Íþróttir Luke Young fer fram á sölu Varnarmaðurinn Luke Young hefur farið fram á að verða settur á sölulista hjá Lundúnaliði Charlton. Þó nýráðinn knattspyrnustjóri liðsins, Ian Dowie, hafi verið duglegur að taka til í herbúðum liðsins að undanförnu er ekki talið að hann vilji missa enska landsliðsmanninn - sem nú er orðaður sterkt við grannaliðið West Ham. Sport 2.6.2006 16:40 Neitar alfarið að ræða Manchester United Hollenski framherjinn Ruud van Nistelrooy vill ekkert tjá sig um framtíð sína hjá Manchester United, en hann er sem stendur með hollenska landsliðinu sem leggur lokahönd á undirbúning sinn fyrir HM. Nistelrooy sagði í samtali við Sky-sjónvarpsstöðina að hann hugsaði aðeins um landsliðið núna, en benti á að átök hans við knattspyrnustjórann Alex Ferguson heyrðu nú sögunni til og tími væri kominn til að horfa fram á við. Sport 2.6.2006 16:36 Rooney á ágætum batavegi Wayne Rooney er að sögn Sven-Göran Eriksson landsliðsþjálfara á ágætum batavegi og er byrjaður að æfa lítillega með enska landsliðinu. Ekki kemur í ljós fyrr en eftir viku hvort hann verður klár á HM, en Eriksson er ánægður með formið á honum. Þá gaf landsliðsþjálfarinn það upp í dag að Jermain Defoe hjá Tottenham væri líklegastur til að taka stöðu Rooney í liðinu ef allt fer á versta veg. Sport 2.6.2006 15:58 Benitez framlengir við Liverpool Knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hefur skrifaðu undir nýjan fjögurra ára samning við bikarmeistara Liverpool og stýrir liðinu til ársins 2010. Benitez hefur náð fínum árangri með liðið síðan hann tók við og er þegar búinn að krækja í enska bikarinn og vinna meistaradeildina, svo ljóst er að næst á dagskrá verður að vinna ensku úrvalsdeildina. Sport 2.6.2006 15:00 Tveir grannaslagir í 4. umferð Í dag var dregið í 4. umferð Visa-bikarsins í knattspyrnu, en sigurvegarar þar fara í 16-liða úrslitin og mæta úrvalsdeildarliðunum. Breiðholtsliðin og erkifjendurnir ÍR og Leiknir drógust saman, silfurliðið frá í fyrra, Fram, sækir Hauka heim, Þróttur R mætir HK, Afturelding mætir Njarðvík, Akureyrarliðin KA og Þór etja kappi og loks mætast liðin að austan Sindri frá Höfn í Hornafirði og Fjarðabyggð. Sport 2.6.2006 14:55 Guðmundur aðstoðar Alfreð Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fram og fyrrum landsliðsþjálfari, var í dag ráðinn aðstoðarþjálfari Alfreðs Gíslasonar hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta og mun hann gegna starfinu fram yfir umspilsleikina mikilvægu við Svía í nú í júní. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í dag. Sport 2.6.2006 14:45 Eiður Smári í Kuwait Flestir Íslendingar bíða nú spenntir eftir því að vita hver næsti áfangastaður knattspyrnuhetjunnar Eiðs Smára Guðjohnsen verður en búist er við að tilkynnt verði um vistaskipti hans frá Chelsea á allra næstu dögum. Athygli vekja tvær fréttagreinar um Eið Smára á fréttavefnum Vitalfootball en þar segir m.a. að Eiður Smári hafi hafnað boði sjónvarpsstöðvar á Íslandi um að lýsa leikjum á HM. Sport 2.6.2006 00:43 Nowitzki skoraði 50 stig Þjóðverjinn Dirk Nowitzki bætti fyrir slaka frammistöðu sína í síðasta leik og sallaði 50 stigum á Phoenix í nótt þegar lið hans Dallas vann fimmta leik liðanna í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar 117-101 og tók þar með 