Fréttir Enn loga eldar í Grikklandi Hvítri ösku rignir yfir íbúa Aþenu, höfuðborgar Grikklands, en skógareldar þar í landi hafa teygt sig að jaðri borgarinnar. Enn logar víða á Pelops-skaga og slökkvistarf gengur hægt. 56 hið minsta hafa týnt lífi í eldunum og menningarsöguleg verðmæti Grikkja í hættu. Erlent 26.8.2007 18:14 Mynd af morðingja og vitni gefur sig fram Lögreglan í Liverpool segist hafa upptökur úr öryggismyndavélum af þeim sem myrti hinn 11 ára gamla Rhys Jones. Hettuklæddur unglingur hjóli skaut Rhys þar sem hann var að ganga heim af knattspyrnuæfingu á miðvikudagskvöldið. Enginn hefur formlega verið kærður fyrir morðið. Erlent 26.8.2007 18:36 Skýstrókur vekur athygli í Bogota Hundruð þúsunda eru án rafmagns eftir flóð og hvifrilbyli í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Á sama tíma festu íbúar í Bogota í Kólubmíu mikinn skýstrók á filmu en þeir sjást nær aldrei þar í borg. Erlent 26.8.2007 12:17 Opnaði iPhone Sautján ára unglingsstrák hefur tekist að aflæsa iPhone, nýjustu tæki Apple tölvurisans. Tækið kemur ekki á markað í Evrópu fyrr en seinna á þessu ári en nú geta tækniþyrstir utan Bandaríkjanna tekið forskot á sæluna. Erlent 25.8.2007 18:59 Deilt um hvort Kastró sé allur eða ekki Fídel Kastró, Kúbuforseti, er látinn. Þetta fullyrti sænskt héraðsfréttablað í gær og sagði haft eftir öruggum heimildum. Ekki hefur þetta fengist staðfest en orðrómur um andlát leiðtogans kraumar meðal Kúbverja í Bandaríkjunum. Erlent 25.8.2007 18:28 Hestaflensa í Ástralíu Hestaflensa hefur skotið sér niður í nágrenni við veðhlaupahesta í Ástralíu. Veikin er bráðsmitandi og ógnar íþrótt sem skilar Áströlum milljörðum í kassann. Erlent 25.8.2007 18:21 Neyðarástandi lýst yfir í Grikklandi Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Grikklandi vegna skógarelda sem loga þar á nærri tvö hundruð stöðum. Vel á fimmta tug manns hafa farist í þeim og óttast að margfallt fleiri hafi týnt lífi. Yfirvöld segja að kveikt hafi verið í á sumum stöðum og einn maður handtekinn. Erlent 25.8.2007 18:14 Varð alelda og skall til jarðar Minnst 11 slösuðust og tveggja er saknað eftir að eldur kviknaði í loftbelg og hann hrapaði á tjaldsvæði nærri Vancouver í Kanada í gærkvöldi. Loftbelgurinn varð nær alelda þegar hann var nýlega kominn á loft og í tæplega 8 metra hæð frá jörðu. Erlent 25.8.2007 12:35 Aftur kosið í Síerra Leóne Önnur umferð forsetakosninga verður haldin í Afríkuríkinu Síerra Leóne eftir hálfan mánuð. Kjörstjórn landsins tilkynnti í morgun að einginn frambjóðenda hefði fengið hreinan meirhluta í fyrri umferð. Erlent 25.8.2007 12:33 Kastró sagður allur Fídel Kastró, Kúbuforseti, er látinn samkvæmt sænska héraðsfréttablaðinu Norra Skåne. Blaðið birti þessa frétt í gær og hafði eftir heimildarmönnum sínum að formlega yrði tilkynnt um þetta á miðnætti í gærkvöldi. Engar fréttir hafa borist af andláti Kastrós í morgun og aðrar fréttir hermdu í gær að byltingarleiðtoginn aldni væri við góða heilsu. Erlent 25.8.2007 12:27 Mannskæðir skógareldar í Grikklandi Rúmlega 40 manns hafa týnt lífi í miklum skógareldum sem geisa í Suður-Grikklandi. Óttast er að enn fleiri eigi eftir að verða eldunum að bráð. Erlent 25.8.2007 12:21 Efnahagslífinu stafar ógn af efnalitlu fólki Hryðjuverk eru ekki lengur það sem bandaríski