Íþróttafréttamaður

Valur Páll Eiríksson

Valur Páll er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Forseti PSG sagður eiga þátt í mannráni og pyntingum

Franska dagblaðið Libération greinir frá því í dag að hinn katarski Nasser Al-Khelaifi, forseti franska fótboltaliðsins Paris Saint-Germain, hafi átt þátt í mannráni franskalsírsks kaupsýslumanns. Sá á að hafa haft undir höndum gögn sem sýndu Al-Khelaifi ekki í góðu ljósi.

„Engillinn minn, ástin mín, Sean Dyche“

Sean Dyche, fyrrum stjóri Watford og Burnley, átti gott samband við tónlistargoðið Elton John þegar hann var hjá fyrrnefnda liðinu. Elton var eigandi Watford frá 1976 til 1990 og aftur frá 1997 til 2002 og er heiðursforseti félagsins.

Yfirvöld í Katar skylda ríkisborgara til vinnu í kringum HM

Yfirvöldum í Katar færist mikið í fang að halda utan um eins stóran viðburð og heimsmeistaramótið í fótbolta sem fer fram í smáríkinu í nóvember og desember. Borgarar ríkisins þurfa að sinna þegnskyldu í kringum mótið.

Hvaða lið áttu að styðja í NFL?

Bandaríska NFL-deildin í amerískum fótbolta hefur notið aukinna vinsælda hér á landi undanfarin misseri. Margur á hins vegar erfitt með að finna sér lið til að halda með. Ekki þarf þó að örvænta - Lokasóknin er með svör á reiðum höndum.

Varði fimmta vítið í röð

Yann Sommer, markvörður Borussia Mönchengladbach og svissneska landsliðsins, hefur varið síðustu fimm vítaspyrnur sem hann hefur fengið á sig í leik með landsliðinu. 

Sjá meira