Vilja stuðla að auknu valfrelsi um hvar fólk vinnur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. maí 2022 20:58 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er þingmaður Viðreisnar. Vísir Þingflokkur Viðreisnar vill að vinnumarkaðsráðherra skoði tækifæri í fjarvinnu og móti fjarvinnustefnu fyrir íslenskan vinnumarkað. Þingmaður segir að skrifstofan sé ekki eini vinnustaðurinn sem er í boði og aukið valfrelsi um að vinna heima sé af hinu góða. Þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að þingið feli Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra að framkvæma úttekt á tækifærum í fjarvinnu og fjarvinnustefnu fyrir íslenskan vinnumarkað. Samkvæmt tillögunni ætti úttektinni að vera lokið fyrir árslok 2022 og niðurstöður hennar kynntar fyrir Alþingi næsta vor. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir tækifæri geta falist í aukinni fjarvinnu hér á landi. „Þar var ég með í huga að við drögum lærdóm af heimsfaraldrinum. Það var margt þar sem okkur þótti erfitt, en þessi tími leiddi af sér nýja hugsun og nýja nálgun um það að skrifstofan sé kannski ekki eini vinnustaðurinn.“ Fjarvinna þar sem fjarvinna hentar Þorbjörg vonast til að úttektin leiði í ljós ávinninginn sem fjarvinna getur haft í för með sér. „Fólk talar um betri einbeitingu, meiri framleiðni, aukið jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Það felast í þessu tækifæri fyrir fólk á landsbyggðinni, að það geti unnið vinnuna sína óháð staðsetningu. Þetta er til þess fallið að draga úr umferð og hafa jákvæð áhrif á samgöngur og styðja við loftslagsmarkmið stjórnvalda.“ Kannanir um Evrópu sýni ánægju starfsfólks og yfirmanna með fjarvinnu. Þorbjörg segir mikilvægt að fólk hafi val. „Auðvitað á fjarvinna ekki við í öllum störfum. Það blasir auðvitað við, og hún hentar ekki öllu fólki. En þar sem hún á við, getur þetta atriði, valfrelsi og að hafa meira um sín mál að segja, stuðlað að þessum jákvæðu þáttum sem ég nefndi,“ segir Þorbjörg Sigríður. Fjarvinna Alþingi Viðreisn Vinnumarkaður Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að þingið feli Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra að framkvæma úttekt á tækifærum í fjarvinnu og fjarvinnustefnu fyrir íslenskan vinnumarkað. Samkvæmt tillögunni ætti úttektinni að vera lokið fyrir árslok 2022 og niðurstöður hennar kynntar fyrir Alþingi næsta vor. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir tækifæri geta falist í aukinni fjarvinnu hér á landi. „Þar var ég með í huga að við drögum lærdóm af heimsfaraldrinum. Það var margt þar sem okkur þótti erfitt, en þessi tími leiddi af sér nýja hugsun og nýja nálgun um það að skrifstofan sé kannski ekki eini vinnustaðurinn.“ Fjarvinna þar sem fjarvinna hentar Þorbjörg vonast til að úttektin leiði í ljós ávinninginn sem fjarvinna getur haft í för með sér. „Fólk talar um betri einbeitingu, meiri framleiðni, aukið jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Það felast í þessu tækifæri fyrir fólk á landsbyggðinni, að það geti unnið vinnuna sína óháð staðsetningu. Þetta er til þess fallið að draga úr umferð og hafa jákvæð áhrif á samgöngur og styðja við loftslagsmarkmið stjórnvalda.“ Kannanir um Evrópu sýni ánægju starfsfólks og yfirmanna með fjarvinnu. Þorbjörg segir mikilvægt að fólk hafi val. „Auðvitað á fjarvinna ekki við í öllum störfum. Það blasir auðvitað við, og hún hentar ekki öllu fólki. En þar sem hún á við, getur þetta atriði, valfrelsi og að hafa meira um sín mál að segja, stuðlað að þessum jákvæðu þáttum sem ég nefndi,“ segir Þorbjörg Sigríður.
Fjarvinna Alþingi Viðreisn Vinnumarkaður Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira