Fréttir

Fréttamynd

Spennan eykst í Sómalíu

Vitni fullyrða að eþíópískar herflugvélar hafi í dag varpað sprengjum á tvo staði í Sómalíu en átökin á milli íslamskra uppreisnarmanna og stjórnarhermanna, sem studdir eru af Eþíópíu, hafa sífellt harðnað undanfarna daga.

Erlent
Fréttamynd

Þúsundir syrgja Túrkmenbashi

Þúsundir íbúa Askabats, höfuðborgar Túrkmenistans, lögðu leið sína í forsetahöllina til að votta Sapurmarat Niyazov, nýlátnum forseta landsins, virðingu sína.

Erlent
Fréttamynd

Íranir segja refsiaðgerðir engu skipta

Íranska ríkisstjórnin segir refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna engin áhrif hafa á kjarnorkuáætlun landsins heldur verði auðgun úrans haldið áfram af enn meiri þunga.

Erlent
Fréttamynd

Róleg nótt hjá lögreglu um land allt

Brotist var inn í íbúðarhús við Álfabakka í nótt og kom lögregla að þjófunum þegar þeir voru enn inni í húsinu. Náðist annar þeirra og slapp hinn en vitað hver sá sem slapp er svo lögregla býst við því að ná honum fljótlega. Sex ökumenn voru síðan teknir í Reykjavík fyrir að aka undir áhrifum áfengis.

Innlent
Fréttamynd

Sjö létust í sprengjuárás

Sjálfsmorðssprengjumaður sprendi sjálfan sig upp í grennd við lögreglustöð í bænum Muqdadiya, norðaustur af Bagdad, í Írak í dag. Fleiri sprengingar urðu síðan á svæðinu og er talið að sjö manns hafi látist og yfir 30 særst.

Erlent
Fréttamynd

Heitir á verslunina að lækka matarverð

Forsætisráðherra heitir á heildsala og smásala að standa með stjórnvöldum í lækkun matarverðs. Hann telur að verð á matvælum geti lækkað um allt að 15 prósentum, þegar virðisaukaskattur og vörugjöld lækka á matvælum í marsmánuði.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnin stendur ekki í hagstjórn

Ríkisstjórnin ætlar sér ekkert hlutverk í hagstjórninni. Þetta staðfestir nýtt lánshæfismat Standard og Poor's, segir formaður Samfylkingarinnar. Forsætisráðherra efast um forsendur matsfyrirtækisins.

Innlent
Fréttamynd

Bretar vilja að jólatré séu gróðursett aftur

Jólaundirbúningur stendur nú sem hæst víða um heim en er með afar misjöfnu yfirbragði eftir heimshlutum, og eru áherslur mismunandi eftir löndum. Umhverfisverndarsinnar í Bretlandi hvetja nú Breta til að halda umhverfisvæn jól með því að endurvinna rusl og kaupa jólatré með rótum svo hægt sé að planta þeim aftur.

Erlent
Fréttamynd

Níu látast í átökum á Haiti

Að minnsta kosti níu manns létu lífið í ofbeldi á eyjunni Haiti en lögregla þar er um þessar mundir að herða aðgerðir gegn glæpagengjum í fátækrahverfum höfuðborgarinnar, Port-au-Prince.

Erlent
Fréttamynd

Breski herinn upprætir dauðasveit í Írak

Breski herinn réðist á og handtók sjö íraska lögreglumenn sem grunaðir eru um að stjórna umfangsmikilli glæpastarfsemi sem og svokölluðum dauðasveitum. Sögðu Bretar að Írakarnir hefðu notað sérstaka sérsveit gegn glæpum sem yfirskin til þess að fremja glæpi.

Erlent
Fréttamynd

Öryggisráðið mun greiða atkvæði á morgun

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun að öllum líkindum greiða atkvæði á morgun varðandi þær refsiaðgerðir sem á að beita gegn Íran. Snuðra gæti þó hlaupið á þráðinn því Vladimir Putin, Rússlandsforseti, mun ekki skoða tillöguna fyrr en í fyrramálið.

Erlent
Fréttamynd

Discovery lent

Geimskutlan Discovery lenti við höfuðstöðvar Geimferðastofnunnar Bandaríkjanna, NASA, í Flórída klukkan 22:32 í kvöld. Fyrr í dag hafði lendingu hennar verið frestað vegna veðurs.

Erlent
Fréttamynd

Ástandið versnar í Sómalíu

Eþíópískar árásarþyrlur og skriðdrekar fóru til bardaga í kvöld á fjórða degi átaka milli íslamskra uppreisnarmanna og stjórnvalda í Sómalíu sem Eþíópía styður. Tugir þúsunda hafa flúið heimili sín undanfarna daga útaf þessu.

Erlent
Fréttamynd

Dýrasti hamborgari í heimi

Hótel eitt í Indónesíu hefur tekið upp á því að bjóða upp á hamborgara á matseðli sínum og vilja þeir með því reyna að sameina vestrænar og asískar matarhefðir. Það merkilegasta við hamborgarann er samt verðið en hamborgarinn kostar ekki nema 7.990 íslenskar krónur.

Erlent
Fréttamynd

„Má ég fá meiri leðurblöku?“

Hundar, leðurblökur, skyndibitar frá Kentucky Fried Chicken og fiskur. Ekki beint hefðbundinn jólamatur en hann verður engu að síður á borðum margra við Kyrrahafsstrendur Asíu um þessi jól.

Erlent
Fréttamynd

Discovery á að lenda klukkan 22:32 í kvöld

Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur ákveðið að geimskutlunni Discovery verði lent við höfuðstöðvar þeirra í Flórída klukkan 22:32 í kvöld. Fyrr í dag hafði lendingu hennar verið frestað vegna veðurs.

