Viðskipti

Fréttamynd

Ísland í 19. sæti á ímyndarlista

Ísland er í nítjánda sæti á lista þjóða þar sem mældur er styrkur ímyndar þeirra út frá stjórnsýslu, menningu, ferðamennsku, útflutningi og fleiri þáttum. Listinn nefnist Anholt Nation Brands Index, nefndur eftir Simon Anholt sérfræðingi í ímyndarmálum þjóða sem kynnti niðurstöðurnar á Viðskiptaþingi 2007 í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi Nissan keyrir niður á við

Gengi hlutabréfa í japanska bílaframleiðandanum Nissan tók snarpa dýfu og lækkaði um 8,3 prósent í dag eftir að fyrirtækið sendi frá neikvæða afkomuviðvörun vegna yfirvofandi samdráttar á nýjum bílum undir merkjum félagsins. Ef af verður er þetta fyrsti samdrátturinn síðan Carlos Ghosn tók við forstjórastóli hjá Nissan um mitt ár 1999.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hagnaður Vinnslustöðvarinnar dregst saman

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum skilaði 335 milljóna króna hagnaði á síðasta ári samanborið við 442 milljónir króna árið áður. Hagnaður fyrirtækisins dróst því saman sem nemur 107 milljónum króna. Þar af nam hagnaðurinn 248 milljónum króna á fjórða ársfjórðungi 2006.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Avion Aircraft Trading kaupir sex Airbus-vélar

Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus greindi frá því í dag að hann hefði náð samningum um sölu á sex A330-200 fraktflugvélum til Avion Aircraft Trading. Vélarnar verða afhentar á árunum 2010 til 2011. Ekki hefur verið greint frá kaupverði þeirra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

LÍ spáir tapi hjá Össuri

Stoðtækjafyrirtækið Össur birtir uppgjör sitt fyrir fjórða ársfjórðung í fyrra og síðasta rekstrarár á morgun. Landsbankinn spáir því að fyrirtækið skili tapi upp á 4,5 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 308,8 milljóna íslenskra króna, á síðasta fjórðungi nýliðins árs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Besta afkoman í sögu Icebank

Icebank, sérhæfður viðskiptabanki í eigu sparisjóðanna, skilaði 5.662 milljóna króna hagnaði í fyrra samanborið við tæplega 2.400 milljónir króna árið á undan. Þetta jafngildir því að hagnaður bankans hafi aukist um 138 prósenta hækkun á milli ára. Þetta er besta afkoma í sögu bankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Moody's lækkar mat á Glitni

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað einkunn fyrir fjárhagslegan styrkleika Glitnis úr C+ í C-. Einkunnin var tekin til athugunar með hugsanlega lækkun í huga í apríl í fyrra. Moody's hefur jafnframt staðfest lánshæfiseinkunnir Glitnis, sem eru A1/P-1 og segir horfur stöðugar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hráolíuverðið nálægt 60 dölum

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í dag nálægt 60 dölum á tunnu á helstu fjármálamörkuðum. Helsta ástæðan er kuldi í Bandaríkjunum sem hefur aukið eftirspurn á olíu til húshitunar. Spáð er áframhaldandi kulda í NA- og MV-Bandaríkjunum næstu tíu daga.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Eskill flytur á Lyngháls

Eskill ehf. hefur nú flutt starfsemi sína að Lynghálsi 9 þar sem móðurfélag fyrirtækisins, Kögun hf, er til húsa. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að Eskill hafi orðið dótturfélag Kögunar í upphafi árs. Eskill ehf er hugbúnaðarhús og var stofnað í desember árið 1999.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Methagnaður Sparisjóðsins í Keflavík

