Viðreisn

Fréttamynd

Stofna rann­sóknar­nefnd um Afgan­istan sem Ís­lendingar kölluðu eftir

Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti samhljóða í dag ályktun um að stofna óháða rannsóknarnefnd um stöðu mannréttinda í Afganistan . Aðeins Kína sagði sig frá ákvörðun ráðsins. Ísland hefur lengi kallað eftir því að rannsóknarnefnd verði stofnuð og leiddi sameiginlega yfirlýsingu þess efnis í ráðinu í mars, í samstarfi við Suður-Afríku og Síle.

Erlent
Fréttamynd

Jón biðst inni­legrar af­sökunar á um­ræðu um Grinda­vík

Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, segir það ekki hafa verið ætlun sína að gera lítið úr Grindvíkingum eða sýna þeim vanvirðingu í umræðum í Vikunni með Gísla Marteini á RÚV síðasta föstudag. Hann biður þau innilegrar afsökunar á orðum sínum í færslu á Facebook.

Innlent
Fréttamynd

Grind­víkingum blöskrar um­ræðan í Vikunni

Grindvíkingar eru margir móðgaðir eftir að hafa heyrt umræðuna sem spannst um heimabæ þeirra í Vikunni með Gísla Marteini á föstudag þar sem Jón Gnarr þingmaður var meðal gesta. Þeim blöskrar að talað sé um bæinn eins og hann sé glataður en einmitt þetta sama kvöld var íþróttamiðstöð Grindavíkur troðfull þar sem Grindvíkingar kepptu sinn fyrsta heimaleik í körfubolta í tvö ár.

Innlent
Fréttamynd

Barna­fjöl­skyldur í Reykja­vík eiga betra skilið

Sem ráðherra jafnréttismála og þingmaður Reykvíkinga þótti mér áhugavert að fylgjast með nýjasta útspili meirihlutans í borginni. Nú á að stytta dvalartíma barna, festa skráningarskyldu í sessi og hækka gjaldskrár fyrir heilsdagsvistun.

Skoðun
Fréttamynd

Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti

Þjóðaröryggisráð Íslands kom saman í dag en vinna er þegar hafin við að efla varnir gegn fjölþáttaógnum að sögn utanríkisráðherra. Betur má ef duga skal en til standi að efla tækni, eftirlits-, greiningar- og viðbragðsgetu. Rússar heyja fjölþáttastríð gegn Vesturlöndum að sögn dönsku leyniþjónustunnar en tilfellum óvelkominnar drónaumferðar í Evrópu heldur áfram að fjölga en Rússar halda áfram að hafna ásökunum um að bera ábyrgð.

Innlent
Fréttamynd

Staða bænda styrkt

Í dag birtust í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi um breytingar á búvörulögum sem ég hyggst mæla fyrir nú á haustþingi. Með frumvarpinu er lagt til að fyrirtækjum í eigu eða undir beinum yfirráðum bænda verði heimilt að eiga með sér samstarf um afmarkaða þætti, þrátt fyrir tiltekin ákvæði samkeppnislaga.

Skoðun
Fréttamynd

Við­reisn býður fram undir eigin merkjum í Ár­borg

Viðreisn býður í fyrsta sinn fram í eigin nafni í Árborg í næstu sveitarstjórnarkosningum. Viðreisnarmenn hafa hingað til boðið fram með Áfram Árborg. Formaður Viðreisnar í Árnessýslu segir flokkinn tilbúinn að taka næsta skref.

Innlent
Fréttamynd

ESB myndi taka Ís­landi opnum örmum

Landsþing Viðreisnar var haldið á Grand Hótel um helgina. Á dagskrá voru meðal annars hringborðsumræður um ESB þar sem fulltrúar ASÍ, Samtaka Atvinnulífsins og sjávarútvegsins tóku þátt. 