3-2 forystu. Sport 2.6.2006 05:57 Spilar knattspyrnu með Þór í sumar Heiðmar Felixson er ekkert á því að taka sér sumarfrí frá atvinnumennskunni í handboltanum en hann leikur með þýska liðinu Hannover-Burgdorf. Heiðmar er kominn hingað til lands og auk þess að starfa í lögreglunni á Dalvík spilar hann knattspyrnu með Þór í 1. deildinni í sumar. Sport 1.6.2006 21:30 Hart tekist á í Vetrargarðinum Aflaunasambandið IFSA-Ísland stendur um helgina fyrir keppninni IFSA sterkasti maður Íslands og fer hún fram í Vetrargarðinum í Smáralind. Á meðal keppenda verða Benedikt "Tarfur" Magnússon, Stefán Sölvi Pétursson, Georg Ögmundsson, Guðmundur Otri Sigurðsson, Sigfús Fossdal og Jón Valgeir Williams. Sport 1.6.2006 21:07 Corrales og Castillo berjast til þrautar Óhætt er að minna alla áhugamenn um hnefaleika á að fá sér sæti og stilla á Sýn Extra klukkan eitt á laugardagskvöldið, því þá mætast þeir Luis Castillo og Diego Corrales í þriðja sinn í hringnum og herlegheitin verða í beinni útsendingu. Fyrsti bardagi þeirra félaga í fyrravor var einhver ótrúlegasti bardagi síðari ára. Sport 1.6.2006 20:43 Naumur sigur á Andorra Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri lagði Andorra 2-0 á Skipaskaga í kvöld og er því komið í milliriðil fyrir Evrópumótið í sumar. Þar leikur íslenska liðið við Ítali og Austurríkismenn. Það voru Emil Hallfreðsson og Rúrik Gíslason sem skoruðu mörk íslenska liðsins á síðustu mínútum leiksins í kvöld. Sport 1.6.2006 20:21 Dallas - Phoenix í beinni á Sýn Fimmti leikur Dallas Mavericks og Phoenix Suns verður sýndur í beinni útsendingu í Sýn klukkan 0:30 í nótt. Staðan er 2-2 í einvígi liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar og leikur kvöldsins fer fram í Dallas. Sport 1.6.2006 19:32 Markalaust á Skaganum í hálfleik Staðan í leik Íslands og Andorra í umspilsleik þjóðanna um sæti í lokakeppni EM er 0-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks á Akranesi. Fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli, en íslenska liðinu hefur enn ekki tekist að brjóta ísinn í kvöld þrátt fyrir talsverða yfirburði. Sport 1.6.2006 19:17 Lyon hefur áhuga á Cisse Jean-Michel Aulas, stjórnarformaður frönsku meistaranna í Lyon, útilokar ekki að félagið muni reyna að fá til sín franska framherjann Djibril Cisse frá Liverpool. Cisse er ósáttur í herbúðum Liverpool og hefur óskað eftir því að fá að ganga til liðs við Gerard Houllier og félaga í Lyon, jafnvel þó hann þurfi að taka á sig launalækkun. Það var einmitt Houllier sem fékk Cisse til Liverpool á sínum tíma þegar hann var knattspyrnustjóri í Bítlaborginni. Sport 1.6.2006 17:28 Ribery er ekki til sölu Franska liðið Marseille hefur sent liðum sem eru á höttunum eftir kantmanninum Franck Ribery skýr skilaboð og segja að ekki komi til greina að selja hann. Frönsku meistararnir í Lyon hafa verið hrifnir af leikmanninum og sömu sögu er að segja af Manchester United en Pape Diouf, stjórnarformaður Marseille segir að hann verði ekki seldur fyrr en í fyrsta lagi eftir eitt ár. Sport 1.6.2006 17:22 Arsenal borið þungum sökum Alþjóða knattspyrnusambandið hefur nú hafið opinbera rannsókn eftir að enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal var sakað um að hafa dælt peningum í smálið í Belgíu með það fyrir augum að