagsins og er vel að sigrinum kominn.

Sport
Fréttamynd

Vaxa og dafna undir góðri leiðsögn

VISA Europe styður þrjá íslenska skíðamenn til keppni á vetrarólympíuleikunum og íslensku krakkarnir, Dagný Linda Kristjánsdóttir, Kristján Uni Óskarsson og Elsa Guðrún Jónsdóttir, hittu aðra verðandi Ólympíufara sem og gamla Ólympíumeistara á Ítalíu í vikunni.

Sport