Viðskipti

Fréttamynd

Íslandbanki stendur í núlli á Icelandair-hlutnum

Gengi hlutabréfa í Icelandair Group sveif upp um 8,43 prósent í Kauphöllinni í dag dag. Útlit var fyrir að Íslandbanki, sem tók yfir 42 prósenta hlut í flugrekstrarfélaginu í síðustu viku á genginu 4,5 myndi tapa 150 milljónum króna á veðkallinu. Bankinn kemur nú út á núlli.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bakkavör fellur um 32 prósent

Gengi hlutabréfa Bakkavarar féll um tæp 32 við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Fram kom á föstudag að fyrirtækið hefði ekki greitt af skuldabéfaflokki upp á 20 milljarð króna, sem var á gjalddaga í síðustu viku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Marel Food Systems hækkar mest í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur hækkað um 1,35 prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgir gengi stoðtækjafyrirtækisins Össurar, sem hefur hækkað um 0,97 prósent. Þetta eru jafnframt einu hreyfingar dagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bakkavör átti daginn í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Bakkavör rauk upp um 27 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er langmesta hækkunin. Á eftir fylgdi gengi bréfa Marel Food Systems, sem hækkaði um 4,08 prósent. Þá hækkaði gengi bréfa Færeyjabanka um 3,33 prósent og Össurar um 3,12 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi Century Aluminum rýkur upp um hundruð prósenta

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hækkaði um 10,76 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er langmesta hækkun dagsins. Gengi hlutabréfa í félaginu náði lægsta gildi, 135,5 krónum á hlut snemma í mars. Það stendur nú í 988 krónum á hlut og jafngildir það 629 prósenta hækkun á tímabilinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enn lækkar afurðaverð

Verð á íslenskum sjávarafurðum lækkaði um 1,5 prósent í mars mælt í erlendri mynt og var þetta níundi mánuðurinn í röð sem verðið lækkar. Það er nú jafn hátt og í mars 2006, samkvæmt nýrri greiningu IFS.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tyrkneskt vatn flutt inn í plastflöskum

„Þetta vakti forvitni mína því að ég hef aldrei skilið hvers vegna Íslendingar ættu að flytja inn vatn en mér finnst eiginlega liggja miklu beinna við að flytja það út," segir Stefán Gíslason, umhverfisfræðingur í Borgarnesi. Hann keypti nýlega hálfs lítra vatnsflösku undir merkjum Pinar frá Tyrklandi í Krónunni í Mosfellsbæ.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Marel lækkaði mest í dag

Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems endaði daginn 3,43 prósentum neðar en á föstudag og bréf Össurar 1,32 prósentum. Á móti hækkaði gengi bréfa Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, um 2,08 prósent og Bakkavarar um 0,88 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi bréfa Marel Food Systems féll um fimm prósent

Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems féll um fimm prósent í Kauphöllinni í dag en það er mesta lækkun dagsins. Á sama tíma lækkaði gengi bréfa Össurar um 0,77 prósent. Hins vegar skaust gengi bréfa Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, upp um 11,33 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi Century Aluminum féll um 10 prósent

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, féll um tíu prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er jafnframt mesta lækkun dagsins. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Marel Food Systems, sem fór niður um 1,54 prósent.

Viðskipti innlent