láta það ala upp fyrir sig afríska leikmenn. Ef Arsenal verður fundið sekt um peningaþvott af þessu tagi má reikna með að félaginu yrði jafnvel vísað úr meistaradeildinni á næstu leiktíð. Sport 1.6.2006 16:49 Líður eins og dauðadæmdum manni Larry Brown, þjálfari New York Knicks í NBA, á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Hann stýrir nú æfingabúðum liðsins í borginni og undirbýr það fyrir næsta tímabil, en þegar hann hitti blaðamenn að máli í byrjun vikunnar var ekki gott hljóð í honum. Sport 1.6.2006 15:40 Rossi framlengir við Yamaha Mótorhjólagoðsögnin Valentino Rossi hefur framlengt samning sinn við Yamaha-lið sitt um eitt ár og tekur þar með af allan vafa um framtíð sína á kappakstursbrautinni. Rossi hefur lengi verið orðaður við Ferrari-liðið í Formúlu 1, en nú er ljóst að hinn 27 ára, sjöfaldi heimsmeistari verður áfram á mótorhjóli. Sport 1.6.2006 15:29 Hilario að lenda hjá Chelsea Portúgalski markvörðurinn Hilario á nú aðeins eftir að gangast undir læknisskoðun áður en hann skrifar undir tveggja ára samning við Chelsea. Hilario spilaði áður undir stjórn Jose Mourinho hjá Porto, en þessi þrítugi leikmaður á að verða varamarkvörður þeirra Petr Cech og Carlo Cudicini. Sport 1.6.2006 15:23 Everton að landa Lescott Enska úrvalsdeildarfélagið Everton hefur fengið kauptilboð sitt í miðvörðinn unga Joelon Lescott hjá Wolves samþykkt og að öllu óbreyttu gengur hann til liðs við þá bláu fljótlega. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp, en hinn 23 ára gamli leikmaður hefur verið metinn á um 5,5 milljónir punda. Sport 1.6.2006 14:33 Fortune í viðræðum við Celtic Suður-Afríkumaðurinn Quinton Fortune er nú staddur í Glasgow þar sem hann er í viðræðum við meistara Celtic. Fortune var á dögunum látinn fara frá Manchester United, en þessi 29 ára gamli miðjumaður hefur átt við þrálát meiðsli að stríða að undanförnu. Fortune segist hafa verið nokkuð hrifinn eftir heimsóknina, þar sem hann hitti meðal annars fyrir gamla félaga sinn hjá United, Roy Keane. Sport 1.6.2006 14:27 Boateng semur við Boro Hollenski miðjumaðurinn George Boateng hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Middlesbrough og verður því samningsbundinn liðinu til ársins 2009. Boateng er þrítugur og hefði orðið samningslaus í næsta mánuði. Sport 1.6.2006 14:09 Detroit tórir enn Leikmenn Detroit Pistons hafa ekki sagt sitt síðasta í einvígi sínu við Miami Heat en í nótt vann liðið 91-78 heimasigur í fimmtu viðureign liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar og forðaði sér þar með frá því að fara snemma í sumarfrí. Sport 1.6.2006 05:04 Við þorum ekki að lofa neinu Yfirmenn á Wembley þora ekki að lofa því að nýji leikvangurinn verði orðinn fullbúinn fyrir úrslitaleik FA bikarsins í Englandi 2007. Upphaflega átti að vera hægt að leika á vellinum þegar úrslitaleikur keppninnar milli West Ham og Liverpool fór fram fyrir stuttu síðan. Sport 31.5.2006 19:55 Shevchenko formlega genginn í raðir Chelsea Úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko gekk í kvöld í raðir Englandsmeistara Chelsea. Hann stóðst læknisskoðun í dag og er búinn að skrifa undir fjögurra ára samning við félagið. Kaupverðið er sagt vera í kring um 30 milljónir punda sem þýðir að hann er annar tveggja dýrustu leikmanna