Sparisjóðurinn í Keflavík hagnaðist um 4,7 milljarða eftir skatta á síðasta ári. Þetta er aukning um 3,5 milljarða en árið 2005 var hagnaðurinn 1,2 milljarðar. Arðsemi eigin fjár var 124,5% á árinu og námu vaxtatekjur 4,2 milljörðum. Í tilkynningu til Kauphallar er haft eftir Geirmundi Kristinssyni að markaðsaðstæður hafi verið sparisjóðnum afar hagstæðar og gengishagnaður og tekjur af hlutabréfum og öðrum eignahlutum aukist til muna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Minni hagnaður BP

Hagnaður olíurisans BP hefur minnkað um 12% á milli áranna 2005 og 2006. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja ástæðuna vera lækkandi olíverð annars vegar og hins vegar aukinn kostnað við öryggisgæslu. Þrátt fyrir þetta hagnaðist olíurisinn um 3,9 milljarða bandaríkjadala á síðasta ári en hagnaðurinn var 4,4 milljarðar bandaríkjadala árið 2005.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

FIM hækkar um 30%

Gengi hlutabréfa í finnska fjármálafyrirtækinu FIM Group hækkaði um þrjátíu prósent í Kauphöllinni í Helsinki í dag eftir að Glitnir greindi frá því að bankinn hefði eignast yfir 68 prósent hlutafjár og stefndi að yfirtöku á öllu félaginu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Olíuverð við 59 dali á tunni

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað nokkuð um helgina og stendur nú í rúmum 59 dölum á tunnu vegna kulda í NA-Bandaríkjunum sem hefur valdið því að eftirspurn eftir olíu til húshitunar hefur aukist til muna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fitch staðfestir lánshæfismat Glitnis

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Ratings staðfesti í dag lánshæfiseinkunnir Glitnis eftir kaup bankans á finnska félaginu FIM Group. Fitch gefur Glitni langtímaeinkunnina A, skammtímaeinkunnina F1, óháðu einkunnina B/C og stuðningseinkunnina 2. Horfur lánshæfiseinkunna Glitnis eru stöðugar, að mati Fitch.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Afkoma Ryanair umfram væntingar

Írska lággjaldafyrirtækið Ryanair skilaði 47,7 milljóna evra hagnaði fyrir skatta á þriðja rekstrarfjórðungi félagsins, sem endaði í desember í fyrra. Þetta jafngildir tæpum 4,3 milljörðum íslenskra króna sem er 30 prósenta aukning á milli ára. Búist var við minni hagnaði vegna síaukins eldsneytiskostnaðar í fyrra. Afkoman er langt umfram meðalspá greinenda.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Metár í fjölda nýskráðra hf og ehf

Flestar nýskráningar á hluta- og einkahlutafélögum eru í fasteignaviðskiptum, leigustarfsemi og ýmissi sérhæfðri þjónustu, en nýskráningum fyrirtækja fjölgaði um tæp níu prósent á tímabilinu 2005-2006. Þar á eftir í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, en 13% í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samdráttur hjá Chevron

Chevron, næststærsta olíufyrirtæki Bandaríkjanna, skilaði 3,77 milljröðun bandaríkjadala hagnaði á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Þetta svarar til rúmlega 258 milljarða íslenskra króna en jafngildir til 9 prósenta samdráttar á milli ára.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Grænt ljós á samruna NYSE og Euronext

Gerrit Zalm, fjármálaráðherra Hollands gaf í dag grænt ljós á fyrirhugaðan samruna bandarísku kauphallarinnar í New York í Bandaríkjunum (NYSE) og samevrópska hlutabréfamarkaðarins Euronext. Lítið er því til fyrirstöðu að markaðarnir renni saman í eina sæng.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Dow Jones í methæðum

Bandaríska hlutabréfavístalan Dow Jones fór í methæðir við lokun markað í Bandaríkjunum í gær. Vísitalan lokaði í 12.673,68 stigum en hafði áður farið í 12.682,57 stig yfir daginn og hafði hún aldrei farið jafn hátt.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Minni hagnaður hjá Eyri Invest

