Fjallaböðin á lokastigi hönnunar Fjallaböðin í Þjórsárdal eru á lokastigi hönnunar, en stefnt er að því að byggingarnar verði með þeim allra umhverfisvænstu í Evrópu. Heilt hverfi starfsmannaíbúða mun jafnframt rísa í Árnesi í Gnúpverjahreppi sem unnið er að með heimamönnum. 18.7.2022 13:22
Siggi Sig sigurvegari og Landsmóti lokið Fjöldi gesta af Lansdsmóti hestamanna hélt heim á leið í gærkvöldi eftir glæsileg tilþrif í A-flokki gæðinga þar sem Kolskeggur frá Kjarnholtum og Sigurður Sigurðarson fóru með sigur af hólmi. 10.7.2022 11:30
Herra Hnetusmjör tryllti brekkuna á Landsmóti Um sjö þúsund manns eru nú í áhorfendabrekkunni á Landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum á Hellu. Blíðskaparveður hefur verið í allan dag, sem var kærkomið eftir rigningu og rok gærdagsins. 8.7.2022 21:03
Stefnir að því að verja titilinn Árni Björn Pálsson er einn afkastamesti afreksknapinn í íslenska hestaheiminum í dag. Hestar undir hans stjórn eru oftar en ekki í úrslitum í flestum keppnisgreinum hestaíþrótta og kynbótahross sýnd með háar hæfileika einkunnir. 8.7.2022 15:13
Vellirnir á floti og dagskrá Landsmóts frestað Fresta þarf dagskrá vegna veðurs á Landsmóti hestamanna sem nú stendur yfir á Gaddstaðaflötum á Hellu. Leiðindaveður er á svæðinu, rok og rigning. Pollar eru á keppnisvöllunum og aðstæður til sýningarhalds afleitar. 7.7.2022 11:53
Keppti í 32 ára gömlum jakka af pabba sínum Yngsti keppandinn á Landsmóti hestamanna, sem nú stendur yfir á Gaddstaðaflötum á Hellu, er á tíunda aldursári, eða því sem aldurstakmörk miða við á mótinu. Anna Sigríður Erlendsdóttir er yngst allra, eftir því sem fréttastofa kemst næst. 6.7.2022 12:00
Hestur Kára einn sá elsti sem hefur keppt á Landsmóti „Mér þykir mjög vænt um þennan hest en var hræddur um að hann hefði ekki nægan kraft. Guði sé lof að ég hafði rangt fyrir mér. Ég var mjög stressaður,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og hrossaræktandi, eftir óvenjulega sýningu Stakks frá Halldórsstöðum, hests í hans eigu, og knapa hans Sigurbjörns Bárðarsonar í sérstakri forkeppni í A-flokki á Landsmóti hestamanna á Hellu í gær. 5.7.2022 13:01
Gera ráð fyrir átta til tíu þúsund mótsgestum Von er á þúsundum gesta á Landsmót hestamanna sem fram fer á Gaddstaðaflötum á Hellu. „Stemningin er frábær nú þegar,“ segir Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóri LM2022 en mótið stendur yfir alla vikuna. 4.7.2022 11:01
Ófærð í Víðidal: „Þetta minnir mig á gamla daga“ „Nú er þetta alvöru hvítt. Þetta minnir mig á gamla daga. Svona var þetta oft hérná áður fyrr, í minningunni.“ 14.2.2022 14:18
Á annan tug umsagna vegna stækkunar áforma Ísteka Þrettán umsagnir hafa borist Umhverfisstofnun (UST) vegna tillögu að starfsleyfi fyrir stækkun Ísteka, fyrirtæki sem vinnur frjósemisaukandi hormón úr blóði hryssa (eCG) og rekur blóðmerabújarðir hér á landi. Fréttastofu er kunnugt um að fleiri umsagnir séu í vinnslu, en frestur til að skila inn athugasemdum rennur úr 22. desember. 17.12.2021 11:01