Félagsmenn Vilhjálms ekki með neinar tær á Tenerife Tryggvi Páll Tryggvason og Heimir Már Pétursson skrifa 24. nóvember 2022 10:30 Vilhjálmur Birgisson, á tröppum Stjórnarráðshússins í morgun. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, gagnrýndi stýrivaxtahækkun Seðlabankans harkalega er hann gekk inn á fund forsætisráðherra sem boðað var til með aðilum vinnumarkaðarins í morgun með nær engum fyrirvara. „Við komum hingað til að hlusta,“sagði Vilhjálmur í viðtali við Heimi Má Pétursson á tröppum Stjórnarráðshússins þegar hann mætti til fundar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um klukkan 9:30 í morgun. Katrín hafði þar boðað samningsaðila í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði til óvænts fundar. Tilefnið virðist vera staðan sem uppi er komin í kjaraviðræðum eftir stýrivaxtahækkun Seðlabankans í gær, sem aðilar vinnumarkaðarins, þá sérstaklega forsvarsmenn verkalýðshreyfingarinnar gagnrýndu harkalega í gær. Vilhjálmur dró ekki úr gagnrýninni fyrir utan Stjórnarráðshúsið í morgun. „Við vorum sett í mjög erfiða stöðu í gær. Við finnum hvernig greiðslubyrði okkar félagsmanna hefur verið að íþyngjast núna á liðnum mánuðun. Það er alveg ljóst að þetta er okkar eina tækifæri til að bregðast við því. Klippa: Mínir félagsmenn eru ekki með neinar tær á Tenerife Við vorum að vona að við værum að fara að horfa fram á bjartari tíma hvað varðar vaxtakjör en það fór í þveröfuga átt. Þannig að við þurfum bara að bregðast við því með einum og öðrum hætti,“ sagði Vilhjálmur. Seðlabankinn hafi gefið fjölda fólks fingurinn Fram kom í gær að andrúmsloftið í kjaraviðræðum gjörbreyttist í gær eftir ákvörðun Seðlabankans um stýrivaxtahækkun. Benti Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins meðal annars á það að Seðlabankinn hefði getað haldið vöxtum óbreyttum en áskilið sér rétt til að boða auka-vaxtaákvörðunardag eftir að kjarasamningar lægju fyrir. Vilhjálmur tók undir þetta. „Hann hafði öll tækifæri til þess en í staðinn fyrir réttir hann bara íslenskri verkalýðshreyfingu, íslensku launafólki, heimilum og neytendum fingurinn. Sem er bara grafalvarleg staða.“ Sagði hann að sameiginlegt markmið hafi ráðið ríkjum í kjaraviðræðunum hingað til, en staðan nú sé gjörbreytt eftir gærdaginn. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, boðaði til fundarins með nær engum fyrirvara.Vísir/Vilhelm „En það var einbeittur vilji samningsaðila við að ná saman og hafa það að markmiði að við myndum stuðla hér að lækkandi verðbólgu, lækkandi vöxtum, þannig að við gætum aukið ráðstöfunartekjur okkar félagsmanna með fleiri þáttum en bara launahækkunum. Það var markmiðið og þessi skilaboð, þessi leiktaktík hjá Seðlabankanum í gær, að senda okkur svona fingurinn, setur okkur bara á allt annnan stað.“ Fram kom í gær á fundi Seðlabankans þar sem stýrivaxtahækkunin var rökstudd að neyslugleði Íslendinga eiga stóran þátt í að halda uppi verðbólgunni. Fyrr í vetur hafði Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, vísað í að tíðar myndir Íslendinga á samfélagsmyndum af tásum í sólarlandaferðum frá Tenerife, væri merki um kröftuga einkaneyslu. Aðspurður um hvort að félagsmenn í þeim félögum sem Vilhjálmur er í forsvari fyrir væri svona neysluglaðir, stóð ekki á svörum. „Ég get lofað þér því Heimir, að mínir félagsmenn, lágtekjufólk á berstrípuðum töxtum, eru ekki með neinar tær úti á Tenerife. Því að það er berjast fyrir því að ná endum saman frá mánaðar til mánaðar og halda mannlegri reisn.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
