United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Manchester United leitar kantmanns til að styrkja sóknarleik liðsins fyrir síðari hluta tímabilsins. Liðið gerði hvað það gat að sannfæra Antoine Semenyo um að koma á Old Trafford en útlit er fyrir að hann gangi í raðir bláklæddra granna. En hvert leitar United næst? 25.12.2025 22:01
„Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ José Mourinho, þjálfari Benfica í Portúgal, virðist meðvitaður um fréttaflutning um sjálfan sig líkt og kom fram á blaðamannafundi hans á dögunum. Fréttamaður á fundinum fékk engum spurningum svarað. 25.12.2025 21:02
Jólagleði í Garðinum Það var engin gleði hjá New York Knicks sem þurfti að þola tap í hádegisleiknum á jóladag í Madison Square Garden í stóra eplinu. 25.12.2025 19:54
Haaland stóðst vigtun eftir jólin Erling Haaland, leikmaður Manchester City, greindi frá því á samfélagsmiðlum að hann hefði staðist vigtun eftir hátíðarnar. Frægt er að knattspyrnustjórinn Pep Guardiola gaf nokkurra daga frí en hugðist vigta menn fyrir og eftir jól. 25.12.2025 19:00
Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að Ítalinn Federico Chiesa skoraði dramatískt mark til að innsigla sigur Liverpool og Bournemouth á föstudagskvöldi í ágúst þegar enska úrvalsdeildin rúllaði af stað. 25.12.2025 18:00
„Ég elska peninga“ Jadeveon Clowney, varnarmaður Dallas Cowboys, segist ekki skorta hvatningu til starfsins þrátt fyrir að kúrekarnir komist ekki í úrslitakeppnina þetta árið í NFL-deildinni. 25.12.2025 17:01
Goðsögn fallin frá Skotinn John Robertson, fyrrum leikmaður Nottingham Forest og Derby County, er fallinn frá 72 ára að aldri. 25.12.2025 15:30
Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Zinedine Zidane, einn besti fótboltamaður sögunnar, var á meðal áhorfenda á leik Alsír við Súdan á Afríkumótinu í Rabat í Marokkó í gær. 25.12.2025 15:01
Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Samuel Moutoussamy, leikmaður Lýðstjórnarlýðveldis Kongó á Afríkumótinu í fótbolta, hefur vakið athygli á netmiðlum fyrir að rísa á mettíma af börum eftir að hafa verið borinn af velli í fyrsta leik liðsins á mótinu gegn Benín. Hann skýrði ástæðu þess eftir leik. 25.12.2025 14:00
Kærður af knattspyrnusambandinu Cristian Romero, varnarmaður Tottenham Hotspur, sætir kæru frá enska knattspyrnusambandinu vegna framkomu sinnar í leik liðsins við Liverpool í ensku úrvalsdeildinni síðustu helgi. 25.12.2025 13:00