Verða að láta duga að horfa á upptökuna hjá lögreglu Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að lögregla þurfi ekki að afhenda manni, sem ákærður er fyrir líkamsárás, og lögmanni hans upptöku úr öryggismyndavél. Þeim stendur hins vegar til boða að skoða upptökurnar hjá lögreglu. 26.10.2022 12:32
Kæmi Bjarna á óvart ef landsfundur sæi ástæðu til að skipta honum út Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það kæmi sér á óvart ef landsfundur Sjálfstæðisflokksins sæi ástæðu til að skipta um forystu flokksins á þessum tímapunkti kjörtímabilsins. 26.10.2022 09:20
Telja sig hafa gripið rússneskan njósnara í Tromsö Norska öryggislögreglan hefur handtekið mann sem lögreglu grunar að hafi dvalið í Noregi í um eitt ár sem rússneskur njósnari undir fölsku flaggi sem brasilískur vísindamaður. Lögregla vill að honum verði vísað úr landi. 25.10.2022 14:44
Í langt gæsluvarðhald grunaður um atlögu gegn móður sinni Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 31. mars næstkomandi. Hann er grunaður um að hafa veist að móður sinni með ofbeldi. 25.10.2022 13:26
„Ætlum við að vera fiskur dagsins?“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir að eldisafurðir séu að taka yfir neytendamarkað á fiski. Skilaboðin frá erlendum verslunarkeðjum séu að fyrirsjáanleiki og tryggt aðgengi skipti öllu máli. Varaði hann við því að ef íslenskur sjávarútvegur gæti ekki tryggt vörur 365 daga ársins yrði þorskurinn að fiski dagsins í erlendum verslunarkeðjum. 25.10.2022 11:55
Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Deildarmyrkvi á sólu verður sjáanlegur frá Íslandi í dag ef veður leyfir. Myrkvinn hefst klukkan 8:59 og nær hámarki tæpri klukkustund síðar, klukkan 9:46. 25.10.2022 08:47
WhatsApp lá niðri á heimsvísu tímabundið Samskiptaforritið WhatsApp liggur niðri á heimsvísu. Um tveir milljarðar manns nota forritið daglega. 25.10.2022 08:39
Vilja að öryggisráðið ræði staðlausar áhyggjur af„skítugri sprengju“ Rússnesk yfirvöld hafa ekki gefist upp á að halda því fram að Úkraínumenn ætli sér að sprengja geislavirka sprengju, þrátt fyrir verulegar efasemdir vestrænna ríkja. Þeir vilja að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna taki málið fyrir. 25.10.2022 07:28
Mögulegt að „týnda rafmyntadrottningin“ hafi fengið veður af fyrirhuguðum aðgerðum Talið er mögulegt að Ruja Ignatova, stofnandi rafmyntarinnar OneCoin, sem nefnd hefur verið hin týnda rafmyntadrottning, hafi fengið veður af lögregluaðgerðum gegn henni áður en að hún lét sig hverfa. 23.10.2022 14:46
Aftur hrapaði rússnesk herþota á íbúðarhús Rússnesk herþota hrapaði til jarðar á íbúarhús í Irkutsk í Síberíu í nótt. Tveir flugmenn vélarinnar létust. Myndbönd sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum sýna herþotuna hrapa til jarðar. 23.10.2022 13:36