Fjárfestingafélagið Eyrir Invest skilaði tæplega 1,7 milljarða króna hagnaði í fyrra samanborið við 4,1 milljarðs króna hagnaðar árið 2005.Þetta jafngildir því að að hagnaður félagsins hafi dregist saman um 2,4 milljarða krónur á milli ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Amazon dregst saman um helming

Bandaríska netverslunin Amazon skilaði 98 milljóna dala hagnaði á síðasta fjórðungi nýliðins árs. Þetta jafngildir rétt rúmum 6,7 milljörðum íslenskra króna. Á sama tíma ári fyrr skilaði netverslunin 199 milljóna dala, 13,6 milljarða króna, hagnaði. Samdrátturinn nemur því rúmlega 50 prósentum á milli ára en er samt sem áður yfir væntingum greinenda.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Óbreyttir stýrivextir í Bandaríkjunum

Seðlabanki Bandaríkjanna ákvað í gær að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. Stýrivextir hafa verið óbreyttir vestanhafs síðan í júní í fyrra eftir viðvarandi hækkanaskeið. Fréttaveitan Bloomberg segir líkur á að seðlabankinn muni ákveða að halda stýrivöxtunum óbreyttum áfram á næsta vaxtaákvörðunardegi í lok mars.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Capacent kaupir Epinion

Capacent í Danmörku hefur gengið frá kaupum á danska fyrirtækinu Epinion, einu stærsta fyrirtæki Danmerkur á sviði markaðsrannsókna. Epinion mun fyrst um sinn starfa áfram undir eigin nafni, en gert er ráð fyrir að starfsemin verði flutt í húsnæði Capacent í Hellerup á vormánuðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dell snýr aftur til Dell

Gengi hlutabréfa í bandaríska tölvurisanum Dell hefur hækkað um 5 prósent á hlutabréfamörkuðum vestanhafs í kjölfar frétta þess efnis að Michael Dell, stofnandi fyrirtækisins, hygðist setjast í forstjórastólinn á nýjan leik. Dell stofnaði fyrirtækið á háskólaárum sínum árið 1984 og var forstjóri fyrirtækisins til 2004 þegar hann gerðist stjórnarformaður.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Met slegið í erlendum verðbréfakaupum

Árið 2006 var metár í kaupum á erlendum verðbréfum. Þetta kemur fram í gögnum frá Seðlabankanum og segir frá í Morgunkorni Glitnis. Á árinu voru erlend verðbréf keypt fyrir um 146 milljarða króna. Fyrra met féll árið 2005 þegar kaupin námu 123,5 milljörðum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Metár hjá Shell í fyrra

Olíurísinn Shell skilaði 25,36 milljarða bandaríkjadala hagnaði á síðasta ári. Þetta jafngildir 1.738 milljörðum íslenskra króna sem er methagnaður í sögu olíufélagsins. Afkoman svarar til þess að Shell hafi hagnast um 201 milljón krónur á hverri klukkustund í fyrra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Metár hjá OMX-samstæðunni

Norræna kauphallarsamstæðan OMX skilaði 911 milljónum sænskra króna í hagnað á síðasta ári. Þetta jafngildir rúmum 8,9 milljörðum íslenskra króna. Tilsamanburðar nam hagnaðurinn árið 2005 543 milljónum sænskra króna, eða rúmum 5,3 milljörðum íslenskra króna. Forstjóri samstæðunnar segir síðasta ár hafa verið að mörgu leyti metár. Samstæðan keypti meðal annars Kauphöll Íslands í fyrra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hagnaður Boeing tvöfaldast

Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing skilaði 989 milljóna dala, eða 67,8 millarða króna, hagnaði á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Þetta er rúmlega tvöfalt meiri hagnaður en á sama tíma árið 2005 en þá nam hann 460 milljónum dala, jafnvirði 31,5 milljörðum dala.

Viðskipti erlent