Viðskipti Viðsnúningur hjá Össuri Stoðtækjarisinn Össur tapaði á fyrri helmingi árs, þrátt fyrir hagnað á öðrum ársfjórðungi. Viðskipti innlent 31.7.2007 16:17 Journal rennur Murdoch úr greipum Eigendur Dow Jones eru sagðir hafa horn í síðu Ruperts Murdoch og vilja að þóknanlegri menn eignist fyrirtækið. Viðskipti erlent 31.7.2007 16:17 Heimsótti Halifax um helgina Viðskiptatækifæri bar á góma í heimsókn Geirs H. Haarde forsætisráðherra til Nova Scotia í Kanada um síðustu helgi, en um miðjan mánuðinn var gengið frá nýjum og víðtækum loftferðasamningi við Kanada. Viðskipti innlent 31.7.2007 16:17 Ísland í fjórða sæti Verðbólga á ársgrundvelli mældist 2,2 prósent innan ríkja OECD í júní. Verðbólga á Íslandi nam fjórum prósentum og var sú fjórða mesta innan OECD; jafnmikil og í Mexíkó. Mest mældist verðbólgan í Tyrklandi, 8,6 prósent. Verðbólgan í Ungverjalandi var 8,6 prósent og 4,9 prósenta verðbólga mældist á Írlandi. Viðskipti innlent 31.7.2007 16:17 Teymi hagnast um 1,16 milljarða Fjarskiptafyrirtækið Teymi hagnaðist um 1,16 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Sex mánaða hagnaður nemur 2,76 milljörðum króna. Viðskipti innlent 31.7.2007 15:53 Össur tapar 1,2 milljónum dala Stoðtækjarisinn Össur tapaði 1,2 milljónum bandaríkjadala á fyrstu sex mánuðum árs. Hagnaður varð af rekstri félagsins á öðrum ársfjórðungi. Viðskipti innlent 31.7.2007 14:53 Staðfesta lánshæfi Kaupþings Kaupþing fær lánshæfiseinkunnina A hjá lánshæfismatsfyrirtækinu Fitch Ratings. Viðskipti innlent 27.7.2007 15:32 Titringur á mörkuðum Talsverðar lækkanir hafa orðið í Kauphöll Íslands í morgun. Alls hafa bréf í tuttugu og einu félagi lækkað. Krónan hefur veikst um hálft prósent í dag og miklar verðlækkanir hafa orðið á alþjóðamörkuðum. Viðskipti innlent 27.7.2007 14:11 Methagnaður hjá Eik banka Eik banki hagnaðist um 2,3 milljarða á fyrri árshelmingi. Þrjátíu prósent meira en á sama tímabili í fyrra. Eik banki var fyrr á árinu skráður samhliða í kauphallirnar í Danmörku og á Íslandi. Viðskipti innlent 26.7.2007 10:09 Tekjuaukning hjá Nýherja Tekjur Nýherja jukust um fjórðung á öðrum ársfjórðungi sé miðað við sama tímabil í fyrra. Nýherji birti á föstudag sex mánaða uppgjör sitt, fyrst félaga í Kauphöllinni. Viðskipti innlent 23.7.2007 12:48 Fyrsta sambankalán Byrs BYR sparisjóður hefur gengið frá samningi um fyrsta sambankalán bankans fyrir samtals 110 milljónir evra til þriggja ára. Í fréttatilkynningu frá sparisjóðnum kemur fram að hann hafi hlotið góðar viðtökur á alþjóðlegum sambankalánamarkaði og mikil umframeftirspurn hafi verið meðal fjárfesta. Því hafi heildarupphæð lánsins verið hækkuð í 110 milljónir en upphaflega stóð til að taka fimmtíu milljóna evra lán. Alls tóku 14 alþjóðlegir bankar þátt í láninu. Yfirumsjón með því höfðu Bayern LB, HSH Nordbank og Raiffeisen Zentralbank Österreich AG. Viðskipti innlent 20.7.2007 17:31 Dýrara að byggja Vísitala byggingakostnaðar hækkaði lítillega í júlí. