Þórdís vill sæti Jóns í kjördæmi formannsins Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, hyggst gefa kost á sér í Suðvesturkjördæmi. Hún leiddi lista flokks síns í Norðvesturkjördæmi í síðustu þingkosningum. 16.10.2024 15:20
Vill vera oddviti áfram og hlakkar til slagsins Njáll Trausti Friðbertsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi, mun sækjast eftir endurkjöri í fyrsta sæti á lista flokksins í kjördæmin. Hann hefur fengið mótframboð og því stefnir í slag um oddvitasætið. 16.10.2024 12:37
„Jafn óábyrgt og að slíta stjórninni“ Forseti Alþýðusambandsins segir að með stjórnarslitum séu ráðandi öfl að hlaupast undan verkefninu, loks þegar árangur sé að nást í baráttu við háa vexti og verðbólgu. Hann kveðst gáttaður á því Vinstri græn taki ekki þátt í starfsstjórn. 16.10.2024 11:54
Sannfærður um að niðurstaðan verði Lyfjavali í hag Forstjóri hjá Skel fjárfestingafélagi hafnar því að Lyfjaval hafi brotið samkeppnisreglur, með því að einbeita sér í auknum mæli að rekstri bílaapóteka. Ráðist var í athugun hjá félaginu í gær, vegna gruns um markaðsskiptingu. 15.10.2024 12:06
Stuttur tími til að „komast í kjólinn fyrir jólin“ Nú þegar stefnir í kosningar fyrir jól, keppast flokkarnir við að smíða lista til að tefla fram. Uppstilling þykir líkleg víða, og aðeins einn flokkur hefur þegar tekið ákvörðun um að fara í prófkjör. Formaður eins flokksins segir þá ekki hafa langan tíma til að „komast í kjólinn fyrir jólin“. 14.10.2024 12:26
Viðbrögð VG við stjórnarslitum og stjórnarandstaða í kosningagír Ríkisstjórnin er sprungin. Þetta varð ljóst á blaðamannafundi sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins boðaði til með skömmum fyrirvara nú síðdegis. Hann gengur á fund forseta á Bessastöðum á morgun, og leggur til þingrof og kosningar í lok nóvember. 13.10.2024 17:43
Leggur fram tillögu um þingrof og kosningar í nóvember Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur upplýst formenn Framsóknar og Vinstri grænna um að hann muni leggja fyrir forseta Íslands tillögu um þingrof og alþingiskosningar í nóvember. Bjarni mun funda með forseta Íslands klukkan níu í fyrramálið. 13.10.2024 15:40
Kennarar æfir út í borgarstjóra, ríkisstjórnin og fjármál ungra bænda Kennarar eru óánægðir með ummæli sem borgarstjóri lét falla á ráðstefnu um helgina. Við ræðum við fulltrúa kennara og heyrum ummæli borgarstjóra í hádegisfréttum Bylgjunnar. 13.10.2024 11:46
Óvissa um framtíð ríkisstjórnarinnar og milljarðasamningur í Kína Framtíð ríkisstjórnarsamstarfsins er ekki ljós, en forystumenn stærstu stjórnarandstöðuflokkanna segjast tilbúnir í kosningar. Þeir útiloka ekki að mynda ríkisstjórn hvor með öðrum, fái þeir til þess umboð kjósenda. 12.10.2024 18:09
„Hófleg snjókoma og ólíklegt að þetta setjist á vegi“ Ekki er útlit fyrir að mikil snjókoma verði á suðvesturhorninu í dag, en von er á éljagangi fram eftir degi á Norðurlandi. Fyrsta snjóföl vetrarins á höfuðborgarsvæðinu gerði vart við sig í morgun, líkt og árrisulir borgarbúar tóku vafalaust margir eftir. 10.10.2024 07:53