hagfræðingar óttast mest í augnablikinu. Þeir telja efnalitla einstaklinga með litla greiðslugetu sem lenda í vanskilum með afborganir af lánum sínum geta skaðað efnahagslífið meira. Viðskipti erlent 25.8.2007 10:30 Góður endir á vikunni Fjárfestar í Bandaríkjunum virðast hafa verið bjartsýnni í gær en aðra daga vikunnar en hækkun var á helstu hlutabréfavísitölum við lokun fjármálamarkaða á Wall Street í gær. Tölur viðskiptaráðuneytisins vestra um aukna sölu á nýjum fasteignum í skugga samdráttar á fasteignalánamarkaði og aukin eftirspurn eftir varanlegum neysluvörum er helsta ástæða hækkunarinnar. Viðskipti erlent 25.8.2007 10:04 Risapanda ól afkvæmi Risapanda ól lifandi afkvæmi í dýragarði í Vínarborg í Austurríki í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem það gerist í Evrópu í aldarfjórðung en það var í dýragarði í Madríd á Spáni. Erlent 24.8.2007 18:27 Skorast ekki undan friðargæslu í Súdan Íslensk stjórnvöld skorast ekki undan friðargæslu í Darfúr-héraði, en beðið verður eftir að byssurnar þagni. Vopn streyma til héraðsins þrátt fyrir bann Sameinuðu þjóðanna og sendifulltrúum ESB og Kanada var hent úr landi í morgun. Erlent 24.8.2007 18:26 Eðlishvöt réð viðbrögðum Kanadamaðurinn sem bjargaði lífi Íslendings í flugslysi í Kanada fyrir tæpri viku segir það eitt hafa komist að í huga hans að draga vini sína úr flaki flugvélarinnar. Eðlishvötin réð viðbrögðum hans. Erlent 24.8.2007 18:23 16 ára drengur grunaður um morðið í Liverpool Breska lögreglan hefur handtekið 16 ára unglingsstrák sem er grunaður um að hafa myrt 11 ára dreng í Liverpool í fyrrakvöld. Erlent 24.8.2007 18:12 Landsbankinn spáir aukinni verðbólgu Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki talsvert í september, eða um 1,4 prósent. Gangi það eftir mun verðbólga fara úr 3,4 prósentum í 4,3 prósent. Viðskipti innlent 24.8.2007 16:41 Gengi krónu styrkist í kjölfar veikingar Gengi krónunnar hefur styrkst á nýjan leik eftir snarpa veikingu síðustu vikur samfara óróa á alþjóðamörkuðum. Greiningardeild Landsbankans segir endurheimt jafnvægi á mörkuðum ytra muna endurvekja hneigð til styrkingar. Viðskipti innlent 24.8.2007 16:13 Úrvalsvísitalan lækkaði lítillega Úrvalsvísitalan lækkaði lítillega eftir nokkuð sveiflukenndan dag við lokun viðskipta í Kauphöllinni. Þetta er í takti við alþjóðlega hlutabréfamarkaði í dag en vísitölur enduðu beggja vegna núllsins í Evrópu. Gengi bréfa í Teymi hækkaði mest í dag, eða um 4,31 prósent. Bréf í Kaupþingi lækkaði hins vegar mest, eða 1,27 prósent. Viðskipti innlent 24.8.2007 15:36 Faldi hagnað af sölu hlutabréfa Héraðsdómsstóll í Tókýó í Japan dæmdi í dag sextuga konu í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar vegna skattsvika. Konan varði arfi eftir móður sína til hlutabréfakaupa og græddi jafnvirði rúmra tvö hundruð milljóna íslenskra króna á viðskiptunum. Stóran hluta af hagnaðinum faldi hún fyrir skattayfirvöldum á ýmsum reikningum í nafni skyldmenna sinna. Viðskipti erlent 24.8.2007 14:51 BNP Paribas opnar fyrir sjóði á ný Franski bankinn BNP Paribas ætlar að opna fyrir þrjá af sjóðum sínum í næstu viku. Bankinn skrúfaði fyrir sjóðina í byrjun ágúst af ótta við lausafjárskorts vegna samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði. Christine Lagarde, fjármálaráðherra Frakklands, segir skellinn í Bandaríkjunum ekki hafa teljandi áhrif á fransk efnahagslíf og hvetur franska banka til að halda ekki aftur af lánveitingum. Viðskipti erlent 24.8.2007 14:16 Hveitiverð í hæstu hæðum Kílóverð á hveiti stendur í sögulegum hæðum þessa stundina en slæmt veðurfar í kornræktarlöndum í Ameríku og Evrópu hefur leitt til þess að hveitibirgðir hafa dregist saman. Eftirspurnin eftir hveiti er hins vegar umfram framboð og getur það leitt til þess að brauðmeti og aðrar vöru úr hveiti geti hækkað í verði. Viðskipti erlent 24.8.2007 12:54 Aukið tap hjá Atlantic Petroleum Færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum, sem skráð er á markað í Kauphöllinni, tapaði 39,3 milljónum danskra króna, um 470,5 milljónum íslenskra króna, á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er talsvert meira tap en á sama tíma í fyrra þegar fyrirtækið tapaði jafnvirði 76 milljónum króna. Mestur hluti tapsins kom til á öðrum fjórðungi ársins. Viðskipti innlent 24.8.2007 12:33 Gengi hlutabréfa lækkar í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í fjármálafyrirtækjum hefur lækkað nokkuð í Kauphöllinni í dag. Þetta er í takt við lækkun á erlendum hlutabréfamörkuðum. Gengi bréfa í Landsbankanum leiðir lækkunina nú en verðið hefur lækkað um 2,21 prósent það sem af er dags. Fast á hæla bankans fylgir gengi bréfa í Straumi-Burðarási, FL Group og Glitni. Viðskipti innlent 24.8.2007 11:05 Slitinn ljósleiðari truflar markaðsvakt Ljósleiðari slitnaði í Kópavogi í morgun með þeim afleiðingum að einstaklingar og einhverjir bankar og fjármálafyrirtæki hafa ekki fengið upplýsingar um viðskipti í Kauphöllinni í dag. Upplýsingafyrirtækið Teris heldur utan um viðskiptin fyrir Markaðsvakt Mentis og nær hugbúnaðurinn ekki að tengjast grunni Teris, sem vistaður er í Kópavogi. Truflunin hefur hins vegar ekki áhrif á viðskipti í Kauphöllinni. Viðskipti innlent 24.8.2007 10:33 Hagnaður Íbúðalánasjóðs 2,8 milljarðar Íbúðalánasjóður hagnaðist um rétt rúma 2,8 milljarða krónur á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við tæpa 2,7 milljarða á sama tíma í fyrra. Eigið fé sjóðsins nam 20.477 milljónum króna en eiginfjárhlutfall er 7,5 prósent. Eignir sjóðsins jukust um 28,1 milljarða á fyrri hluta árs. Viðskipti innlent 24.8.2007 09:53 Vísitölur lækka lítillega í Evrópu Helstu hlutabréfavísitölur í Asíu og Evrópu hafa lækkað á fjármálamörkuðum í dag. Lækkunin kemur í kjölfar lækkunar á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær eftir að forstjóri Countrywide Financial, eins stærsta húsnæðislánafyrirtækis Bandaríkjanna, sagði samdrátt á fasteignamarkaði hvergi nærri lokið. Viðskipti erlent 24.8.2007 09:29 Hagnaður Gap eykst milli ára Bandaríska fataverslanakeðjan Gap skilaði 152 milljóna dala hagnaði á öðrum fjórðungi ársins, sem lauk í byrjun ágúst. Þetta jafngildir 9,9 milljörðum íslenskra króna, sem er 19 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra. Gap hefur átt við nokkra rekstrarerfiðleika að stríða og hagrætt mikið í rekstrinum. Viðskipti erlent 24.8.2007 09:13 Litlar risaeðlur sneggri Litlar risaeðlur voru fótfrárri en þær stærri og gætu stungið strút af. Þetta er niðurstaða breskra vísindamann sem hafa rannsakað spretthraða þessara forsögulegu dýra. Erlent 23.8.2007 18:57 « ‹ 146 147 148 149 150 151 152 153 154 … 334 ›