Erlent
Fréttamynd

Annan býður fram aðstoð SÞ

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, bauð í kvöld hjálp samtakanna við að reyna að greiða úr dómsmálinu í Líbíu en þar voru fimm erlendir hjúkrunarfræðingar og einn erlendur læknir sakfelldir fyrir að hafa vísvitandi smitað yfir 400 börn af alnæmi.

Erlent
Fréttamynd

Byssukúla í hausnum

Bandarísk yfirvöld hafa gefið út leitarheimild til þess að finna mikilvæga vísbendingu í morðmáli einu. En sönnunargagnið sem leitað er að er byssukúla sem föst er í enni hins grunaða.

Erlent
Fréttamynd

al-Kaída gerir Bandaríkjamönnum tilboð

Leiðtogi hóps í Írak, sem al-Kaída styður, sagði í dag að þeir myndu hleypa Bandaríkjamönnum friðsamlega úr landinu ef þeir skyldu eftir öll sín þungavopn og yrðu farnir úr landinu innan mánaðartíma. Þetta kom fram í hljóðbúti sem var settur á internetið í dag.

Erlent
Fréttamynd

Gengi krónunnar og hlutabréf lækkuðu vegna lækkaðs lánshæfismats ríkissjóðs

Gengi íslensku krónunnar lækkaði um tæp þrjú prósent í dag og hlutabréf í Kauphöll Íslands lækkuðu um tæp tvö prósent eftir að matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands um leið og það gagnrýndi þensluhvetjandi kosningafjárlög. Geir H. Haarde forsætisráðherra segir þetta rangan dóm yfir fjárlögunum.

Innlent
Fréttamynd

Aðeins brot af jörðinni fór ekki undir vatn

Aðeins brot úr hektara af landi Björnskots á Skeiðum fór ekki undir vatn þegar flóðið í Hvítá stóð sem hæst. Fjöldi heyrúlla eyðilagðist og mun hey fyrir mjólkurkýrnar ekki duga út veturinn. Enn er ófært að Vatnsnesi í Grímsnesi en fært er orðið heim að öðrum bæjum í sýslunni.

Innlent
Fréttamynd

Grunur um að starfsmenn Byrgis hafi getið vistkonum börn

Grunur leikur á að fleiri en ein kona í meðferð í Byrginu hafi orðið barnshafandi eftir starfsmenn þar. Kona kærði í dag Guðmund Jónsson forstöðumann fyrir kynferðisbrot. Þrjár að auki hafa haft samband við lögreglu vegna tengsla sinna við Guðmund. Formaður Samfylkingarinnar vill opinbera rannsókn á starfsemi Byrgisins.

Innlent
Fréttamynd

Fyrirsætur skulu fitna

Ítölsk yfirvöld og fulltrúar ítalska tískuiðnaðarins undirrituðu í dag viljayfirlýsingu varðandi útlit fyrirsætna og sýningarstúlkna en það hversu grannar margar þeirra eru hefur farið fyrir brjóstið á fólki eftir að brasilísk fyrirsæta lést úr anorexíu þann 14. nóvember síðastliðinn.

Erlent
Fréttamynd

Ofsaveður og sumstaðar fárviðri

Afar slæmt veðurútlit er fyrir Vesturland og Vestfirði í nótt og norðanvert landið fyrir hádegi á morgun, gangi spár eftir. Eru horfur á að vindhviður á þessu svæðum geti farið um og yfir 50 m/s og að jafnaðarvindhraði verði á bilinu 23-33 m/s á þegar veðrið verður verst.

Innlent
Fréttamynd

Kastró hvergi sjáanlegur

Kúbverska þingið var sett í dag í fjarveru Fídels Kastró, hins áttræða leiðtoga Kúbu, en hann sást síðast opinberlega í júlí á þessu ári. Kastró var þá hraðað á sjúkrahús vegna „mikilla innvortis blæðinga" og hefur hann ekki komið fram opinberlega síðan.

Erlent
Fréttamynd

Olíuleki talinn í lágmarki

Könnun á aðstæðum við strandstað Wilson Muuga sýna að ef skipið stendur af sér komandi veður er líklegt að það verði lengi á sama stað þar sem straumur fer minnkandi. Olíuleki er í lágmarki en ekki verður hægt að mæla hann nákvæmlega fyrr en veður batnar.

Innlent
Fréttamynd

Gengið frá viðskiptum Straums og FL Group

Gengið hefur verið frá viðskiptum á 22,6% heildarhlutafjár í Straumi-Burðarási Fjárfestingabanka hf., á milli bankans og fjárfesta annars vegar og FL Group hf. hins vegar. Heildarkaupverð nemur 42,1 milljarði króna og greiðast um 28,3 milljarðar króna í reiðufé, um 10,2 milljarðar króna með hlutum í finnska flugfélaginu Finnair og um 3,5 milljarðar króna með hlutum í skráðum íslenskum félögum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Statoil dregur úr olíuframleiðslu

Norska ríkisolíurisinn Statoil hefur ákveðið að minnka olíuframleiðslu á svokölluðu Kvitebjørnsvæði í Norðursjó í næstu fimm mánuði og mun framleiðslan eftirleiðis nema 95.000 tunnum af olíu í dag. Fyrirtækið grípur til þessa ráða til að tryggja olíubirgðir og vernda borholur. Þá horfir fyrirtækið til þess að auka framleiðslu sína á öðrum svæðum og vega þannig upp á móti skerðingunni.

Viðskipti erlent