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um hálft prósent í maí. Viðskipti innlent 20.7.2007 10:45 Stilla framlengir tilboðið í Vinnslustöðina Stilla eignarhaldsfélag ehf. hefur ákveðið að framlengja samkeppnistilboð sitt í hlutafé Vinnslustöðvarinnar hf. um fjórar vikur. Gildir yfirtökutilboðið nú til klukkan fjögur, mánudaginn 20. ágúst 2007. Í tilkynningu frá Stillu segir að ákvörðun um framlengingu tilboðsfrestsins sé tekin með tilliti til niðurstöðu samanburðarmats Saga Capital fjárfestingarbanka hf. á, annars vegar, yfirtökutilboði Eyjamanna ehf. og, hins vegar, samkeppnistilboði Stillu eignarhaldsfélags ehf. Er niðurstaða Saga Capital fjárfestingarbanka hf. sú að tilboð Eyjamanna ehf. geti ekki talist sanngjarnt gagnvart þeim hluthöfum sem því er beint að en hins vegar, sé tilboð Stillu eignarhaldsfélags ehf. sanngjarnt gagnvart hluthöfum Vinnslustöðvarinnar hf. og í samræmi við þá verðlagningu hlutafjár sem hluthafar í sambærilegum félögum hafa notið á undanförnum árum. Viðskipti innlent 20.7.2007 09:26 Baugur kaupir bandarísku fréttaveituna News Edge Baugur Group og meðfjárfestar hafa keypt bandarísku fréttaveituna NewsEdge af kanadíska upplýsingafyrirtækinu The Thomson Corporation. Fyrirtækið sérhæfir sig í miðlun fjármálafrétta- og upplýsinga til stórfyrirtækja, banka og annarra fjármálastofnanna. Kaupverðið er ekki gefið upp. Viðskipti erlent 19.7.2007 11:28 Úrvalsvísitalan hækkar Viðskipti í kauphöll Íslands námu tæpum þrettán milljörðum króna í dag. Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,58 prósent. Krónan veiktist lítillega. Viðskipti innlent 18.7.2007 16:59 Stöðugur markaður Úrvalsvísitalan stóð í stað í talsverðum viðskiptum í Kauphöll Íslands, Krónan lækkaði um 0,08 prósent. Viðskipti innlent 13.7.2007 16:46 Bestir í Tékklandi Wood and Company, sem er að helmingshlut í eigu Straums-Burðarás, hefur hlotið verðlaun viðskiptatímaritsins Euromoney sem besta hlutabréfamiðlun í Tékklandi. Viðskipti innlent 13.7.2007 14:25 Bakkavör til Tékklands Bakkavör hefur fest kaup á ráðandi hlut í tékkneska matvælafyrirtækinu Heli Food Fresh. Kaupverð er trúnaðarmál. Viðskipti innlent 11.7.2007 15:36 Eik í Kauphöllina Eik banki var í morgun skráður í kauphallirnar á Íslandi og í Danmörku. Viðskipti fóru fjörlega af stað og er áætlað markaðsvirði bankans um sextíu milljarðar íslenskra króna, sé miðað við gengi bréfa í hádeginu. Viðskipti innlent 11.7.2007 12:59 Gunnar nýr framkvæmdastjóri HugurAx Gunnar Ingimundarson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri HugurAx. Gunnar var einn stofnenda Hugar hf. sem sameinaðist Ax hugbúnaðarhúsi á síðasta ári undir nafninu HugurAx. Gunnar hefur gegnt starfi forstöðumanns sviðs Eigin Lausna hjá HugAx síðastliðið ár. Viðskipti innlent 10.7.2007 10:05 Spá 45 prósenta hækkun Úrvalsvísitölunnar Greiningardeild Kaupþings spáir því að Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækki um allt að 45 prósent á árinu öllu og standi á bilinu 9.000 til 9.500 stigum við árslok. Greiningardeildin bendir á að gengi vísitölunnar hafi hækkað mikið í sögulegu samhengi það sem af sé árs en reiknar með að hægi á hækkunum það sem eftir lifi ársins. Viðskipti innlent 9.7.2007 17:01 Novator framlengir tilboðið í Actavis Novator eignarhaldsfélag ehf, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur ákveðið að framlengja yfirtökutilboð sitt í hlutafé Actavis Group hf. Tilboðið gilti áður til morgundagsins en með framlengingunni nú stendur það til klukkan 16 miðvikudaginn 18. júlí næstkomandi. Viðskipti