Enn loga eldar í Grikklandi Hvítri ösku rignir yfir íbúa Aþenu, höfuðborgar Grikklands, en skógareldar þar í landi hafa teygt sig að jaðri borgarinnar. Enn logar víða á Pelops-skaga og slökkvistarf gengur hægt. 56 hið minsta hafa týnt lífi í eldunum og menningarsöguleg verðmæti Grikkja í hættu. Erlent 26.8.2007 18:14
Mynd af morðingja og vitni gefur sig fram Lögreglan í Liverpool segist hafa upptökur úr öryggismyndavélum af þeim sem myrti hinn 11 ára gamla Rhys Jones. Hettuklæddur unglingur hjóli skaut Rhys þar sem hann var að ganga heim af knattspyrnuæfingu á miðvikudagskvöldið. Enginn hefur formlega verið kærður fyrir morðið. Erlent 26.8.2007 18:36
Skýstrókur vekur athygli í Bogota Hundruð þúsunda eru án rafmagns eftir flóð og hvifrilbyli í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Á sama tíma festu íbúar í Bogota í Kólubmíu mikinn skýstrók á filmu en þeir sjást nær aldrei þar í borg. Erlent 26.8.2007 12:17
Opnaði iPhone Sautján ára unglingsstrák hefur tekist að aflæsa iPhone, nýjustu tæki Apple tölvurisans. Tækið kemur ekki á markað í Evrópu fyrr en seinna á þessu ári en nú geta tækniþyrstir utan Bandaríkjanna tekið forskot á sæluna. Erlent 25.8.2007 18:59
Deilt um hvort Kastró sé allur eða ekki Fídel Kastró, Kúbuforseti, er látinn. Þetta fullyrti sænskt héraðsfréttablað í gær og sagði haft eftir öruggum heimildum. Ekki hefur þetta fengist staðfest en orðrómur um andlát leiðtogans kraumar meðal Kúbverja í Bandaríkjunum. Erlent 25.8.2007 18:28
Hestaflensa í Ástralíu Hestaflensa hefur skotið sér niður í nágrenni við veðhlaupahesta í Ástralíu. Veikin er bráðsmitandi og ógnar íþrótt sem skilar Áströlum milljörðum í kassann. Erlent 25.8.2007 18:21
Neyðarástandi lýst yfir í Grikklandi Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Grikklandi vegna skógarelda sem loga þar á nærri tvö hundruð stöðum. Vel á fimmta tug manns hafa farist í þeim og óttast að margfallt fleiri hafi týnt lífi. Yfirvöld segja að kveikt hafi verið í á sumum stöðum og einn maður handtekinn. Erlent 25.8.2007 18:14
Varð alelda og skall til jarðar Minnst 11 slösuðust og tveggja er saknað eftir að eldur kviknaði í loftbelg og hann hrapaði á tjaldsvæði nærri Vancouver í Kanada í gærkvöldi. Loftbelgurinn varð nær alelda þegar hann var nýlega kominn á loft og í tæplega 8 metra hæð frá jörðu. Erlent 25.8.2007 12:35
Aftur kosið í Síerra Leóne Önnur umferð forsetakosninga verður haldin í Afríkuríkinu Síerra Leóne eftir hálfan mánuð. Kjörstjórn landsins tilkynnti í morgun að einginn frambjóðenda hefði fengið hreinan meirhluta í fyrri umferð. Erlent 25.8.2007 12:33
Kastró sagður allur Fídel Kastró, Kúbuforseti, er látinn samkvæmt sænska héraðsfréttablaðinu Norra Skåne. Blaðið birti þessa frétt í gær og hafði eftir heimildarmönnum sínum að formlega yrði tilkynnt um þetta á miðnætti í gærkvöldi. Engar fréttir hafa borist af andláti Kastrós í morgun og aðrar fréttir hermdu í gær að byltingarleiðtoginn aldni væri við góða heilsu. Erlent 25.8.2007 12:27
Mannskæðir skógareldar í Grikklandi Rúmlega 40 manns hafa týnt lífi í miklum skógareldum sem geisa í Suður-Grikklandi. Óttast er að enn fleiri eigi eftir að verða eldunum að bráð. Erlent 25.8.2007 12:21
