Börn bjartsýnni á betri heim en fullorðnir Niðurstöður nýrrar könnunar UNICEF og Gallup sýna að börn séu bjartsýnni á betri heim en fullorðnir. 21.000 manns, börn og fullorðnir, tóku þátt í könnuninni en hún var framkvæmd í tuttugu og einu landi. 20.11.2021 09:30
Óbólusettir í útgöngubann í Austurríki Stjórnvöld í Austurríki hafa tekið ákvörðun um setja útgöngubann á óbólusetta. Breytingarnar taka gildi á miðnætti í kvöld og gilda í tíu daga. Brot á útgöngubanninu varðar rúmlega tvö hundruð þúsund króna sekt. 14.11.2021 14:44
Salmonellu-hópsmit í september Aukning varð á tilkynningum til sóttvarnarlæknis um salmonellusýkingar í septembermánuði. Grunur vaknaði um hópsmit en á nokkrum vikum greindust þrettán einstaklingar með sömu tegund af bakteríunni. 14.11.2021 14:01
„Þetta er svo mikið þvaður í manninum að ég á ekki til orð“ Hart var tekist á í umræðu um kynferðisofbeldi í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og kynjafræðingur, og Sigurður G. Guðjónsson lögmaður ræddu málin. 14.11.2021 13:14
„Þessi unga snót heitir Vilborg Arna Gissurardóttir“ Mynd af ungri stúlku í búðarglugga vakti mikla athygli í Facebook-hópnum „Gamlar ljósmyndir“ í vikunni. Ljósmyndarinn birti myndina í von um að einhver þekkti til fyrirsætunnar á myndinni. 14.11.2021 12:01
Bandaríkjamenn drápu tugi kvenna og barna í loftárásum Bandaríkjamenn drápu að minnsta kosti 64 konur og börn í mannskæðum árásum á Íslamska ríkið í mars árið 2019. Reynt var að afmá ummerki um árásirnar. 14.11.2021 10:25
Sprengisandur: Þjóðernishyggja, björgun heimsins og landbúnaðurinn Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn verður sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. 14.11.2021 09:54
Fyrsta dauðsfall í tengslum við eldgosið á La Palma Eldri maður lét lífið í tengslum við eldgosið á eyjunni La Palma á Spáni í vikunni. Maðurinn var 72 ára gamall. 14.11.2021 09:00
Nærri sjötíu fangar drepnir í fangelsi í Ekvador Blóðug átök brutust út í fangelsi í Ekvador í gær en 68 létu lífið og yfir 25 særðust í átökunum, sem hófust um kvöldmatarleyti á föstudag. 14.11.2021 08:26
Snæhlébarðar deyja úr Covid Þrír snæhlébarðar létu lífið úr Covid-19 í dýragarðinum Lincoln Children’s Zoo í Nebraska í Bandaríkjunum á föstudaginn. 14.11.2021 07:52