Barátta upp á líf og dauða tekin heldur alvarlega Sævar Atli Magnússon er í fyrsta sinn í A-landsliðshópi í keppnisleikjum fyrir komandi verkefni gegn Bosníu og Liechtenstein í undankeppni EM 2024. Hann og liðsfélagi hans Alfreð Finnbogason mæta marðir og barðir til leiks eftir síðasta leik Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni. 22.3.2023 12:00
Líklegt byrjunarlið Íslands: Hver á að takast á við Dzeko? Íslenska karlalandsliðið hefur leik í undankeppni EM 2024 annað kvöld í borginni Zenica í Bosníu þar sem heimamenn bíða. Einhver spurningamerki vakna þegar kemur að mögulegu byrjunarliði Íslands, þá sérstaklega í öftustu línu. 22.3.2023 10:31
Föðurhlutverkið breyti ekki skapinu Jón Dagur Þorsteinsson kveðst spenntur fyrir komandi landsliðsverkefni er Ísland mætir Bosníu í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2024 ytra á fimmtudagskvöld. Jón Dagur kveðst þá njóta föðurhlutverksins samhliða fótboltanum en það hafi þó lítil áhrif á keppnisskapið. 22.3.2023 10:01
„Þá er bara að kyngja stoltinu“ Glódís Perla Viggósdóttir fór fyrir liði Bayern Munchen er það vann 1-0 sigur á Arsenal á Allianz Arena í gær. Um var að ræða fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 22.3.2023 09:01
Hákon kemur inn vegna höfuðmeiðsla Elíasar Elías Rafn Ólafsson, markvörður Midtjylland og íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, þurfti að draga sig úr landsliðshópnum fyrir komandi leiki við Bosníu og Liechtenstein í undankeppni EM 2024. Hákon Rafn Valdimarsson tekur sæti hans. 21.3.2023 18:50
Allir með á æfingu á svæði Bayern München Allir leikmenn í landsliðshópi Íslands eru heilir heilsu og voru með á æfingu liðsins í München í dag. Ísak Bergmann Jóhannesson var með eftir að hafa glímt við veikindi um helgina. 21.3.2023 12:00
Stirður eftir alla löngu boltana hjá nýja þjálfaranum Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður Íslands, tók ekki þátt á æfingu liðsins í München í Þýskalandi í gær þar sem hann var nýlentur eftir leik liðs hans Alanyaspor kvöldið áður. Þar hefur hann þurft að aðlagast leikstíl nýs þjálfara. 21.3.2023 09:01
Vill láta kné fylgja kviði með landsliðinu: „Getum gert helling í þessum riðli“ Hákon Arnar Haraldsson æfði ekki með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta sem kom saman í München í Bæjaralandi í dag enda spilaði hann með félagi sínu FC Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Hann gekk hins vegar frá nýjum samningi við félagið áður en haldið var í landsliðsverkefnið. 20.3.2023 19:00
„Erfitt að vera að tjá sig sjálfur um þetta“ Hannes S. Jónsson, formaður og framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands, vonast eftir faglegri umræðu félaganna um reglubreytingu sem ætlað er að slíta stöðurnar tvær í sundur. Hannes hefur sinnt báðum stöðum frá 2014. 18.3.2023 10:00
„Getum fengið þrjá erlenda leikmenn á sama verði og einn íslenskan“ Hörður féll í gær úr Olís-deild karla í handbolta á fyrstu leiktíð félagsins á meðal þeirra bestu. Stefnan er sett aftur upp og miklar vonir eru bundnar við ungviðið innan félagsins. 18.3.2023 09:00