Fréttamaður

Tryggvi Páll Tryggvason

Nýjustu greinar eftir höfund

Mat hugmyndir SA bæði óaðgengilegar og óásættanlegar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að hugmyndir samninganefndar Samtaka atvinnulífsins hvernig ná mætti skammtímasamningi í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði hafi verið algjörlega óásættanlegar. Þá hafi orð fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær ekki hjálpað til.

Allir sjái að mikið sé undir

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur ljóst að allir sjái að mikið sé undir í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði. Hann segir aðila vinnumarkaðarins ágætlega nestaða fyrir kjaraviðræður dagsins eftir óvæntan fund með forsætisráðherra í morgum.

Fé­lags­menn Vil­hjálms ekki með neinar tær á Tenerife

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, gagnrýndi stýrivaxtahækkun Seðlabankans harkalega er hann gekk inn á fund forsætisráðherra sem boðað var til með aðilum vinnumarkaðarins í morgun með nær engum fyrirvara. 

Tafir á stáli seinka viðbyggingunni til vorsins 2024

Reiknað er með að hægt verði að taka langþráða nýja viðbyggingu við Akureyrarflugvöll í notkun vorið 2024, tæpu ári á eftir áætlun. Tafir við afhendingu á ýmsum aðföngum, svo sem stálgrind hússins, gera þetta að verkum. 

„Við munum hækka vexti eins og þarf“

Stjórnendur peningastefnunefndar Seðlabankans segja það alveg skýrt að nefndin muni hækka stýrivexti frekar, meti hún þörf á því. Seðlabankastjóri segir það alveg skýrt að Seðlabankinn geti ekki verið aðili að loforði um að stýrivextir verði ekki hækkaðir sem hluti af kjarasamningum.

Mót­mælir form­lega niður­stöðum kosninganna

Jair Bolsonaro, fráfarandi forseti Brasilíu hefur sent formlega kvörtun til kosningayfirvalda þar í landi þar sem hann mótmælir niðurstöðum forsetakosninganna í október.  Þar beið hann naumlega lægri hlut gegn Luiz Inacio „Lula“ da Silva.

Tæklaði á­rásar­manninn en tapaði tengda­syninum

Miðaldra fyrrverandi hermanni hefur verið hampað sem hetju eftir að hann afvopnaði og yfirbugaði árásarmann sem hóf skotárás á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum um helgina. Hann segist hafa farið ósjálfrátt í stríðsham þegar kúlunum byrjaði að rigna. Tengdasonur hermannsins er á meðal þeirra sem lést í árásinni.

Sjá meira