innlent 9.7.2007 16:47 Úrvalsvísitalan slær enn eitt metið Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,82 prósent í Kauphöllinni í dag og endaði í 8.702 stigum. Þetta er hæsta gildi vísitölunnar fram til þessa en vísitalan hefur hækkað um tæp 63 prósent síðastliðna 12 mánuði. Viðskipti innlent 9.7.2007 16:06 Olíuverðið lækkar Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði nokkuð í dag eftir að mannræningjar slepptu fjögurra ára gamalli breskri stúlku úr haldi í gærkvöldi. Verðið rauk í hæstu hæðir vegna frétta um að stúlkunni hefði veri rænt á föstudag og fór í rúma 76 dali á tunnu. Verðlagning sem þessi hefur ekki sést síðan verðið fór í sögulegar hæðir um miðjan júlí í fyrra. Viðskipti erlent 9.7.2007 12:59 Launagreiðslur Brownes frystar Breski olíurisinn BP hefur fryst launagreiðslur upp á tvær milljónir punda, jafnvirði tæpra 250 milljóna íslenskra króna, til Johns Browne, oft þekktur sem Lord Browne, fyrrum forstjóra fyrirtækisins, og Johns Manzoni, fyrrum yfirmanns olíuvinnslu og markaðsstjóra. Ákvörðun um það var tekin eftir að hluthafar fyrirtækisins höfðuðu mál gegn núverandi og fyrrverandi stjórnendum fyrirtækisins. Viðskipti erlent 9.7.2007 09:31 PlayStation 3 lækkar í verði Japanski tækniframleiðandinn Sony hefur lækkað verð á nýjustu PlayStation 3 leikjatölvunni (PS3) í Bandaríkjunum um 17 prósent með það fyrir augum að auka sölu á tölvunni. Þetta jafngildir því að verðið lækkar um 100 bandaríkjadali, rúmar sex þúsund íslenskar krónur og kostar tölvan nú 500 dali út úr búð í Bandaríkjunum, eða 30.500 íslenskar krónur. Leikjavísir 9.7.2007 09:16 305 samningar um fasteignakaup 305 samningum um fasteignakaup var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu frá 29. júní til gærdagsins. Veltan nam 8.224 milljónum og meðalupphæð á samning nam 27 milljónum króna. Á sama tíma var 20 samningum þinglýst á Akureyri en 11 á Árborgarsvæðinu. Meðalupphæð samnings á Akureyri nam 18,8 milljónum króna en á Árborgarsvæðinu 26,3 milljónum króna, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins. Viðskipti innlent 6.7.2007 15:17 Glitnir spáir 45 prósenta hækkun á Úrvalsvísitölunni Greiningardeild Glitnis spáir því í dag að Úrvalsvísitalan hækki um 45 prósent á árinu. Deildin segir góða arðsemi, stöðugan rekstur, ytri vöxt og væntingar þar um muna stuðla að hækkuninni auk þess sem greitt aðgengi að fjármagni mun einnig hafa jákvæð áhrif. Viðskipti innlent 6.7.2007 12:05 Spá minni hækkunum á hlutabréfamarkaði Greiningardeild Landsbankans spáir því að Úrvalsvísitalan fari í 8.750 stig í lok árs. Gangi það eftir hefur vísitalan hækkað um 37 prósent á árinu. Vísitalan stendur í dag í 8,529 stigum og nemur hækkun hennar 33,07 prósentum það sem af er árs. Bankinn spáir því að hækkanir á hlutabréfamarkaði verði minni en verið hefur. Viðskipti innlent 6.7.2007 11:52 Olíuverð ekki hærra á árinu Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði á helstu fjármálamörkuðum í dag vegna óeirða við olíuvinnslustöðvar í Nígeríu í vikunni. Olíuverðið stendur í rúmum 75 dölum á tunnu og hefur ekki verið hærra síðan í ágúst í fyrra en þá var það nýkomið úr methæðum. Greinendur gera ráð fyrir frekari hækkunum. Viðskipti erlent 6.7.2007 10:20 « ‹ 63 64 65 66 67 68 69 70 71 … 223 ›