„Við komum hingað til að hlusta,“sagði Vilhjálmur í viðtali við Heimi Má Pétursson á tröppum Stjórnarráðshússins þegar hann mætti til fundar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um klukkan 9:30 í morgun. Katrín hafði þar boðað samningsaðila í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði til óvænts fundar. Tilefnið virðist vera staðan sem uppi er komin í kjaraviðræðum eftir stýrivaxtahækkun Seðlabankans í gær, sem aðilar vinnumarkaðarins, þá sérstaklega forsvarsmenn verkalýðshreyfingarinnar gagnrýndu harkalega í gær. Vilhjálmur dró ekki úr gagnrýninni fyrir utan Stjórnarráðshúsið í morgun. „Við vorum sett í mjög erfiða stöðu í gær. Við finnum hvernig greiðslubyrði okkar félagsmanna hefur verið að íþyngjast núna á liðnum mánuðun. Það er alveg ljóst að þetta er okkar eina tækifæri til að bregðast við því. Klippa: Mínir félagsmenn eru ekki með neinar tær á Tenerife Við vorum að vona að við værum að fara að horfa fram á bjartari tíma hvað varðar vaxtakjör en það fór í þveröfuga átt. Þannig að við þurfum bara að bregðast við því með einum og öðrum hætti,“ sagði Vilhjálmur. Seðlabankinn hafi gefið fjölda fólks fingurinn Fram kom í gær að andrúmsloftið í kjaraviðræðum gjörbreyttist í gær eftir ákvörðun Seðlabankans um stýrivaxtahækkun. Benti Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins meðal annars á það að Seðlabankinn hefði getað haldið vöxtum óbreyttum en áskilið sér rétt til að boða auka-vaxtaákvörðunardag eftir að kjarasamningar lægju fyrir. Vilhjálmur tók undir þetta. „Hann hafði öll tækifæri til þess en í staðinn fyrir réttir hann bara íslenskri verkalýðshreyfingu, íslensku launafólki, heimilum og neytendum fingurinn. Sem er bara grafalvarleg staða.“ Sagði hann að sameiginlegt markmið hafi ráðið ríkjum í kjaraviðræðunum hingað til, en staðan nú sé gjörbreytt eftir gærdaginn. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, boðaði til fundarins með nær engum fyrirvara.Vísir/Vilhelm „En það var einbeittur vilji samningsaðila við að ná saman og hafa það að markmiði að við myndum stuðla hér að lækkandi verðbólgu, lækkandi vöxtum, þannig að við gætum aukið ráðstöfunartekjur okkar félagsmanna með fleiri þáttum en bara launahækkunum. Það var markmiðið og þessi skilaboð, þessi leiktaktík hjá Seðlabankanum í gær, að senda okkur svona fingurinn, setur okkur bara á allt annnan stað.“ Fram kom í gær á fundi Seðlabankans þar sem stýrivaxtahækkunin var rökstudd að neyslugleði Íslendinga eiga stóran þátt í að halda uppi verðbólgunni. Fyrr í vetur hafði Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, vísað í að tíðar myndir Íslendinga á samfélagsmyndum af tásum í sólarlandaferðum frá Tenerife, væri merki um kröftuga einkaneyslu. Aðspurður um hvort að félagsmenn í þeim félögum sem Vilhjálmur er í forsvari fyrir væri svona neysluglaðir, stóð ekki á svörum. „Ég get lofað þér því Heimir, að mínir félagsmenn, lágtekjufólk á berstrípuðum töxtum, eru ekki með neinar tær úti á Tenerife. Því að það er berjast fyrir því að ná endum saman frá mánaðar til mánaðar og halda mannlegri reisn.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira