Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ „Þetta hafa verið meiri erfiðleikar en gaman síðustu ár,“ segir Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sem naut þess vel að vinna til verðlauna á Smáþjóðaleikunum í Andorra á dögunum eftir töluverða erfiðleika árin á undan. Hún hefur oftar en einu sinni verið nærri því að hætta en vonast nú til að stærsti hjallinn sé að baki. 4.7.2025 10:00
Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Íslandsmeistarar Breiðabliks misstu niður 2-0 forystu gegn nýliðum Aftureldingar í 2-2 jafntefli liðanna í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld. Heimavöllur Mosfellinga heldur áfram að skila þeim stigum. 4.7.2025 09:35
Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hafnaði tilboði frá egypska félaginu Zamalek um að gerast þjálfari þess, og það ítrekað. Hann segist opinn fyrir því að þjálfa félagslið samhliða starfi sínu hjá HSÍ. 3.7.2025 11:44
Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Minning portúgalska landsliðsmannsins Diogo Jota og bróður hans Andre Silva verður heiðruð fyrir leik kvennalandsliðs Portúgals við Spán á EM í kvöld. Jota og Silva létust í bílslysi í nótt. 3.7.2025 11:05
Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Liverpool, lið portúgalska knattspyrnumannsins Diogo Jota, hefur birt yfirlýsingu vegna skyndilegs fráfalls Jota og bróður hans André Silva í bílslysi á Spáni í nótt. 3.7.2025 09:32
„Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Portúgalska knattspyrnusambandið birti yfirlýsingu á miðlum þess í morgun vegna skyndilegs fráfalls Diogo Jota, landsliðsmanns Portúgal, og bróður hans André Silva. Portúgölsk knattspyrnuhreyfing sé í áfalli og syrgi mæta menn. 3.7.2025 09:04
„Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Það kom ýmsum á óvart að Jón Daði Böðvarsson skildi fara í næst efstu deild hér heima er hann samdi við lið Selfoss í gær. Hann kveðst ekki geta ímyndað sér að spila fyrir annað félag hérlendis. Þjálfari liðsins segir reisn yfir skiptunum. 2.7.2025 09:32
Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ „Það er alltaf aðeins meiri eftirvænting fyrir stórum bikarleikjum. Það er alltaf extra skemmtilegt og meiri tilhlökkun,“ segir Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði Stjörnunnar, um leik hans manna við Val í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í fótbolta í kvöld. 1.7.2025 11:32
Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Þeir Albert Brynjar Ingason og Sigurbjörn Hreiðarsson segjast spenntir fyrir því að sjá Englendinginn Steven Caulker í búningi Stjörnunnar í Bestu deild karla í sumar. Það er ekki á hverjum degi sem leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni koma hingað til lands. 30.6.2025 15:01
Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Ousmané Dembélé, leikmaður Paris Saint-Germain, fór ekki tómhentur heim af Mercedes Benz-vellinum í Atlanta í gær í kjölfar 4-0 sigurs hans manna á Inter Miami í fyrsta leik 16-liða úrslita á HM félagsliða. Raunar var hann klyfjaður útbúnaðar af fyrrum liðsfélögum. 30.6.2025 11:31