Stjórnsýslan beri ekki ábyrgð á tilfinningum fólks út í bæ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. mars 2025 21:32 Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur og Ólöf , fyrrverandi tengdamóðir barnföðurs Ásthildar Lóu. vísir/skjáskot/rúv Stjórnsýslufræðingur segir ekkert athugavert við vinnubrögð forsætisráðuneytisins í kringum mál fráfarandi barnamálaráðherra. Trúnaður hafi ekki verið brotinn og stjórnsýslan geti ekki borið ábyrgð á tilfinningum fólks. Tveir ríkisráðsfundir verða haldnir á Bessastöðum á morgun þar sem gera má ráð fyrir að Halla Tómasdóttir veiti Ásthildi Lóu lausn úr embætti barna- og menntamálaráðherra. Ásthildur sagði af sér í ljósi umfjöllunar um að hún hafi eignast son með sextán ára dreng þegar hún var sjálf 23 ára. Mikið hefur verið rætt og ritað um málið síðan þá og virðist stjórnarandstaðan ekki sætta sig við svör forsætisráðherra sem hefur ítrekað hafnað ásökunum um trúnaðarbrest. Aðstoðarmaður Kristrúnar hafi látið aðstoðarmann Ásthildar vita að Ólöf Björnsdóttir hafi óskað eftir fundi. Ríki ekki trúnaður um ásakanir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir ekkert óeðlilegt við vinnubrögð forsætisráðuneytisins og furðar sig á vangaveltum um trúnaðarbrest. „Í 2. mgr. 41. gr. stjórnsýslulaga segir að mál er varða ásakanir á æðstu menn ríkisins, um þau ríkir ekki trúnaður. Ég er svolítið hissa hvað sú ásökun hefur verið lengi í loftinu.“ Ólöf kom fram í viðtali hjá Ríkisútvarpinu í gær og sagði forsætisráðherra hafa brotið trúnað, Ásthildi hafi ekki verið boðið á fundinn. Hún tók þó fram í erindi sínu að það væri í góðu lagi að Ásthildur myndi sitja fundinn. Haukur segir þó að það skipti í raun ekki máli hvernig málið blasi við Ólöfu. Fengið úrlausn sinna mála „Forsætisráðuneytið getur ekki boðað annað ráðherra á fund öðruvísi en að gefa upp fundarmenn og með því að óska eftir fundi eða að Ásthildur Lóa sé með henni á fundi þá er hún í rauninni að heimila að nafn hennar sé gefið upp. Ég held að stjórnsýslan beri ekki á ábyrgð tilfinningum fólks út í bæ þó að það geti verið viðkvæmt mál.“ Samkvæmt Ríkisútvarpinu óskaði Ólöf fyrst eftir fundi 9. mars, 11. mars er tekið fram að fundurinn varði Ásthildi, daginn eftir er Ólöf beðin um að útskýra erindið frekar og 13. mars skýrir Ólöf erindi sitt en degi síðar er henni neitað um fund. Sunnudaginn 16. mars reynir Ásthildur fyrst að setja sig í samband við Ólöfu og fjórum dögum seinna er Ásthildur búin að segja af sér. Að mati Hauks er ekkert athugavert við tímalínuna og ítrekar hann að fjöldi erinda berist ráðamönnum á degi hverjum. „Þessir aðilar hafa ekkert svigrúm og engan mannskap til að rannsaka hvað er hæft í þessum ábendingum og hvað ekki. Mér finnst þessi kona hafa fengið góða áheyrn og úrlausn sinna mála,“ segir Haukur. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að auðvelt hefði verið að sannreyna erindið með því að fletta upp í Íslendingabók sem dæmi. Ásthildur og Inga ættu að skipta um erindi Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, staðfestir í samtali við fréttastofu í dag að ýmsir þingmenn hafi rætt við sig um að nefndin ætti að taka fyrir mál Ásthildar. „Ég veit ekki alveg hvaða brot það eru sem nefndin ætti að geta tekið fyrir,“ segir Haukur og bætir við: „Maður getur ekki tekið eitthvað fyrir vegna órökstuddra ásakana blaðamanna.“ Spurður hvað Flokkur fólksins ætti að gera að hans mati segir Haukur: „Mér finnst eðlilegt, ef það er ekki hægt að hreinsa Ásthildi af tálmunar áburði, þá finnst mér eðlilegt að hún taki við nýju ráðuneyti. Hún og Inga Sæland gætu skipt á ráðuneyti.“ Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Barnamálaráðherra segir af sér Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Tveir ríkisráðsfundir verða haldnir á Bessastöðum á morgun þar sem gera má ráð fyrir að Halla Tómasdóttir veiti Ásthildi Lóu lausn úr embætti barna- og menntamálaráðherra. Ásthildur sagði af sér í ljósi umfjöllunar um að hún hafi eignast son með sextán ára dreng þegar hún var sjálf 23 ára. Mikið hefur verið rætt og ritað um málið síðan þá og virðist stjórnarandstaðan ekki sætta sig við svör forsætisráðherra sem hefur ítrekað hafnað ásökunum um trúnaðarbrest. Aðstoðarmaður Kristrúnar hafi látið aðstoðarmann Ásthildar vita að Ólöf Björnsdóttir hafi óskað eftir fundi. Ríki ekki trúnaður um ásakanir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir ekkert óeðlilegt við vinnubrögð forsætisráðuneytisins og furðar sig á vangaveltum um trúnaðarbrest. „Í 2. mgr. 41. gr. stjórnsýslulaga segir að mál er varða ásakanir á æðstu menn ríkisins, um þau ríkir ekki trúnaður. Ég er svolítið hissa hvað sú ásökun hefur verið lengi í loftinu.“ Ólöf kom fram í viðtali hjá Ríkisútvarpinu í gær og sagði forsætisráðherra hafa brotið trúnað, Ásthildi hafi ekki verið boðið á fundinn. Hún tók þó fram í erindi sínu að það væri í góðu lagi að Ásthildur myndi sitja fundinn. Haukur segir þó að það skipti í raun ekki máli hvernig málið blasi við Ólöfu. Fengið úrlausn sinna mála „Forsætisráðuneytið getur ekki boðað annað ráðherra á fund öðruvísi en að gefa upp fundarmenn og með því að óska eftir fundi eða að Ásthildur Lóa sé með henni á fundi þá er hún í rauninni að heimila að nafn hennar sé gefið upp. Ég held að stjórnsýslan beri ekki á ábyrgð tilfinningum fólks út í bæ þó að það geti verið viðkvæmt mál.“ Samkvæmt Ríkisútvarpinu óskaði Ólöf fyrst eftir fundi 9. mars, 11. mars er tekið fram að fundurinn varði Ásthildi, daginn eftir er Ólöf beðin um að útskýra erindið frekar og 13. mars skýrir Ólöf erindi sitt en degi síðar er henni neitað um fund. Sunnudaginn 16. mars reynir Ásthildur fyrst að setja sig í samband við Ólöfu og fjórum dögum seinna er Ásthildur búin að segja af sér. Að mati Hauks er ekkert athugavert við tímalínuna og ítrekar hann að fjöldi erinda berist ráðamönnum á degi hverjum. „Þessir aðilar hafa ekkert svigrúm og engan mannskap til að rannsaka hvað er hæft í þessum ábendingum og hvað ekki. Mér finnst þessi kona hafa fengið góða áheyrn og úrlausn sinna mála,“ segir Haukur. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að auðvelt hefði verið að sannreyna erindið með því að fletta upp í Íslendingabók sem dæmi. Ásthildur og Inga ættu að skipta um erindi Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, staðfestir í samtali við fréttastofu í dag að ýmsir þingmenn hafi rætt við sig um að nefndin ætti að taka fyrir mál Ásthildar. „Ég veit ekki alveg hvaða brot það eru sem nefndin ætti að geta tekið fyrir,“ segir Haukur og bætir við: „Maður getur ekki tekið eitthvað fyrir vegna órökstuddra ásakana blaðamanna.“ Spurður hvað Flokkur fólksins ætti að gera að hans mati segir Haukur: „Mér finnst eðlilegt, ef það er ekki hægt að hreinsa Ásthildi af tálmunar áburði, þá finnst mér eðlilegt að hún taki við nýju ráðuneyti. Hún og Inga Sæland gætu skipt á ráðuneyti.“
Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Barnamálaráðherra segir af sér Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira