Full af þakklæti en algjör óvissa varðandi morgundaginn Kolbeinn Tumi Daðason og Telma Tómasson skrifa 11. nóvember 2023 03:39 Isabella og Michal ásamt kettinum sem er í eigu systur Isabellu, og er ekki í sérstöku uppáhaldi hjá Michal. Vísir Systkinin Michal og Isabella voru á meðal þeirra sem urðu á vegi fréttamanns í fjöldahjálpastöðinni í Kórnum í Kópavogi eftir miðnætti. Þau voru hluti af fimmtán starfsmönnum Vísis hf. í Grindavík. Michal sagðist hafa kosið að dvelja á heimili þeirra í Grindavík og stefnt í það. Hann hefði fundið pressu frá fjölskyldunni að yfirgefa Grindavík og eftir á að hyggja hefði það verið góð ákvörðun. Hann var að spila tölvuleiki þegar vel var farið að líða á daginn og skjálftarnir fóru að aukast. „Það var klikkuð tilfinning,“ segir Michal. Isabella systir hans tekur undir. Hún rifjar upp skjálftavirknina fyrir eldgosin í fyrra sem hafi verið allt annars eðlis. „Hvað er að gerast?“ „Ég fann aldrei svona skjálfta. Ég hugsaði „guð minn góður, hvað er að gerast?““ Hún segist ekki hafa haft áhyggjur af fyrri skjálftum en nú hafi allt farið útum allt. Skápar opnast og hillur tæmst. „Mér leið ekki vel,“ segir Isabella. „Þetta er í fyrsta skipti sem mig langaði ekki til að búa í Grindavík.“ Þau Michal og Isabella láta vel af lífi sínu í Grindavík og starfi hjá Vísi. Góð laun og gott land „Við höfum verið hérna í eitt og hálft ár. Launin eru mjög góð og þetta er mjög gott land,“ segir Michal. Isabella var þakklát móttökunum í Kópavogi. „Ég er mjög þakklát. Þetta fólk tekur á móti okkur, hjálpar okkur og það eru engin vandamál.“ Starfsfólkið frá Vísi hf. myndar þéttan hóp og systur Isabellu er meðal annars að finna í hópnum. Michael segist ekki hafa hugmynd um hvað morgundagurinn beri í skauti sér. „Við vitum ekki hve lengi við þurfum að dvelja hér,“ segir Isabella. Þau bíði eftir SMS. „Við verðum hér í nótt og svo sjáum við til. Við vitum ekkert.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Sjávarútvegur Hjálparstarf Eldgos á Reykjanesskaga Kópavogur Tengdar fréttir Þakklát fyrir að hræddir hundarnir fengu einnig húsaskjól Auðbjörg María Ólafsdóttir er ein þeirra sem yfirgaf Grindavík í gærkvöldi, en fjórir hundar fylgdu henni og segist hún afar snortin og þakklát Rauða krossinum fyrir að skjóta yfir hópinn skjólshúsi. 11. nóvember 2023 03:11 Margir leitað skjóls í fjöldahjálparstöðvum Margir hafa leitað skjóls í þremur fjöldahjálparmiðstöðvum sem opnaðar voru vegna rýmingar í Grindavík, á Selfossi, Reykjanesbæ og í Kópavogi. 11. nóvember 2023 02:08 Langur bíltúr framundan til ömmu og afa við Grundarfjörð Steinar Nói Kjartanson og fjölskylda er meðal þeirra Grindvíkinga sem hafa neyðst til að yfirgefa heimili sitt. Fjölskyldan er á leiðinni til Grundarfjarðar svo langur bíltúr er fyrir höndum. Þau ætluðu að sofa í Grindavík í nótt þar til tilkynning um allsherjarrýmingu barst. 11. nóvember 2023 01:23 Vaktin: Ekki útilokað að kvikugangur sé undir Grindavík Rýmingu í Grindavík er lokið eftir að neyðarstigi var lýst yfir fyrr í kvöld. Ástæðan er sú að ekki er hægt að útiloka að kvikugangur sem er að myndast gæti náð til Grindavíkur. 10. nóvember 2023 17:32 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Sjá meira