Innlent
Fréttamynd

Við­reisn af­hjúpar sig endan­lega

„Við þurfum að verða sambandsríki sem er ekki bundið af kröfum um einróma samþykki eða skorti á viðeigandi valdheimildum í utanríkis- og öryggismálum,“ segir meðal annars í aðsendri grein sem birtist á fréttavefnum Politico 8. september síðastliðinn eftir Guy Verhofstadt, forseta European Movement International, Josep Borrell, fyrrverandi utanríkismálaráðherra Evrópusambandsins, og Domènec Ruiz Devesa, forseta Union of European Federalists.

Skoðun
Fréttamynd

Ráð­herra til í um­ræðu um sumar­frí barna

Borgarfulltrúar Viðreisnar lögðu fram tillögu í vikunni um að kanna hvort stytta ætti sumarfrí grunnskólabarna um allt að tvær vikur. Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra segist til í að taka umræðuna um málið.

Innlent
Fréttamynd

„Ís­land á heima í hjarta Evrópu“

Formaður Viðreisnar fór um víðan völl í ræðu sinni á landsþingi Viðreisnar sem er um helgina. Á milli þess sem hún hvatti flokksmennina áfram fór hún yfir mikilvægi frelsis, störf hennar sem utanríkisráðherra og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandið.

Innlent
Fréttamynd

Við­reisn lætur verkin tala

Sá tími kemur í lífum okkar allra að við höfum náð markmiði sem við settum okkur. Prófgráðan er komin í hús, þú kemur í mark í langhlaupinu eða starfið sem var fjarlægur draumur er nú þitt. Mörg okkar upplifa að ánægjan er skammvinn og við setjum þegar í stað nýtt, erfiðara markmið.

Skoðun
Fréttamynd

Vill breyta nafni Við­reisnar

Þingmaður Viðreisnar hefur lagt fram tillögu um að breyta heiti flokksins á landsþingi. Hann telur nýja nafnið skerpa ímynd og skýra grunngildi flokksins um frelsi og lýðræði.

Innlent
Fréttamynd

Lands­þing Við­reisnar hafið

Landsþing Viðreisnar hófst í morgun og stendur yfir um helgina á Grand hótel. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður flokksins, er sjálfkjörin formaður, Daði Már Kristófersson sjálfkjörinn varaformaður og Sigmar Guðmundsson sjálfkjörinn ritari.

Innlent
Fréttamynd

Bókun 35 fór hnökra­laust í gegnum fyrstu um­ræðu en gæti reynt á í næstu

Bókun 35 verður aftur tekin fyrir í utanríkismálanefnd Alþingis eftir að fyrstu umræðu um frumvarp utanríkisráðherra lauk í kvöld. Líklega fer það óbreytt í aðra umræðu en spurning er hvort ríkisstjórnin muni aftur finna sig knúna til að beita „kjarnorkuákvæðinu“ til að þvinga það í gegnum aðra umræðu, sem stjórnarliðar hafa ekki útilokað.

Innlent
Fréttamynd

Aðal­steinn volgur og Björg orðuð við odd­vitann

Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, varaþingmaður og fyrrverandi ríkissáttasemjari, íhugar að bjóða sig fram fyrir Viðreisn í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor. Fleiri hafa verið orðaðir við framboð fyrir flokkinn í borginni. 

Innlent
Fréttamynd

Lýsti sjálfs­vígs­hugsunum í pontu Al­þingis

Þingmaður Viðreisnar gerði geðheilbrigðismál að umræðuefni á Alþingi í dag og lýsti hindrunum sem hún mætti í heilbrigðiskerfinu þegar hún var kasólétt með sjálfsvígshugsanir. Hún fagnar áformum heilbrigðisráðherra um auknar fjárveitingar til geðheilbrigðismála á Austurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Ingvar aftur kominn í leyfi frá þing­störfum

Ingvar Þóroddsson, þingmaður Viðreisnar, er kominn í leyfi frá þingstörfum. Forseti Alþingis greindi frá því við setningu þingfundar í dag að bréf hafi borist frá þingmanninum þar sem tilkynnt var að hann muni ekki geta sinnt þingstörfum á næstunni.

Innlent