Sport

ÍSÍ úthlutar styrkjum

  Framkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkti á fundi sínum í gær að úthluta fjórum milljónum króna til karlalandsliðsins í handknattleik vegna þátttöku í Evrópukeppninni í janúar á næsta ári. Auk þess fékk Fimleikasambandið 300 þúsund króna styrk vegna þátttöku Rúnars Alexanderssonar og Viktors Kristmannssonar á heimsmeistaramótinu í fimleikum í nóvember. Frjálsíþróttasambandið fékk 300 þúsund króna styrk og Blaksambandið 500 þúsund krónur. Skíðasambandið fær 300 þúsund króna styrk fyrir hvern þann skíðamann sem nær lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Tórínó. Þegar hafa fjóri skíðamenn náð lágmarki en reiknað er með því að tveir til víðbótar geti bæst í þann hóp.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×