Shevchenko formlega genginn í raðir Chelsea 31. maí 2006 21:22 Shevchenko er kominn til Chelsea NordicPhotos/GettyImages Úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko gekk í kvöld í raðir Englandsmeistara Chelsea. Hann stóðst læknisskoðun í dag og er búinn að skrifa undir fjögurra ára samning við félagið. Kaupverðið er sagt vera í kring um 30 milljónir punda sem þýðir að hann er annar tveggja dýrustu leikmanna í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Shevchenko er 29 ára gamall og hefur undirritað fjögurra ára samning. Ekki þarf að fara mörgum orðum um afrek Úkraínumannsins á knattspyrnuvellinum, en hann hefur verið einn marksæknasti og besti framherji í heimi með liði AC Milan síðustu ár. "Ég kem til Englands af því ég er mjög spenntur að fá að reyna mig í ensku úrvalsdeildinni og það er mikil áskorun fyrir mig að breyta svona til. Ég fer frá stórliði yfir til annars stórliðs og hérna hjá Chelsea hitti ég fyrir annað lið skipað stórstjörnum. Maður verður að velja sér rétta tímann til að skipta um lið og ég held að ég sé að koma til Chelsea á hárréttum tíma. Stefnan er auðvitað sett á að vinna meistaradeildina næsta vor, en liðið ætlar að sjálfssögðu að vinna ensku úrvalsdeildina þriðja árið í röð. Ég hrífst mjög af því hugarfari sem þrífst hjá Chelsea, þar sem menn hafa hungur til að vinna alla leiki sem þeir spila. Ég hef fylgst náið með störfum Jose Mourinho undanfarin ár og hann er stjóri að mínu skapi. Hann setur liðið í öndvegi og þannig fer maður að til að búa til stórveldi í knattspyrnu. Ástæður komu minnar hingað eru ekki fjárhagslegar, því ef svo væri hefði ég verið um kyrrt hjá Milan. Það er frábært að vera búinn að klára þetta dæmi og nú get ég farið og tekið þátt í HM með skýran koll," sagði Shevchenko á blaðamannafundi í kvöld. Shevchenko er eftir þessu að dæma sjötti dýrasti knattspyrnumaður sögunnar á eftir þeim Zinedine Zidane, Luis Figo, Hernan Crespo, Gianluigi Buffon og Christian Vieri. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Sjá meira
Úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko gekk í kvöld í raðir Englandsmeistara Chelsea. Hann stóðst læknisskoðun í dag og er búinn að skrifa undir fjögurra ára samning við félagið. Kaupverðið er sagt vera í kring um 30 milljónir punda sem þýðir að hann er annar tveggja dýrustu leikmanna í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Shevchenko er 29 ára gamall og hefur undirritað fjögurra ára samning. Ekki þarf að fara mörgum orðum um afrek Úkraínumannsins á knattspyrnuvellinum, en hann hefur verið einn marksæknasti og besti framherji í heimi með liði AC Milan síðustu ár. "Ég kem til Englands af því ég er mjög spenntur að fá að reyna mig í ensku úrvalsdeildinni og það er mikil áskorun fyrir mig að breyta svona til. Ég fer frá stórliði yfir til annars stórliðs og hérna hjá Chelsea hitti ég fyrir annað lið skipað stórstjörnum. Maður verður að velja sér rétta tímann til að skipta um lið og ég held að ég sé að koma til Chelsea á hárréttum tíma. Stefnan er auðvitað sett á að vinna meistaradeildina næsta vor, en liðið ætlar að sjálfssögðu að vinna ensku úrvalsdeildina þriðja árið í röð. Ég hrífst mjög af því hugarfari sem þrífst hjá Chelsea, þar sem menn hafa hungur til að vinna alla leiki sem þeir spila. Ég hef fylgst náið með störfum Jose Mourinho undanfarin ár og hann er stjóri að mínu skapi. Hann setur liðið í öndvegi og þannig fer maður að til að búa til stórveldi í knattspyrnu. Ástæður komu minnar hingað eru ekki fjárhagslegar, því ef svo væri hefði ég verið um kyrrt hjá Milan. Það er frábært að vera búinn að klára þetta dæmi og nú get ég farið og tekið þátt í HM með skýran koll," sagði Shevchenko á blaðamannafundi í kvöld. Shevchenko er eftir þessu að dæma sjötti dýrasti knattspyrnumaður sögunnar á eftir þeim Zinedine Zidane, Luis Figo, Hernan Crespo, Gianluigi Buffon og Christian Vieri.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Sjá meira