í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Sport 31.5.2006 21:22 Mourinho viðurkennir áhuga sinn á Carlos Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, viðurkenndi í samtali við portúgalska fjölmiðla í dag að hann hefði mikinn áhuga á að fá brasilíska bakvörðinn Roberto Carlos hjá Real Madrid til Chelsea. Carlos greindi frá því fyrir nokkru að Chelsea hefði boðið sér samning og lofaði að gera upp hug sinn fyrir HM, en nú eru aðeins 9 dagar þar til keppnin hefst. Sport 31.5.2006 21:12 Dowie lætur Perry og Bothroyd fara Nýráðinn knattspyrnustjóri Charlton er strax byrjaður að taka til í herbúðum liðsins og í dag leysti félagið þá Chris Perry og Jay Bothroyd undan samningi. Dowie og félagar hafa þó afráðið að bjóða hinum 25 ára gamla varnarmanni Jonathan Fortune nýjan þriggja ára samning. Sport 31.5.2006 19:54 Enn er allt í upplausn á Wembley Forráðamenn nýja Wembley-leikvangsins hafa enn ekki fengist til að gefa út yfirlýsingu og lofa því að völlurinn verði orðinn klár til afnota fyrir úrslitaleikinn í enska bikarnum á næsta ári, en eins og flestir vita var ekki unnt að spila úrslitaleikinn í ár á vellinum vegna seinagangs verktaka. Málið er því að verða hið neyðarlegasta fyrir aðstandendur verkefnisins. Sport 31.5.2006 19:10 Metfjöldi fylgdist með opinni æfingu Þjóðverja Það vantaði lítið upp á stemminguna í Dusseldorf í dag þegar þýska landsliðið hélt opna æfingu undir lokuðu þaki vallarins glæsilega þar í borg. Hvorki meira né minna en 42.000 áhorfendur mynduðu þar frábæra stemmingu og áttu leikmenn þýska liðsins vart orð yfir móttökunum sem þeir fengu. Sport 31.5.2006 18:32 « ‹ 201 202 203 204 205 206 207 208 209 … 334 ›
Luke Young fer fram á sölu Varnarmaðurinn Luke Young hefur farið fram á að verða settur á sölulista hjá Lundúnaliði Charlton. Þó nýráðinn knattspyrnustjóri liðsins, Ian Dowie, hafi verið duglegur að taka til í herbúðum liðsins að undanförnu er ekki talið að hann vilji missa enska landsliðsmanninn - sem nú er orðaður sterkt við grannaliðið West Ham. Sport 2.6.2006 16:40
Neitar alfarið að ræða Manchester United Hollenski framherjinn Ruud van Nistelrooy vill ekkert tjá sig um framtíð sína hjá Manchester United, en hann er sem stendur með hollenska landsliðinu sem leggur lokahönd á undirbúning sinn fyrir HM. Nistelrooy sagði í samtali við Sky-sjónvarpsstöðina að hann hugsaði aðeins um landsliðið núna, en benti á að átök hans við knattspyrnustjórann Alex Ferguson heyrðu nú sögunni til og tími væri kominn til að horfa fram á við. Sport 2.6.2006 16:36
Rooney á ágætum batavegi Wayne Rooney er að sögn Sven-Göran Eriksson landsliðsþjálfara á ágætum batavegi og er byrjaður að æfa lítillega með enska landsliðinu. Ekki kemur í ljós fyrr en eftir viku hvort hann verður klár á HM, en Eriksson er ánægður með formið á honum. Þá gaf landsliðsþjálfarinn það upp í dag að Jermain Defoe hjá Tottenham væri líklegastur til að taka stöðu Rooney í liðinu ef allt fer á versta veg. Sport 2.6.2006 15:58
Benitez framlengir við Liverpool Knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hefur skrifaðu undir nýjan fjögurra ára samning við bikarmeistara Liverpool og stýrir liðinu til ársins 2010. Benitez hefur náð fínum árangri með liðið síðan hann tók við og er þegar búinn að krækja í enska bikarinn og vinna meistaradeildina, svo ljóst er að næst á dagskrá verður að vinna ensku úrvalsdeildina. Sport 2.6.2006 15:00