Efnahagslífinu stafar ógn af efnalitlu fólki Hryðjuverk eru ekki lengur það sem bandaríski hagfræðingar óttast mest í augnablikinu. Þeir telja efnalitla einstaklinga með litla greiðslugetu sem lenda í vanskilum með afborganir af lánum sínum geta skaðað efnahagslífið meira. Viðskipti erlent 25.8.2007 10:30
Góður endir á vikunni Fjárfestar í Bandaríkjunum virðast hafa verið bjartsýnni í gær en aðra daga vikunnar en hækkun var á helstu hlutabréfavísitölum við lokun fjármálamarkaða á Wall Street í gær. Tölur viðskiptaráðuneytisins vestra um aukna sölu á nýjum fasteignum í skugga samdráttar á fasteignalánamarkaði og aukin eftirspurn eftir varanlegum neysluvörum er helsta ástæða hækkunarinnar. Viðskipti erlent 25.8.2007 10:04
Risapanda ól afkvæmi Risapanda ól lifandi afkvæmi í dýragarði í Vínarborg í Austurríki í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem það gerist í Evrópu í aldarfjórðung en það var í dýragarði í Madríd á Spáni. Erlent 24.8.2007 18:27
Skorast ekki undan friðargæslu í Súdan Íslensk stjórnvöld skorast ekki undan friðargæslu í Darfúr-héraði, en beðið verður eftir að byssurnar þagni. Vopn streyma til héraðsins þrátt fyrir bann Sameinuðu þjóðanna og sendifulltrúum ESB og Kanada var hent úr landi í morgun. Erlent 24.8.2007 18:26
Eðlishvöt réð viðbrögðum Kanadamaðurinn sem bjargaði lífi Íslendings í flugslysi í Kanada fyrir tæpri viku segir það eitt hafa komist að í huga hans að draga vini sína úr flaki flugvélarinnar. Eðlishvötin réð viðbrögðum hans. Erlent 24.8.2007 18:23
16 ára drengur grunaður um morðið í Liverpool Breska lögreglan hefur handtekið 16 ára unglingsstrák sem er grunaður um að hafa myrt 11 ára dreng í Liverpool í fyrrakvöld. Erlent 24.8.2007 18:12
Landsbankinn spáir aukinni verðbólgu Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki talsvert í september, eða um 1,4 prósent. Gangi það eftir mun verðbólga fara úr 3,4 prósentum í 4,3 prósent. Viðskipti innlent 24.8.2007 16:41
Gengi krónu styrkist í kjölfar veikingar Gengi krónunnar hefur styrkst á nýjan leik eftir snarpa veikingu síðustu vikur samfara óróa á alþjóðamörkuðum. Greiningardeild Landsbankans segir endurheimt jafnvægi á mörkuðum ytra muna endurvekja hneigð til styrkingar. Viðskipti innlent 24.8.2007 16:13
Úrvalsvísitalan lækkaði lítillega Úrvalsvísitalan lækkaði lítillega eftir nokkuð sveiflukenndan dag við lokun viðskipta í Kauphöllinni. Þetta er í takti við alþjóðlega hlutabréfamarkaði í dag en vísitölur enduðu beggja vegna núllsins í Evrópu. Gengi bréfa í Teymi hækkaði mest í dag, eða um 4,31 prósent. Bréf í Kaupþingi lækkaði hins vegar mest, eða 1,27 prósent. Viðskipti innlent 24.8.2007 15:36
Faldi hagnað af sölu hlutabréfa Héraðsdómsstóll í Tókýó í Japan dæmdi í dag sextuga konu í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar vegna skattsvika. Konan varði arfi eftir móður sína til hlutabréfakaupa og græddi jafnvirði rúmra tvö hundruð milljóna íslenskra króna á viðskiptunum. Stóran hluta af hagnaðinum faldi hún fyrir skattayfirvöldum á ýmsum reikningum í nafni skyldmenna sinna. Viðskipti erlent 24.8.2007 14:51
BNP Paribas opnar fyrir sjóði á ný Franski bankinn BNP Paribas ætlar að opna fyrir þrjá af sjóðum sínum í næstu viku. Bankinn skrúfaði fyrir sjóðina í byrjun ágúst af ótta við lausafjárskorts vegna samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði. Christine Lagarde, fjármálaráðherra Frakklands, segir skellinn í Bandaríkjunum ekki hafa teljandi áhrif á fransk efnahagslíf og hvetur franska banka til að halda ekki aftur af lánveitingum. Viðskipti erlent 24.8.2007 14:16
Hveitiverð í hæstu hæðum Kílóverð á hveiti stendur í sögulegum hæðum þessa stundina en slæmt veðurfar í kornræktarlöndum í Ameríku og Evrópu hefur leitt til þess að hveitibirgðir hafa dregist saman. Eftirspurnin eftir hveiti er hins vegar umfram framboð og getur það leitt til þess að brauðmeti og aðrar vöru úr hveiti geti hækkað í verði. Viðskipti erlent 24.8.2007 12:54
Aukið tap hjá Atlantic Petroleum Færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum, sem skráð er á markað í Kauphöllinni, tapaði 39,3 milljónum danskra króna, um 470,5 milljónum íslenskra króna, á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er talsvert meira tap en á sama tíma í fyrra þegar fyrirtækið tapaði jafnvirði 76 milljónum króna. Mestur hluti tapsins kom til á öðrum fjórðungi ársins. Viðskipti innlent 24.8.2007 12:33
Gengi hlutabréfa lækkar í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í fjármálafyrirtækjum hefur lækkað nokkuð í Kauphöllinni í dag. Þetta er í takt við lækkun á erlendum hlutabréfamörkuðum. Gengi bréfa í Landsbankanum leiðir lækkunina nú en verðið hefur lækkað um 2,21 prósent það sem af er dags. Fast á hæla bankans fylgir gengi bréfa í Straumi-Burðarási, FL Group og Glitni. Viðskipti innlent 24.8.2007 11:05
Slitinn ljósleiðari truflar markaðsvakt Ljósleiðari slitnaði í Kópavogi í morgun með þeim afleiðingum að einstaklingar og einhverjir bankar og fjármálafyrirtæki hafa ekki fengið upplýsingar um viðskipti í Kauphöllinni í dag. Upplýsingafyrirtækið Teris heldur utan um viðskiptin fyrir Markaðsvakt Mentis og nær hugbúnaðurinn ekki að tengjast grunni Teris, sem vistaður er í Kópavogi. Truflunin hefur hins vegar ekki áhrif á viðskipti í Kauphöllinni. Viðskipti innlent 24.8.2007 10:33
Hagnaður Íbúðalánasjóðs 2,8 milljarðar Íbúðalánasjóður hagnaðist um rétt rúma 2,8 milljarða krónur á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við tæpa 2,7 milljarða á sama tíma í fyrra. Eigið fé sjóðsins nam 20.477 milljónum króna en eiginfjárhlutfall er 7,5 prósent. Eignir sjóðsins jukust um 28,1 milljarða á fyrri hluta árs. Viðskipti innlent 24.8.2007 09:53
Vísitölur lækka lítillega í Evrópu Helstu hlutabréfavísitölur í Asíu og Evrópu hafa lækkað á fjármálamörkuðum í dag. Lækkunin kemur í kjölfar lækkunar á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær eftir að forstjóri Countrywide Financial, eins stærsta húsnæðislánafyrirtækis Bandaríkjanna, sagði samdrátt á fasteignamarkaði hvergi nærri lokið. Viðskipti erlent 24.8.2007 09:29
Hagnaður Gap eykst milli ára Bandaríska fataverslanakeðjan Gap skilaði 152 milljóna dala hagnaði á öðrum fjórðungi ársins, sem lauk í byrjun ágúst. Þetta jafngildir 9,9 milljörðum íslenskra króna, sem er 19 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra. Gap hefur átt við nokkra rekstrarerfiðleika að stríða og hagrætt mikið í rekstrinum. Viðskipti erlent 24.8.2007 09:13
Litlar risaeðlur sneggri Litlar risaeðlur voru fótfrárri en þær stærri og gætu stungið strút af. Þetta er niðurstaða breskra vísindamann sem hafa rannsakað spretthraða þessara forsögulegu dýra. Erlent 23.8.2007 18:57