Michal sagðist hafa kosið að dvelja á heimili þeirra í Grindavík og stefnt í það. Hann hefði fundið pressu frá fjölskyldunni að yfirgefa Grindavík og eftir á að hyggja hefði það verið góð ákvörðun. Hann var að spila tölvuleiki þegar vel var farið að líða á daginn og skjálftarnir fóru að aukast. „Það var klikkuð tilfinning,“ segir Michal. Isabella systir hans tekur undir. Hún rifjar upp skjálftavirknina fyrir eldgosin í fyrra sem hafi verið allt annars eðlis. „Hvað er að gerast?“ „Ég fann aldrei svona skjálfta. Ég hugsaði „guð minn góður, hvað er að gerast?““ Hún segist ekki hafa haft áhyggjur af fyrri skjálftum en nú hafi allt farið útum allt. Skápar opnast og hillur tæmst. „Mér leið ekki vel,“ segir Isabella. „Þetta er í fyrsta skipti sem mig langaði ekki til að búa í Grindavík.“ Þau Michal og Isabella láta vel af lífi sínu í Grindavík og starfi hjá Vísi. Góð laun og gott land „Við höfum verið hérna í eitt og hálft ár. Launin eru mjög góð og þetta er mjög gott land,“ segir Michal. Isabella var þakklát móttökunum í Kópavogi. „Ég er mjög þakklát. Þetta fólk tekur á móti okkur, hjálpar okkur og það eru engin vandamál.“ Starfsfólkið frá Vísi hf. myndar þéttan hóp og systur Isabellu er meðal annars að finna í hópnum. Michael segist ekki hafa hugmynd um hvað morgundagurinn beri í skauti sér. „Við vitum ekki hve lengi við þurfum að dvelja hér,“ segir Isabella. Þau bíði eftir SMS. „Við verðum hér í nótt og svo sjáum við til. Við vitum ekkert.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Sjávarútvegur Hjálparstarf Eldgos á Reykjanesskaga Kópavogur Tengdar fréttir Þakklát fyrir að hræddir hundarnir fengu einnig húsaskjól Auðbjörg María Ólafsdóttir er ein þeirra sem yfirgaf Grindavík í gærkvöldi, en fjórir hundar fylgdu henni og segist hún afar snortin og þakklát Rauða krossinum fyrir að skjóta yfir hópinn skjólshúsi. 11. nóvember 2023 03:11 Margir leitað skjóls í fjöldahjálparstöðvum Margir hafa leitað skjóls í þremur fjöldahjálparmiðstöðvum sem opnaðar voru vegna rýmingar í Grindavík, á Selfossi, Reykjanesbæ og í Kópavogi. 11. nóvember 2023 02:08 Langur bíltúr framundan til ömmu og afa við Grundarfjörð Steinar Nói Kjartanson og fjölskylda er meðal þeirra Grindvíkinga sem hafa neyðst til að yfirgefa heimili sitt. Fjölskyldan er á leiðinni til Grundarfjarðar svo langur bíltúr er fyrir höndum. Þau ætluðu að sofa í Grindavík í nótt þar til tilkynning um allsherjarrýmingu barst. 11. nóvember 2023 01:23 Vaktin: Ekki útilokað að kvikugangur sé undir Grindavík Rýmingu í Grindavík er lokið eftir að neyðarstigi var lýst yfir fyrr í kvöld. Ástæðan er sú að ekki er hægt að útiloka að kvikugangur sem er að myndast gæti náð til Grindavíkur. 10. nóvember 2023 17:32 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Sjá meira
Þakklát fyrir að hræddir hundarnir fengu einnig húsaskjól Auðbjörg María Ólafsdóttir er ein þeirra sem yfirgaf Grindavík í gærkvöldi, en fjórir hundar fylgdu henni og segist hún afar snortin og þakklát Rauða krossinum fyrir að skjóta yfir hópinn skjólshúsi. 11. nóvember 2023 03:11
Margir leitað skjóls í fjöldahjálparstöðvum Margir hafa leitað skjóls í þremur fjöldahjálparmiðstöðvum sem opnaðar voru vegna rýmingar í Grindavík, á Selfossi, Reykjanesbæ og í Kópavogi. 11. nóvember 2023 02:08
Langur bíltúr framundan til ömmu og afa við Grundarfjörð Steinar Nói Kjartanson og fjölskylda er meðal þeirra Grindvíkinga sem hafa neyðst til að yfirgefa heimili sitt. Fjölskyldan er á leiðinni til Grundarfjarðar svo langur bíltúr er fyrir höndum. Þau ætluðu að sofa í Grindavík í nótt þar til tilkynning um allsherjarrýmingu barst. 11. nóvember 2023 01:23
Vaktin: Ekki útilokað að kvikugangur sé undir Grindavík Rýmingu í Grindavík er lokið eftir að neyðarstigi var lýst yfir fyrr í kvöld. Ástæðan er sú að ekki er hægt að útiloka að kvikugangur sem er að myndast gæti náð til Grindavíkur. 10. nóvember 2023 17:32