Tveir grannaslagir í 4. umferð Í dag var dregið í 4. umferð Visa-bikarsins í knattspyrnu, en sigurvegarar þar fara í 16-liða úrslitin og mæta úrvalsdeildarliðunum. Breiðholtsliðin og erkifjendurnir ÍR og Leiknir drógust saman, silfurliðið frá í fyrra, Fram, sækir Hauka heim, Þróttur R mætir HK, Afturelding mætir Njarðvík, Akureyrarliðin KA og Þór etja kappi og loks mætast liðin að austan Sindri frá Höfn í Hornafirði og Fjarðabyggð. Sport 2.6.2006 14:55
Guðmundur aðstoðar Alfreð Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fram og fyrrum landsliðsþjálfari, var í dag ráðinn aðstoðarþjálfari Alfreðs Gíslasonar hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta og mun hann gegna starfinu fram yfir umspilsleikina mikilvægu við Svía í nú í júní. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í dag. Sport 2.6.2006 14:45
Eiður Smári í Kuwait Flestir Íslendingar bíða nú spenntir eftir því að vita hver næsti áfangastaður knattspyrnuhetjunnar Eiðs Smára Guðjohnsen verður en búist er við að tilkynnt verði um vistaskipti hans frá Chelsea á allra næstu dögum. Athygli vekja tvær fréttagreinar um Eið Smára á fréttavefnum Vitalfootball en þar segir m.a. að Eiður Smári hafi hafnað boði sjónvarpsstöðvar á Íslandi um að lýsa leikjum á HM. Sport 2.6.2006 00:43
Nowitzki skoraði 50 stig Þjóðverjinn Dirk Nowitzki bætti fyrir slaka frammistöðu sína í síðasta leik og sallaði 50 stigum á Phoenix í nótt þegar lið hans Dallas vann fimmta leik liðanna í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar 117-101 og tók þar með 3-2 forystu. Sport 2.6.2006 05:57
Spilar knattspyrnu með Þór í sumar Heiðmar Felixson er ekkert á því að taka sér sumarfrí frá atvinnumennskunni í handboltanum en hann leikur með þýska liðinu Hannover-Burgdorf. Heiðmar er kominn hingað til lands og auk þess að starfa í lögreglunni á Dalvík spilar hann knattspyrnu með Þór í 1. deildinni í sumar. Sport 1.6.2006 21:30
Hart tekist á í Vetrargarðinum Aflaunasambandið IFSA-Ísland stendur um helgina fyrir keppninni IFSA sterkasti maður Íslands og fer hún fram í Vetrargarðinum í Smáralind. Á meðal keppenda verða Benedikt "Tarfur" Magnússon, Stefán Sölvi Pétursson, Georg Ögmundsson, Guðmundur Otri Sigurðsson, Sigfús Fossdal og Jón Valgeir Williams. Sport 1.6.2006 21:07
Corrales og Castillo berjast til þrautar Óhætt er að minna alla áhugamenn um hnefaleika á að fá sér sæti og stilla á Sýn Extra klukkan eitt á laugardagskvöldið, því þá mætast þeir Luis Castillo og Diego Corrales í þriðja sinn í hringnum og herlegheitin verða í beinni útsendingu. Fyrsti bardagi þeirra félaga í fyrravor var einhver ótrúlegasti bardagi síðari ára. Sport 1.6.2006 20:43
Naumur sigur á Andorra Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri lagði Andorra 2-0 á Skipaskaga í kvöld og er því komið í milliriðil fyrir Evrópumótið í sumar. Þar leikur íslenska liðið við Ítali og Austurríkismenn. Það voru Emil Hallfreðsson og Rúrik Gíslason sem skoruðu mörk íslenska liðsins á síðustu mínútum leiksins í kvöld. Sport 1.6.2006 20:21
Dallas - Phoenix í beinni á Sýn Fimmti leikur Dallas Mavericks og Phoenix Suns verður sýndur í beinni útsendingu í Sýn klukkan 0:30 í nótt. Staðan er 2-2 í einvígi liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar og leikur kvöldsins fer fram í Dallas. Sport 1.6.2006 19:32
Markalaust á Skaganum í hálfleik Staðan í leik Íslands og Andorra í umspilsleik þjóðanna um sæti í lokakeppni EM er 0-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks á Akranesi. Fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli, en íslenska liðinu hefur enn ekki tekist að brjóta ísinn í kvöld þrátt fyrir talsverða yfirburði. Sport 1.6.2006 19:17
Lyon hefur áhuga á Cisse Jean-Michel Aulas, stjórnarformaður frönsku meistaranna í Lyon, útilokar ekki að félagið muni reyna að fá til sín franska framherjann Djibril Cisse frá Liverpool. Cisse er ósáttur í herbúðum Liverpool og hefur óskað eftir því að fá að ganga til liðs við Gerard Houllier og félaga í Lyon, jafnvel þó hann þurfi að taka á sig launalækkun. Það var einmitt Houllier sem fékk Cisse til Liverpool á sínum tíma þegar hann var knattspyrnustjóri í Bítlaborginni. Sport 1.6.2006 17:28
Ribery er ekki til sölu Franska liðið Marseille hefur sent liðum sem eru á höttunum eftir kantmanninum Franck Ribery skýr skilaboð og segja að ekki komi til greina að selja hann. Frönsku meistararnir í Lyon hafa verið hrifnir af leikmanninum og sömu sögu er að segja af Manchester United en Pape Diouf, stjórnarformaður Marseille segir að hann verði ekki seldur fyrr en í fyrsta lagi eftir eitt ár. Sport 1.6.2006 17:22
Arsenal borið þungum sökum Alþjóða knattspyrnusambandið hefur nú hafið opinbera rannsókn eftir að enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal var sakað um að hafa dælt peningum í smálið í Belgíu með það fyrir augum að láta það ala upp fyrir sig afríska leikmenn. Ef Arsenal verður fundið sekt um peningaþvott af þessu tagi má reikna með að félaginu yrði jafnvel vísað úr meistaradeildinni á næstu leiktíð. Sport 1.6.2006 16:49
Líður eins og dauðadæmdum manni Larry Brown, þjálfari New York Knicks í NBA, á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Hann stýrir nú æfingabúðum liðsins í borginni og undirbýr það fyrir næsta tímabil, en þegar hann hitti blaðamenn að máli í byrjun vikunnar var ekki gott hljóð í honum. Sport 1.6.2006 15:40
Rossi framlengir við Yamaha Mótorhjólagoðsögnin Valentino Rossi hefur framlengt samning sinn við Yamaha-lið sitt um eitt ár og tekur þar með af allan vafa um framtíð sína á kappakstursbrautinni. Rossi hefur lengi verið orðaður við Ferrari-liðið í Formúlu 1, en nú er ljóst að hinn 27 ára, sjöfaldi heimsmeistari verður áfram á mótorhjóli. Sport 1.6.2006 15:29
Hilario að lenda hjá Chelsea Portúgalski markvörðurinn Hilario á nú aðeins eftir að gangast undir læknisskoðun áður en hann skrifar undir tveggja ára samning við Chelsea. Hilario spilaði áður undir stjórn Jose Mourinho hjá Porto, en þessi þrítugi leikmaður á að verða varamarkvörður þeirra Petr Cech og Carlo Cudicini. Sport 1.6.2006 15:23
Everton að landa Lescott Enska úrvalsdeildarfélagið Everton hefur fengið kauptilboð sitt í miðvörðinn unga Joelon Lescott hjá Wolves samþykkt og að öllu óbreyttu gengur hann til liðs við þá bláu fljótlega. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp, en hinn 23 ára gamli leikmaður hefur verið metinn á um 5,5 milljónir punda. Sport 1.6.2006 14:33
