Vinnumarkaður

Fréttamynd

Mál­efni Mennta­mál­stofnunnar til skoðunar og litin al­var­legum augum

Málefni Menntastofnunar eru til skoðunar í menntamálaráðuneytinu og er staðan litin mjög alvarlegum augum. Minnihluti starfsmanna Menntamálastofnunar ber traust til forstjórans og þrettán prósent starfsmanna hafa orðið fyrir einelti á vinnustað. Starfsmenn lýsa stjórnunarvanda á vinnustaðnum og segjast vinna undir ógnarstjórnun og hótunum um brottrekstur.

Innlent
Fréttamynd

Sömu laun fyrir sömu vinnu?

Sömu laun fyrir sömu vinnu hafa löngum verið einkunnarorð jafnréttisbaráttu kynjanna í heiminum og á Íslandi hefur okkur tekist að ná góðum árangri í þeim efnum þó að fullu jafnrétti hafi ekki verið náð.

Skoðun
Fréttamynd

Fjórða bylgjan og óttinn við að missa vinnuna

Nú þegar fjórða bylgjan er hafin er ekki laust við að gamalkunnur Covid-hnútur geri vart við sig hjá sumum: Mun ég missa starfið mitt? Hvernig mun vinnustaðnum mínum reiða af? Verður mér sagt upp um næstu mánaðamót? Eða í haust eða vetur?

Atvinnulíf
Fréttamynd

Fjölbreytt atvinna fyrir alla!

Öflugt atvinnulíf er grunnur að sterku samfélagi, á þeim grunni byggjum við öflugt velferðarkerfi með góðri menntun og ríku menningarlífi. Það kom skýrt í ljós í Covid kreppunni þegar fjöldi fólks missti vinnuna, hve mikilvægt það er að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf og sýna viðbragðsflýti þegar kreppir að.

Skoðun
Fréttamynd

Telja sig hlunnfarna um milljónir í laun frá Pizzunni

Hópur starfsmanna pítsukeðjunnar Pizzunnar telur sig hlunnfarinn um laun frá fyrirtækinu. Stéttarfélag starfsmannanna er með á milli sex og sjö milljóna króna í innheimtu frá fyrirtækinu vegna vangreiddra launa, einkum þar sem yfirvinnutímar hafa ekki verið greiddir sem slíkir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir styttingu vinnuvikunnar hafa snúist upp í andhverfu sína

Fjármagn sem sagt var renna til lögreglunnar vegna styttingar vinnuvikunnar fór einnig til tveggja annarra stofnana að sögn formanns Landssambands lögreglumanna. Hann segir að lögreglumönnum hafi ekki fjölgað því jafn margir hafi hætt og voru ráðnir. Menn íhugi að hætta vegna álags.

Innlent
Fréttamynd

KR gert að greiða Kristófer tæpar 4 milljónir

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag körfuknattleiksdeild KR til að greiða Kristófer Acox, landsliðsmanni og fyrrum leikmanni KR, tæpar 3,8 milljónir króna í vangoldin laun. Auk þess var KR gert að greiða málskostnað Kristófers.

Körfubolti
Fréttamynd

Störf án stað­setningar: næsta skref

Í dag skrifaði ég undir samning við Sigtún – Þróunarfélag um mikilvægt tilraunaverkefni sem felst í því að byggja upp vinnustofu, einskonar klasa, í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi.

Skoðun
Fréttamynd

Leita til íslenskra kvenna eftir árangurssögum í samskiptum og velgengni

„Ríflega þrjátíu þúsund þátttakendur hafa sótt þessi námskeið og nú væri frábært að einhverjar konur gæfu sig fram og segðu okkur frá árangri sem þær hafa náð í sínu starfi með því að nota reglurnar,“ segir Unnur Magnúsdóttir ráðgjafi hjá Dale Carnegie um endurútgáfu bókarinnar Vinsældir og áhrif, þar sem ætlunin er að segja meðal annars frá árangri íslenskra kvenna sem náð hafa árangri í viðskiptum með því að vera góðar í samskiptum.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Að vinna of mikið er í orðsins fyllstu merkingu að drepa okkur

Í nýlegri grein BBC er sagt frá niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar sem sýna að sífellt fjölgar í þeim hópi fólks sem deyr of ungt í kjölfar of mikillar vinnu. Greinin ber yfirskriftina „How overwork is literally killing us.“ Ótímabært dauðsfall sem afleiðing af of mikilli vinnu, er algengara hjá körlum en konum. 

Atvinnulíf
Fréttamynd

Bjartsýn á að atvinnuleysi minnki áfram

Atvinnuleysi dróst saman um 2,8% á milli mánaða og stendur í tæpum sex prósentum samkvæmt nýju mati Hagstofunnar. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur víst að áfram muni draga úr atvinnuleysi í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Ham­farir hjá Heilsu­vernd - Hvað kemur næst?

Á föstudag í síðustu viku bárust þær fréttir að Heilsuvernd - Hjúkrunarheimili, sem tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í byrjun maí sl., hefði sagt upp vel á þriðja tug starfsfólks, sem sumt átti að baki áratuga starfsreynslu hjá stofnuninni. Þessar fréttir voru veruleg vonbrigði en komu fæstum þó á óvart.

Skoðun
Fréttamynd

Segir kulnun og atgervisflótta í læknastéttinni

„Læknar eru bara orðnir mjög þreyttir. Þeir geta ekki hlaupið hraðar og það er ákveðin kulnun og atgervisflótti í læknastéttinni.“ Þetta segir Theódór Skúli Sigurðarson svæfinga- og gjörgæslulæknir og forsvarsmaður undirskrifasöfnunar meðal lækna.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnarkonur ósáttar: Karlaklíkur útiloka konur í forstjórastólinn

Stjórnarkonur í skráðum félögum á Íslandi telja ráðningaferli í forstjórastól oft útilokandi fyrir konur. Þær kalla stjórnir í heild sinni til ábyrgðar. Þá telja margar ráðningaferlin oft meingölluð. Það eigi einnig við um ráðningar þar sem leitað er til fagaðila. Þetta og fleira kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birtar eru í dag og meira en helmingur stjórnarkvenna í skráðum félögum á Íslandi tók þátt í.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Ekki hissa á hópuppsögnum á hjúkrunarheimilum

Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, kallar eftir því að Akureyrarbær taki við rekstri öldrunarheimila í bæjarfélaginu. Hann segir það hafa verið fyrirséð að fólki yrði sagt upp þegar einkarekna fyrirtækið Heilsuvernd tók við rekstri hjúkrunarheimila í apríl og telur eðlilegt að þjónusta af þessu tagi sé á forræði ríkis og sveitarfélaga. Tæplega þrjátíu starfsmenn Heilsuverndar hafa misst vinnuna á undanförnum dögum

Innlent
Fréttamynd

Fær um níu milljónir frá Arion banka

Landsréttur hefur dæmt Arion banka til að greiða fyrrverandi starfsmanni bankans um níu milljónir króna vegna fyrirvaralausrar uppsagnar árið 2016. Uppsögnin var að mati starfsmannsins ólögmæt og meiðandi í hans garð, en bankinn taldi starfsmanninn hafa brotið alvarlega gegn starfsskyldum sínum.

Viðskipti innlent