Forseti Íslands

Fréttamynd

Mis­tök ollu því að sumir fengu ekki boð

Nýtt boðskerfi sem embætti forseta Íslands tók til notkunar í ár olli því að að fólk sem átti að fá boð í nýársboð forseta fékk það ekki. Meðal þeirra eru Katrín Jakobsdóttir og Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla. Forsetaritara þykir ákaflega miður að svo hafi farið og biður hlutaðeigandi afsökunar.

Innlent
Fréttamynd

Þessi sóttu um hjá Höllu

Alls sóttu 103 um starf sérfræðings hjá embætti forseta Íslands og 52 umsækjendur sóttu um starf fjármála- og rekstrarstjóra embættisins. Meðal umsækjenda um stöðu sérfræðings er Jón Karl Helgason prófessor í bókmenntafræði sem starfað hefur hjá forsetanum sem sérfræðingur síðan í september.

Innlent
Fréttamynd

Hverjum var boðið á Bessa­staði og hverjum ekki?

Forseti Íslands bauð hátt í sex hundruð manns í fjölmennt nýársboð á þrettándanum. Á boðslistanum voru ýmsir háttsettir embættismenn, fulltrúar hagsmuna- og íþróttasamtaka, trúfélaga, atvinnulífsins og menningarstofnana. Þó eru nokkur áberandi nöfn sem vantaði.

Lífið
Fréttamynd

„Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Ís­lands á næstu árum“

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segir það vera sameiginlega ábyrgð Íslendinga að tryggja að öll börn og ungmenni, óháð kyni og bakgrunni, fái tækifæri, finni tilgang og meti sig að verðleikum. „Með sameiginlegu átaki og hlýju getum við skapað framtíð þar sem öll börn finna styrk og von í eigin lífi. Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum og áratugum.“

Innlent
Fréttamynd

Ferða­kostnaður for­setans rúmar tuttugu milljónir

Kostnaður forsetaembættisins vegna opinberra heimsókna forsetans frá embættistöku nemur yfir tuttugu milljónum króna en enn eiga eftir að berast reikningar vegna Finnlandsferðar. Alls hafa um hundrað og tuttugu fyrirtæki og stofnanir verið með forsetanum í för. Sum þeirra hafa farið í allar ferðirnar nema eina.

Innlent
Fréttamynd

Færir nýársboðið fram á þrettándann

Nýársboð forseta verður haldið á þrettánda degi jóla frekar en á nýársdag eins og hefð gerir ráð fyrir. Forsetaritari segir þetta gert til þess að komast til móts við ábendingar gesta sem vilji frekar verja nýársdegi með fjölskyldu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Halla for­seti opnar sig um kyn­ferðis­brot í æsku

Bóndi sem Halla Tómasdóttir forseti Íslands var send í sveit til í æsku braut á henni kynferðislega. Halla opnaði sig ekki um brotin fyrr en hún var 23 ára. Hún veltir fyrir sér hvort sáttamiðlun væri betur til þess fallin að gera upp kynferðisbrotamál en réttarkerfið.

Innlent
Fréttamynd

Halla fær að koma inn í eld­húsið tvisvar á ári

Í nýjasta þætti Heilsuhlaðvarps Lukku og Jóhönnu Vilhjálms ræðir eiginmaður forseta Björn Skúlason opinskátt um lífsstíl, lýðheilsu, karlmennsku og tilgang – og hvernig hans eigin vegferð hefur mótað vilja hans til að vera góð fyrirmynd og nýta nýtt hlutverk sitt til góðs í samfélaginu.

Lífið
Fréttamynd

Hefð­bundin fullveldisdagskrá for­seta eftir ó­venju­legar að­stæður í fyrra

Á þessum degi fyrir 107 árum varð Ísland fullvalda ríki en Halla Tómasdóttir forseti Íslands sendir landsmönnum heillaóskir að því tilefni. Þar sem alþingiskosningar fóru fram daginn fyrir fullveldisafmælið í fyrra verður þetta í fyrsta sinn sem dagskrá Höllu verður með hefðbundnu sniði á fullveldisdaginn eftir að hún tók við embætti.

Innlent
Fréttamynd

Halla átti á­nægju­legan fund með Karli Bretakonungi

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segir fund sinn með Karli 3. Bretakonungi hafa verið „ánægjulegan“. Það segir Halla í færslu á Facebook þar sem hún birtir einnig mynd af sér með konunginum. Halla hitti konunginn í Buckinham-höll í London. 

Lífið
Fréttamynd

Mun funda með Karli konungi

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, fer í embættisferð til Bretlands dagana 19.–21. nóvember 2025. Tilefni ferðarinnar er einkafundur forseta með Karli 3. Bretakonungi í Buckinghamhöll fimmtudaginn 20. nóvember.

Innlent
Fréttamynd

Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár

Sala Neyðarkalls Landsbjargar er í ár í hlutverki straumvatnsbjörgunarmanns til að heiðra minningu Sigurðar Kristófers McQuillans Óskarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, sem lést í hörmulegu slysi á sameiginlegri straumvatnsbjörgunaræfingu á vegum Landsbjargar í nóvember í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er búið að ræna okkur innri ró“

Forseti Íslands hefur verulegar áhyggjur af andlegri líðan barna og unglinga þegar um símanotkun þeirra er að ræða, en samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum eru börn og unglingar í símanum níu klukkustundir á dag, þar af fimm klukkutíma á samfélagsmiðlum. Forsetinn segir að símar ræni fólk innri ró og ræni samfélagslegri ró.

Innlent
Fréttamynd

Miðla sögu jafn­réttis­bar­áttunnar á Ís­landi til út­landa

Íslensk stjórnvöld hafa sett í loftið vefsíðu á ensku þar sem sögu og árangri jafnréttisbaráttunnar á Íslandi eru gerð skil. Kvennaverkfallið sem boðað er í dag, í tilefni af því að fimmtíu ár eru liðin frá kvennaverkfallinu 1975, hefur vakið athygli út fyrir landssteinana. Dómsmálaráðherra sagði í viðtali við Sky News í gær að tilefni sé til að fagna þeim árangri sem náðst hafi en um leið sé baráttunni hvergi lokið.

Innlent
Fréttamynd

Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka

Jens Garðar Helgason, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi orð Höllu Tómasdóttur forseta Íslands í ræðustól Alþingis í dag. Ummælin sem Jens Garðar var ósáttur við féllu í opinberri heimsókn forseta til Kína, þar sem Halla vitnaði í Maó Zedong. Hann sagði embætti forseta mögulega þurfa leiðbeiningar frá Stjórnarráðinu vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert ó­eðli­legt að Halla bjóði Xi í heim­sókn

Sérfræðingur í kínverskum stjórnmálum segir ekki óeðlilegt að forseti Íslands hafi boðið forseta Kína í heimsókn á fundi þeirra í Peking í vikunni. Eðlilegt sé að boðið veki spurningar en slík heimsókn þurfi ekki að vera pólitísk.

Innlent
Fréttamynd

Halla og Þor­björg á leið til Kína

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, verður í opinberri heimsókn í Kína dagana 12. til 17. október í boði Xi Jingping forseta Kína. Í för með henni verður Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra, en markmið ferðarinnar er að staðfesta góð tvíhliða samskipti ríkjanna tveggja, ræða áframhaldandi viðskipti og samskipti þjóðanna, og samstarf á sviði jarðvarma, jafnréttismála og sjálfbærrar þróunnar.

Innlent