Þrenna Trossard skemmdi endurkomu Liverpool Leandro Trossard reyndist hetja Brighton er hann tryggði liðinu stig gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 3-3, en Trossard skoraði öll mörk gestanna. 1.10.2022 16:05
Eigendur PSG sagðir ætla að kaupa Espanyol til að skaða Barcelona Tamim bin Hamad Al Thani, emírinn af Katar, er sagður hafa fyrirskipað Nasser Al-Khelaifi, forseta Paris Saint-Germain, að festa kaup á spænska fótboltaliðinu Espanyol. Með þessu ætli Katarar að gera Barcelona skráveifu en köldu hefur andað á milli PSG og Barca síðustu misseri. 30.9.2022 17:00
Besti þátturinn: Ásthildur tók skóna fram Fimmta viðureignin í Besta þættinum hefur hefur verið gefin út en í þættinum eru leikmenn og stuðningsmenn liða í Bestu deildinni paraðir saman í keppni á móti pari frá öðru liði. 30.9.2022 16:30
Milliríkjadeila vegna fótboltatreyju Marokkósk yfirvöld hafa krafist þess að þýski íþróttavöruframleiðandinn Adidas taki nýja treyju landsliðs Alsír úr umferð. Þau saka Alsíringa um að tileinka sér marokkóskan menningararf. 30.9.2022 15:30
Héldu þjálfaranum allt landsleikjahléið en ráku hann svo á leikdag Enska knattspyrnuliðið Hull City hefur rekið þjálfara liðsins, Georgíumanninn Shota Arveladze, aðeins örfáum klukkustundum fyrir leik Hull og Luton í ensku B-deildinni sem fram fer í kvöld. 30.9.2022 15:01
Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu. 30.9.2022 13:00
Langt kominn með að selja eftir mikla erfiðleika Farhad Moshiri, eigandi Everton á Englandi, er sagður vera langt kominn í viðræðum um að selja félagið til bandarísks viðskiptajöfurs. Fátt hefur gengið upp þrátt fyrir mikil fjárútlát í stuttri eigendatíð Moshiris. 30.9.2022 12:30
Allt vitlaust vestanhafs eftir óhugnanlegt atvik: „Þetta getur drepið mann“ Tua Tagovailoa, leikstjórnandi Miami Dolphins í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, var borinn af velli eftir þungt höfuðhögg í leik við Cincinnati Bengals í nótt. Óhugnalegar myndir sáust af honum eftir höggið en talið er að hann hafi jafnvel fengið annan heilahristing sinn á innan við viku. 30.9.2022 09:31
„Fyrst Færeyjar gátu unnið Tyrkland þá getum við líka unnið Víking“ Gunnar Nielsen, markvörður FH og færeyska landsliðsins, segir viðsnúning hafa orðið hjá liðinu frá því að svokallaður endurreisnarfundur var haldinn í sumar. Hann kveðst svekktur að vera á bekknum hjá liðinu en styður sína menn sem hann hefur trú á að geti unnið Víking í bikarúrslitum um helgina. 30.9.2022 09:00
Ný þjóðarhöll: Skrýtið ef einhver segir „allt í plati“ Það er ekki annað að heyra á Gunnari Einarssyni, formanni framkvæmdanefndar um nýja þjóðarhöll, en að verkefnið gangi vel. Hann segir mikinn hug í þeim sem að koma. 30.9.2022 08:01
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun