Tuttugu og tveir á Landspítala vegna Covid Tuttugu og tveir einstaklingar liggja nú á Landspítala vegna Covid. Af þessum fjölda eru tuttugu með virk smit en fjórir eru á gjörgæslu, þar af þrír í öndunarvél. 20.11.2021 15:55
Þau eru tilnefnd sem framúrskarandi ungir Íslendingar 2021 Tíu hafa hlotið tilnefningu sem framúrskarandi Íslendingar árið 2021. JCI á Íslandi veitir verðlaunin árlega en að endingu er einn úr hópi tilnefndra útnefndur verðlaunahafi. 20.11.2021 15:26
Oslóartréð fellt í Heiðmörk Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, felldi Oslóartréð sem prýða mun Austurvöll yfir hátíðarnar í morgun. Borgarstjórinn naut aðstoðar Sævars Hreiðarssonar, skógarvarðar hjá Skógaræktarfélagi Reykjavíkur við að saga tréð og fella það. 20.11.2021 14:57
FÍB gagnrýnir milljarða arðgreiðslu Sjóvár Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, gagnrýnir tryggingarfélagið Sjóvá í grein sem birt var á vefsíðu félagsins í gær. Framkvæmdastjóri FÍB segir ljóst að gríðarlegur hagnaður tryggingafélagsins sé ekki að skila sér til viðskiptavina. 20.11.2021 14:45
Skjálfti að stærð 3,5 við Reykjanestá Skjálfti af stærð 3,5 varð 7,4 NNA af Reykjanestá klukkan 12.55 í dag. Skjálftahrinina hófst upp úr klukkan 18 í gærkvöldi. 20.11.2021 13:55
Fær ekki að flytja inn blendingshund Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið staðfesti ákvörðun Matvælastofnunar um synjun innflutnings á blendingshundi til Íslands í vikunni. Málið hefur áður komið inn á borð ráðuneytisins. Hundurinn er af tegundinni American Staffordshire Terrier. 20.11.2021 13:15
Neitar að hafa kallað trans konu „karl í kerlingapels“ Aðalmeðferð í máli fyrrum dyravarðar skemmtistaðarins Hverfisbarsins, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Dyravörðurinn er ákærður fyrir brot á lögum vegna mismununar, fyrir að hafa meinað Sæborgu Ninju Urðardóttur aðgang að skemmtistaðnum. 20.11.2021 12:49
Átta mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og ofbeldi í sambandi: „Helvítis fokking svikari og hóra“ Maður var nýlega dæmdur í átta mánaða fangelsi í Landsrétti fyrir líkamsárás og ofbeldi í nánu sambandi. Refsingin er skilorðsbundin til fimm mánaða, og þarf hann því að sitja inni í þrjá hið mesta. 20.11.2021 12:05
Sautján látnir og fleiri slasaðir eftir úrhelli á Indlandi Að minnsta kosti sautján eru látnir og fleiri slasaðir eftir gífurlega rigningu í ríkinu Andhra Pradesh á Suður-Indlandi. Úrhelli hefur verið í ríkinu síðan á fimmtudaginn, sem valdið hefur flóðum og hrint af stað aurskriðum. 20.11.2021 11:25
Fær bætur eftir að hafa stigið ofan í niðurfall Fyrirtækið Geymsla Eitt hefur verið dæmt skaðabótaskylt vegna líkamstjóns sem kona hlaut þegar hún steig með fót sinn ofan í opið niðurfall. Við slysið meiddist konan á vinstri öxl. 20.11.2021 10:57