Segir hagsmuni íbúa fara forgörðum í þágu fyrirtækis Fyrirsvarsmaður mótmælahóps segir hagsmuni fyrirtækis vega þyngra en hagsmunir íbúa hjá bæjarstjórn Hafnarfjarðar í svokallaða Carbfix-málinu. Oddviti Vinstri Grænna segir fólk komið upp á afturfæturna og að mikil ólga ríki í bæjarfélaginu. 10.7.2024 19:24
„Nú er öryggi almennings fórnað á altari atvinnufrelsis“ Formaður bifreiðarstjórafélagsins segir að leigubílstjórar svindli á erlendum ferðamönnum í auknu mæli eftir að ný leigubifreiðalög tóku gildi í apríl á síðasta ári. Þetta hafi slæm áhrif á ásýnd landsins í augum ferðamanna sem veigra sér við að koma til landsins. 10.7.2024 11:55
Tvær þyrlur sinntu sjúkraflutningi vegna bifhjólaslyss Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt eftir hádegi vegna bifhjólaslyss í Arnarfirði á Vestfjörðum en einn var fluttur á Landspítalann í Fossvogi. 7.7.2024 14:33
Útilokar ekki kosningu en Jón vill kjósa áður en það verður of seint „Hvenær rétti tímapunkturinn væri fyrir íbúakosningu og hvað við værum nákvæmlega að kjósa um þurfum við bara að skoða þegar nær líður. Það er ekki búið að ganga frá neinu skuldbindandi samkomulagi. Það er mjög mikilvægt í mínum huga. Það er alls ekki.“ 7.7.2024 13:30
Ölvaður ökumaður keyrði á umferðareyju og reyndi að flýja Ungur maður náði myndskeiði af því í gærkvöldi þegar að sendiferðabíll keyrði rakleiðis yfir nýja umferðareyju og nýtt gangbrautarskilti við Ánanaust í Vesturbænum á móti JL húsinu. 7.7.2024 10:17
Slökkviliðið kallað út vegna reyks á skemmtistað Næturvaktin hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var mjög erilsöm eftir því sem fram kemur í færslu á Facebook-síðu slökkviliðsins. 7.7.2024 08:48
Allt að tuttugu stiga hiti í dag Veður verður með besta móti á Suðurlandi í dag en búist er við því að hitastigið nái allt að 20 gráðum víða á Suðurlandsundirlendinu. Frá og með þriðjudeginum verður best að vera á Austurlandi að mati veðurfræðings. 7.7.2024 08:31
Sjö gistu fangageymslur á höfuðborgarsvæðinu í nótt Þó nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en lögreglan sinnti 109 málum frá klukkan fimm um eftirmiðdegi í gær þar til klukkan fimm í morgun. Sjö einstaklingar eru vistaðir í fangaklefa eftir verkefni næturinnar. 7.7.2024 07:34
Skortur á Ozempic hefur leitt til ólöglegrar starfsemi Stýrihópur Lyfjastofnunar Evrópu um lyfjaskort hefur gefið út tilmæli til að takast á við skort sykursýkis- og þyngdarstjórnunarlyfja í flokki GLP-1 viðtakaörva. Meðal slíkra lyfja er lyfið Ozempic. Skorturinn leiði til ólöglegrar starfsemi. 6.7.2024 16:30
Umdeild starfsemi hafi ekki áhrif á neysluvatn íbúa 69 umsagnir bárust Skipulagsstofnun vegna fyrirhugaða framkvæmda Coda Terminal, dótturfyrirtækis Carbfix, en frestur til að skila inn umsögnum rann út í gær. Langflestar umsagnirnar gagnrýna og mótmæla verkefninu. 6.7.2024 14:04