Fortune í viðræðum við Celtic Suður-Afríkumaðurinn Quinton Fortune er nú staddur í Glasgow þar sem hann er í viðræðum við meistara Celtic. Fortune var á dögunum látinn fara frá Manchester United, en þessi 29 ára gamli miðjumaður hefur átt við þrálát meiðsli að stríða að undanförnu. Fortune segist hafa verið nokkuð hrifinn eftir heimsóknina, þar sem hann hitti meðal annars fyrir gamla félaga sinn hjá United, Roy Keane. Sport 1.6.2006 14:27
Boateng semur við Boro Hollenski miðjumaðurinn George Boateng hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Middlesbrough og verður því samningsbundinn liðinu til ársins 2009. Boateng er þrítugur og hefði orðið samningslaus í næsta mánuði. Sport 1.6.2006 14:09
Detroit tórir enn Leikmenn Detroit Pistons hafa ekki sagt sitt síðasta í einvígi sínu við Miami Heat en í nótt vann liðið 91-78 heimasigur í fimmtu viðureign liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar og forðaði sér þar með frá því að fara snemma í sumarfrí. Sport 1.6.2006 05:04
Við þorum ekki að lofa neinu Yfirmenn á Wembley þora ekki að lofa því að nýji leikvangurinn verði orðinn fullbúinn fyrir úrslitaleik FA bikarsins í Englandi 2007. Upphaflega átti að vera hægt að leika á vellinum þegar úrslitaleikur keppninnar milli West Ham og Liverpool fór fram fyrir stuttu síðan. Sport 31.5.2006 19:55
Shevchenko formlega genginn í raðir Chelsea Úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko gekk í kvöld í raðir Englandsmeistara Chelsea. Hann stóðst læknisskoðun í dag og er búinn að skrifa undir fjögurra ára samning við félagið. Kaupverðið er sagt vera í kring um 30 milljónir punda sem þýðir að hann er annar tveggja dýrustu leikmanna í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Sport 31.5.2006 21:22
Mourinho viðurkennir áhuga sinn á Carlos Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, viðurkenndi í samtali við portúgalska fjölmiðla í dag að hann hefði mikinn áhuga á að fá brasilíska bakvörðinn Roberto Carlos hjá Real Madrid til Chelsea. Carlos greindi frá því fyrir nokkru að Chelsea hefði boðið sér samning og lofaði að gera upp hug sinn fyrir HM, en nú eru aðeins 9 dagar þar til keppnin hefst. Sport 31.5.2006 21:12
Dowie lætur Perry og Bothroyd fara Nýráðinn knattspyrnustjóri Charlton er strax byrjaður að taka til í herbúðum liðsins og í dag leysti félagið þá Chris Perry og Jay Bothroyd undan samningi. Dowie og félagar hafa þó afráðið að bjóða hinum 25 ára gamla varnarmanni Jonathan Fortune nýjan þriggja ára samning. Sport 31.5.2006 19:54
Enn er allt í upplausn á Wembley Forráðamenn nýja Wembley-leikvangsins hafa enn ekki fengist til að gefa út yfirlýsingu og lofa því að völlurinn verði orðinn klár til afnota fyrir úrslitaleikinn í enska bikarnum á næsta ári, en eins og flestir vita var ekki unnt að spila úrslitaleikinn í ár á vellinum vegna seinagangs verktaka. Málið er því að verða hið neyðarlegasta fyrir aðstandendur verkefnisins. Sport 31.5.2006 19:10
Metfjöldi fylgdist með opinni æfingu Þjóðverja Það vantaði lítið upp á stemminguna í Dusseldorf í dag þegar þýska landsliðið hélt opna æfingu undir lokuðu þaki vallarins glæsilega þar í borg. Hvorki meira né minna en 42.000 áhorfendur mynduðu þar frábæra stemmingu og áttu leikmenn þýska liðsins vart orð yfir móttökunum sem þeir fengu. Sport 31.5.2006 18:32