Viðsnúningur hjá Össuri Stoðtækjarisinn Össur tapaði á fyrri helmingi árs, þrátt fyrir hagnað á öðrum ársfjórðungi. Viðskipti innlent 31.7.2007 16:17
Journal rennur Murdoch úr greipum Eigendur Dow Jones eru sagðir hafa horn í síðu Ruperts Murdoch og vilja að þóknanlegri menn eignist fyrirtækið. Viðskipti erlent 31.7.2007 16:17
Heimsótti Halifax um helgina Viðskiptatækifæri bar á góma í heimsókn Geirs H. Haarde forsætisráðherra til Nova Scotia í Kanada um síðustu helgi, en um miðjan mánuðinn var gengið frá nýjum og víðtækum loftferðasamningi við Kanada. Viðskipti innlent 31.7.2007 16:17
Ísland í fjórða sæti Verðbólga á ársgrundvelli mældist 2,2 prósent innan ríkja OECD í júní. Verðbólga á Íslandi nam fjórum prósentum og var sú fjórða mesta innan OECD; jafnmikil og í Mexíkó. Mest mældist verðbólgan í Tyrklandi, 8,6 prósent. Verðbólgan í Ungverjalandi var 8,6 prósent og 4,9 prósenta verðbólga mældist á Írlandi. Viðskipti innlent 31.7.2007 16:17
Teymi hagnast um 1,16 milljarða Fjarskiptafyrirtækið Teymi hagnaðist um 1,16 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Sex mánaða hagnaður nemur 2,76 milljörðum króna. Viðskipti innlent 31.7.2007 15:53
Össur tapar 1,2 milljónum dala Stoðtækjarisinn Össur tapaði 1,2 milljónum bandaríkjadala á fyrstu sex mánuðum árs. Hagnaður varð af rekstri félagsins á öðrum ársfjórðungi. Viðskipti innlent 31.7.2007 14:53
Staðfesta lánshæfi Kaupþings Kaupþing fær lánshæfiseinkunnina A hjá lánshæfismatsfyrirtækinu Fitch Ratings. Viðskipti innlent 27.7.2007 15:32
Titringur á mörkuðum Talsverðar lækkanir hafa orðið í Kauphöll Íslands í morgun. Alls hafa bréf í tuttugu og einu félagi lækkað. Krónan hefur veikst um hálft prósent í dag og miklar verðlækkanir hafa orðið á alþjóðamörkuðum. Viðskipti innlent 27.7.2007 14:11
Methagnaður hjá Eik banka Eik banki hagnaðist um 2,3 milljarða á fyrri árshelmingi. Þrjátíu prósent meira en á sama tímabili í fyrra. Eik banki var fyrr á árinu skráður samhliða í kauphallirnar í Danmörku og á Íslandi. Viðskipti innlent 26.7.2007 10:09
Tekjuaukning hjá Nýherja Tekjur Nýherja jukust um fjórðung á öðrum ársfjórðungi sé miðað við sama tímabil í fyrra. Nýherji birti á föstudag sex mánaða uppgjör sitt, fyrst félaga í Kauphöllinni. Viðskipti innlent 23.7.2007 12:48
Fyrsta sambankalán Byrs BYR sparisjóður hefur gengið frá samningi um fyrsta sambankalán bankans fyrir samtals 110 milljónir evra til þriggja ára. Í fréttatilkynningu frá sparisjóðnum kemur fram að hann hafi hlotið góðar viðtökur á alþjóðlegum sambankalánamarkaði og mikil umframeftirspurn hafi verið meðal fjárfesta. Því hafi heildarupphæð lánsins verið hækkuð í 110 milljónir en upphaflega stóð til að taka fimmtíu milljóna evra lán. Alls tóku 14 alþjóðlegir bankar þátt í láninu. Yfirumsjón með því höfðu Bayern LB, HSH Nordbank og Raiffeisen Zentralbank Österreich AG. Viðskipti innlent 20.7.2007 17:31
Dýrara að byggja Vísitala byggingakostnaðar hækkaði lítillega í júlí. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um hálft prósent í maí. Viðskipti innlent 20.7.2007 10:45
