Vilja stuðla að auknu valfrelsi um hvar fólk vinnur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. maí 2022 20:58 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er þingmaður Viðreisnar. Vísir Þingflokkur Viðreisnar vill að vinnumarkaðsráðherra skoði tækifæri í fjarvinnu og móti fjarvinnustefnu fyrir íslenskan vinnumarkað. Þingmaður segir að skrifstofan sé ekki eini vinnustaðurinn sem er í boði og aukið valfrelsi um að vinna heima sé af hinu góða. Þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að þingið feli Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra að framkvæma úttekt á tækifærum í fjarvinnu og fjarvinnustefnu fyrir íslenskan vinnumarkað. Samkvæmt tillögunni ætti úttektinni að vera lokið fyrir árslok 2022 og niðurstöður hennar kynntar fyrir Alþingi næsta vor. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir tækifæri geta falist í aukinni fjarvinnu hér á landi. „Þar var ég með í huga að við drögum lærdóm af heimsfaraldrinum. Það var margt þar sem okkur þótti erfitt, en þessi tími leiddi af sér nýja hugsun og nýja nálgun um það að skrifstofan sé kannski ekki eini vinnustaðurinn.“ Fjarvinna þar sem fjarvinna hentar Þorbjörg vonast til að úttektin leiði í ljós ávinninginn sem fjarvinna getur haft í för með sér. „Fólk talar um betri einbeitingu, meiri framleiðni, aukið jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Það felast í þessu tækifæri fyrir fólk á landsbyggðinni, að það geti unnið vinnuna sína óháð staðsetningu. Þetta er til þess fallið að draga úr umferð og hafa jákvæð áhrif á samgöngur og styðja við loftslagsmarkmið stjórnvalda.“ Kannanir um Evrópu sýni ánægju starfsfólks og yfirmanna með fjarvinnu. Þorbjörg segir mikilvægt að fólk hafi val. „Auðvitað á fjarvinna ekki við í öllum störfum. Það blasir auðvitað við, og hún hentar ekki öllu fólki. En þar sem hún á við, getur þetta atriði, valfrelsi og að hafa meira um sín mál að segja, stuðlað að þessum jákvæðu þáttum sem ég nefndi,“ segir Þorbjörg Sigríður. Fjarvinna Alþingi Viðreisn Vinnumarkaður Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Sjá meira
Þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að þingið feli Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra að framkvæma úttekt á tækifærum í fjarvinnu og fjarvinnustefnu fyrir íslenskan vinnumarkað. Samkvæmt tillögunni ætti úttektinni að vera lokið fyrir árslok 2022 og niðurstöður hennar kynntar fyrir Alþingi næsta vor. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir tækifæri geta falist í aukinni fjarvinnu hér á landi. „Þar var ég með í huga að við drögum lærdóm af heimsfaraldrinum. Það var margt þar sem okkur þótti erfitt, en þessi tími leiddi af sér nýja hugsun og nýja nálgun um það að skrifstofan sé kannski ekki eini vinnustaðurinn.“ Fjarvinna þar sem fjarvinna hentar Þorbjörg vonast til að úttektin leiði í ljós ávinninginn sem fjarvinna getur haft í för með sér. „Fólk talar um betri einbeitingu, meiri framleiðni, aukið jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Það felast í þessu tækifæri fyrir fólk á landsbyggðinni, að það geti unnið vinnuna sína óháð staðsetningu. Þetta er til þess fallið að draga úr umferð og hafa jákvæð áhrif á samgöngur og styðja við loftslagsmarkmið stjórnvalda.“ Kannanir um Evrópu sýni ánægju starfsfólks og yfirmanna með fjarvinnu. Þorbjörg segir mikilvægt að fólk hafi val. „Auðvitað á fjarvinna ekki við í öllum störfum. Það blasir auðvitað við, og hún hentar ekki öllu fólki. En þar sem hún á við, getur þetta atriði, valfrelsi og að hafa meira um sín mál að segja, stuðlað að þessum jákvæðu þáttum sem ég nefndi,“ segir Þorbjörg Sigríður.
Fjarvinna Alþingi Viðreisn Vinnumarkaður Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Sjá meira