Svindlsíður herja á landsmótsgesti Gestir á Landsmóti hestamanna hafa verið varaðir við nokkrum svindlsíðum á samfélagsmiðlum og aðallega Facebook sem hafa peninga af fólki með því að lofa beinu streymi af keppni Landsmótsins sem fer nú fram í Reykjavík. 5.7.2024 11:06
Vaknaði með tíu ósvöruð símtöl og frétti svo af uppsögninni Næstum hundrað og þrjátíu manns misstu vinnuna hjá fyrirtækinu Skaganum 3x, sem óskaði eftir gjaldþrotaskiptum í dag. Uppsagnirnar eru áfall fyrir Akranesbæ segir bæjarstjórinn en starfsmaður segir fréttirnar hafa komið flatt upp á sig þegar hann vaknaði í morgun. 4.7.2024 19:16
Enn má pissa í sjóinn á Costa del Sol Borgarstjórn í Marbella-borg á Spáni hefur neitað ásökunum um að bráðlega muni fólk vera sektað fyrir að kasta af sér þvagi í sjóinn á vinsælustu ferðamannaströndum Costa del Sol. Strendurnar eru gríðarlega vinsælar meðal Íslendinga. 4.7.2024 11:52
Lögreglan kölluð til er hundur lék lausum hala á Reykjanesbrautinni Lögreglan var kölluð til klukkan hálf ellefu í gærkvöldi vegna hunds sem lék lausum hala á Reykjanesbrautinni skammt frá Grænásbraut. Umferð var stöðvuð á brautinni af stórum sendiferðabíl sem þveraði veginn á meðan vegfarendur reyndu að ná hundinum. 4.7.2024 10:34
Ein leið í og úr hverfinu dragi úr öryggi íbúa Garðabær bíður núna eftir því að ná samkomulagi við Vegagerðina um endurbætur á Flóttamannaleiðinni svokölluðu. Til hefur staðið að tengja Urriðaholtsstræti og Holtsveg við veginn í tíu til fimmtán ár síðan að skipulag fyrir hverfið var gert. Eins og stendur er aðeins ein leið í og úr hverfinu. 4.7.2024 06:22
Fjórar ferðir vegna heilbrigðisþjónustu fást nú endurgreiddar Réttur fólks til að fá greiddan ferðakostnað þurfi það að sækja sér heilbrigðisþjónustu utan heimabyggðar miðast nú við fjórar ferðir á hverju almanaksári. 3.7.2024 15:15
Rannsókn lokið á máli sem snýr að Polar Nanoq Rannsókn á kynferðisbrotamáli sem á að hafa átt sér stað um borð í grænlenska frystitogaranum Polar Nanoq er nú lokið og málið komið á borð ákærusviðs ríkislögreglustjóra. 3.7.2024 14:07
Ólafía Hrönn reyndist vera á bak við „stóra pokamálið“ Evu Björk Úlfarsdóttur, kvensjúkdóma- og fæðingarlækni, var ansi brugðið í gær þegar tólf ára sonur hennar sneri heim tómhentur úr búðarferð. Hann hafði keypt snarl klukkan tíu í gærkvöldi í Nettó á Granda en lenti í veseni með að flytja matvörupokann heim á hjólinu sínu. 3.7.2024 11:11
Faglært starfsfólk og eftirlit skorti í búsetuúrræðum fyrir börn Eftirlit umboðsmanns Alþingis með Klettabæ og Vinakoti, einkarekin búsetuúrræði fyrir börn, leiddi í ljós að fagfólk hefur takmarkaða aðkomu að umönnun barna sem fá þar þjónustu frá degi til dags. 3.7.2024 09:00
Lenti með höfuðið á malbikinu þegar maður tók fram úr bílalest Guðmundur Erlendsson neyddist til nauðhemla á bifhjóli sínu er hann ók eftir þjóðvegi eitt um Langadal í átt að Akureyri á sunnudagskvöldið vegna bifreiðar á vegarhelmingi hans sem ók á móti honum úr gagnstæðri átt. Bifreiðin hafi þá ætlað að taka fram úr bílalest á hinum vegarhelmingnum. 2.7.2024 17:00