Stilla framlengir tilboðið í Vinnslustöðina Stilla eignarhaldsfélag ehf. hefur ákveðið að framlengja samkeppnistilboð sitt í hlutafé Vinnslustöðvarinnar hf. um fjórar vikur. Gildir yfirtökutilboðið nú til klukkan fjögur, mánudaginn 20. ágúst 2007. Í tilkynningu frá Stillu segir að ákvörðun um framlengingu tilboðsfrestsins sé tekin með tilliti til niðurstöðu samanburðarmats Saga Capital fjárfestingarbanka hf. á, annars vegar, yfirtökutilboði Eyjamanna ehf. og, hins vegar, samkeppnistilboði Stillu eignarhaldsfélags ehf. Er niðurstaða Saga Capital fjárfestingarbanka hf. sú að tilboð Eyjamanna ehf. geti ekki talist sanngjarnt gagnvart þeim hluthöfum sem því er beint að en hins vegar, sé tilboð Stillu eignarhaldsfélags ehf. sanngjarnt gagnvart hluthöfum Vinnslustöðvarinnar hf. og í samræmi við þá verðlagningu hlutafjár sem hluthafar í sambærilegum félögum hafa notið á undanförnum árum. Viðskipti innlent 20.7.2007 09:26
Baugur kaupir bandarísku fréttaveituna News Edge Baugur Group og meðfjárfestar hafa keypt bandarísku fréttaveituna NewsEdge af kanadíska upplýsingafyrirtækinu The Thomson Corporation. Fyrirtækið sérhæfir sig í miðlun fjármálafrétta- og upplýsinga til stórfyrirtækja, banka og annarra fjármálastofnanna. Kaupverðið er ekki gefið upp. Viðskipti erlent 19.7.2007 11:28
Úrvalsvísitalan hækkar Viðskipti í kauphöll Íslands námu tæpum þrettán milljörðum króna í dag. Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,58 prósent. Krónan veiktist lítillega. Viðskipti innlent 18.7.2007 16:59
Stöðugur markaður Úrvalsvísitalan stóð í stað í talsverðum viðskiptum í Kauphöll Íslands, Krónan lækkaði um 0,08 prósent. Viðskipti innlent 13.7.2007 16:46
Bestir í Tékklandi Wood and Company, sem er að helmingshlut í eigu Straums-Burðarás, hefur hlotið verðlaun viðskiptatímaritsins Euromoney sem besta hlutabréfamiðlun í Tékklandi. Viðskipti innlent 13.7.2007 14:25
Bakkavör til Tékklands Bakkavör hefur fest kaup á ráðandi hlut í tékkneska matvælafyrirtækinu Heli Food Fresh. Kaupverð er trúnaðarmál. Viðskipti innlent 11.7.2007 15:36
Eik í Kauphöllina Eik banki var í morgun skráður í kauphallirnar á Íslandi og í Danmörku. Viðskipti fóru fjörlega af stað og er áætlað markaðsvirði bankans um sextíu milljarðar íslenskra króna, sé miðað við gengi bréfa í hádeginu. Viðskipti innlent 11.7.2007 12:59
Gunnar nýr framkvæmdastjóri HugurAx Gunnar Ingimundarson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri HugurAx. Gunnar var einn stofnenda Hugar hf. sem sameinaðist Ax hugbúnaðarhúsi á síðasta ári undir nafninu HugurAx. Gunnar hefur gegnt starfi forstöðumanns sviðs Eigin Lausna hjá HugAx síðastliðið ár. Viðskipti innlent 10.7.2007 10:05
Spá 45 prósenta hækkun Úrvalsvísitölunnar Greiningardeild Kaupþings spáir því að Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækki um allt að 45 prósent á árinu öllu og standi á bilinu 9.000 til 9.500 stigum við árslok. Greiningardeildin bendir á að gengi vísitölunnar hafi hækkað mikið í sögulegu samhengi það sem af sé árs en reiknar með að hægi á hækkunum það sem eftir lifi ársins. Viðskipti innlent 9.7.2007 17:01
Novator framlengir tilboðið í Actavis Novator eignarhaldsfélag ehf, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur ákveðið að framlengja yfirtökutilboð sitt í hlutafé Actavis Group hf. Tilboðið gilti áður til morgundagsins en með framlengingunni nú stendur það til klukkan 16 miðvikudaginn 18. júlí næstkomandi. Viðskipti innlent 9.7.2007 16:47
Úrvalsvísitalan slær enn eitt metið Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,82 prósent í Kauphöllinni í dag og endaði í 8.702 stigum. Þetta er hæsta gildi vísitölunnar fram til þessa en vísitalan hefur hækkað um tæp 63 prósent síðastliðna 12 mánuði. Viðskipti innlent 9.7.2007 16:06
Olíuverðið lækkar Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði nokkuð í dag eftir að mannræningjar slepptu fjögurra ára gamalli breskri stúlku úr haldi í gærkvöldi. Verðið rauk í hæstu hæðir vegna frétta um að stúlkunni hefði veri rænt á föstudag og fór í rúma 76 dali á tunnu. Verðlagning sem þessi hefur ekki sést síðan verðið fór í sögulegar hæðir um miðjan júlí í fyrra. Viðskipti erlent 9.7.2007 12:59
Launagreiðslur Brownes frystar Breski olíurisinn BP hefur fryst launagreiðslur upp á tvær milljónir punda, jafnvirði tæpra 250 milljóna íslenskra króna, til Johns Browne, oft þekktur sem Lord Browne, fyrrum forstjóra fyrirtækisins, og Johns Manzoni, fyrrum yfirmanns olíuvinnslu og markaðsstjóra. Ákvörðun um það var tekin eftir að hluthafar fyrirtækisins höfðuðu mál gegn núverandi og fyrrverandi stjórnendum fyrirtækisins. Viðskipti erlent 9.7.2007 09:31
PlayStation 3 lækkar í verði Japanski tækniframleiðandinn Sony hefur lækkað verð á nýjustu PlayStation 3 leikjatölvunni (PS3) í Bandaríkjunum um 17 prósent með það fyrir augum að auka sölu á tölvunni. Þetta jafngildir því að verðið lækkar um 100 bandaríkjadali, rúmar sex þúsund íslenskar krónur og kostar tölvan nú 500 dali út úr búð í Bandaríkjunum, eða 30.500 íslenskar krónur. Leikjavísir 9.7.2007 09:16
305 samningar um fasteignakaup 305 samningum um fasteignakaup var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu frá 29. júní til gærdagsins. Veltan nam 8.224 milljónum og meðalupphæð á samning nam 27 milljónum króna. Á sama tíma var 20 samningum þinglýst á Akureyri en 11 á Árborgarsvæðinu. Meðalupphæð samnings á Akureyri nam 18,8 milljónum króna en á Árborgarsvæðinu 26,3 milljónum króna, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins. Viðskipti innlent 6.7.2007 15:17
Glitnir spáir 45 prósenta hækkun á Úrvalsvísitölunni Greiningardeild Glitnis spáir því í dag að Úrvalsvísitalan hækki um 45 prósent á árinu. Deildin segir góða arðsemi, stöðugan rekstur, ytri vöxt og væntingar þar um muna stuðla að hækkuninni auk þess sem greitt aðgengi að fjármagni mun einnig hafa jákvæð áhrif. Viðskipti innlent 6.7.2007 12:05
Spá minni hækkunum á hlutabréfamarkaði Greiningardeild Landsbankans spáir því að Úrvalsvísitalan fari í 8.750 stig í lok árs. Gangi það eftir hefur vísitalan hækkað um 37 prósent á árinu. Vísitalan stendur í dag í 8,529 stigum og nemur hækkun hennar 33,07 prósentum það sem af er árs. Bankinn spáir því að hækkanir á hlutabréfamarkaði verði minni en verið hefur. Viðskipti innlent 6.7.2007 11:52
Olíuverð ekki hærra á árinu Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði á helstu fjármálamörkuðum í dag vegna óeirða við olíuvinnslustöðvar í Nígeríu í vikunni. Olíuverðið stendur í rúmum 75 dölum á tunnu og hefur ekki verið hærra síðan í ágúst í fyrra en þá var það nýkomið úr methæðum. Greinendur gera ráð fyrir frekari hækkunum. Viðskipti erlent 6.7.2007 10:20