

Húsleitir voru framkvæmdar á skrifstofu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á 101 Hóteli, skrifstofu Pálma Haraldssonar og heimili Lárusar Welding í gríðarlega umfangsmikilli rannsókn sérstaks saksóknara í dag. Rannsóknin tengist lánveitingum Glitnis og nemur fjárhæð viðskiptanna um sjötíu milljörðum króna.
Í tengslum við rannsóknir embættis sérstaks saksóknara á lánveitingum Glitnis og viðskiptum með hlutabréf fóru fram húsleitir á ýmsum stöðum í dag á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Nánar tiltekið eru til rannsóknar eftirgreind mál:
Sjö hundruð og fimmtíu þúsund króna þóknun 365 miðla til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar er greidd út mánaðarlega svo hann geti greitt fyrir neyslu sína á Íslandi, að því er fram kemur í greinargerð lögmanna Glitnis fyrir breskum dómstólum. Þrotabú bankans telur að hegðun Jóns Ásgeirs endurspegli mjög lágt viðskiptasiðferði.
Jón Ásgeir Jóhannesson millifærði 585 þúsund pund, jafnvirði rúmlega hundrað milljónum króna, af einkareikningi sínum daginn eftir að slitastjórn Glitnis lagði fram kröfu um frystingu eigna hans. Jón Ásgeir hefur nú þegar greitt slitastjórn Glitnis tæplega tvo milljarða króna í tengslum við uppgjör á láni vegna skíðaskála í Frakklandi.
Jón Ásgeir Jóhannesson, einn þeirra sem skilanefnd Glitnis hefur stefnt til greiðslu sex milljarða króna skaðabóta, ætlar að stefna skilanefndinni fyrir ærumeiðandi aðdróttanir sem fram koma í stefnu hennar og fyrir að hafa vísvitandi breytt tölvugögnum.
Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson misnotuðu aðstöðu sína sem einir af stærstu hluthöfum Glitnis til að hagnast persónulega um tvo milljarða króna. Lárus Welding forstjóri bankans framkvæmdi skipanir þeirra félaga. Þetta kemur fram í stefnu skilanefndar Glitnis á hendur þremenningunum og þremur starfsmönnum Glitnis. Skilanefndin krefst sex milljarða í skaðabætur.
Skiptastjóri Fons telur að milljarða króna millifærsla inn á persónulegan reikning Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hafi verið gjöf til hans. Pálmi Haraldsson, fyrrverandi eigandi Fons, segir að um lán hafi verið að ræða til Þú Blásólar í eigu Jóns Ásgeirs. Engin gögn finnast um að féð hafi verið greitt til félagsins.
Ný úttekt Póst og fjarskiptastofnunnar á verðskrám farsímafyrirtækjanna leiðir í ljós að ódýrast er að vera í áskrift hjá Símanum.
Skilanefnd Landsbankans er að eignast stóran hlut í bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Mappin & Webb, Watches of Switzerland og Goldsmiths, en bankinn hefur breytt 42 milljónum punda af skuldum eigenda félagsins í hlutafé. Það samsvarar 8,6 milljörðum króna.