Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg mun taka fyrir kæru Gráa hersins og þriggja ellilífeyristaka vegna dóms Hæstaréttar í máli sem snerist um skerðingu ellilífeyris almannatrygginga. 6.1.2025 12:15
Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Rúmlega 60 börn úr 7. bekk í Breiðagerðisskóla í Reykjavík lögðu spennt af stað í skólabúðirnar á Reykjum í Hrútafirði í morgun. Þau komust þó ekki lengra en á Kjalarnes, áður en ákvörðun var tekin um að snúa við vegna veðurs. 6.1.2025 12:00
Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Karl Nehammer, kanslari Austurríkis, hefur ákveðið að segja af sér embætti. Hann tók ákvörðun um það eftir að ljóst varð að stjórnarmyndunarviðræður flokks hans, Þjóðarflokksins, og Sósíaldemókrata myndu ekki bera árangur. 4.1.2025 23:31
Bráðum verður hún frú Beast YouTube-stjarnan James Donaldson, sem er mun betur þekktur sem MrBeast, og Thea Booysen eru trúlofuð. 4.1.2025 23:16
Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Ungur maður frá Bretlandi hefur verið fangelsaður í Dúbaí, fyrir að eiga samræði við 17 ára stúlku. Bresk stjórnvöld eru með málið á sínu borði. 4.1.2025 22:45
Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Verðlaunaskopmyndateiknari hefur sagt stöðu sinni hjá bandaríska fjölmiðlinum Washington Post lausri, eftir að mynd sem sýndi eiganda blaðsins krjúpa fyrir verðandi forseta Bandaríkjanna, ásamt fleiri auðjöfrum, var hafnað af ritstjórn blaðsins. 4.1.2025 22:16
Lentu með veikan farþega í Keflavík Lenda þurfti flugvél bandaríska flugfélagsins American Airlines, sem var á leið frá London til Charlotte í Bandaríkjunum, á Keflavíkurflugvelli í dag. Ástæðan voru veikindi farþega um borð. 4.1.2025 21:39
Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Einbýlishús sem gerði garðinn frægan sem heimili efnafræðikennarans og fíkniefnabarónsins Walters White í sjónvarpsþáttunum Breaking Bad er nú komið á sölu. Eigendur hússins hafa um árabil þurft að sætta sig við þá miklu athygli sem húsið vekur meðal aðdáenda þáttanna, og þurft að gera ýmsar öryggisráðstafanir. 4.1.2025 20:23
Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Maður að nafni Brandon Garrett hyggst höfða mál á hendur rapparanum og söngkonunni Nicki Minaj vegna meintrar líkamsárásar liðið vor. Lögmaður stórstjörnunnar segir ásakanirnar úr lausu lofti gripnar. 4.1.2025 19:22
Jimmy Carter kvaddur Sex daga útför Jimmy Carter, 39. forseta Bandaríkjanna, er hafin. Carter lést 29. desember síðastliðinn, 100 ára að aldri. 4.1.2025 18:37