Full af þakklæti en algjör óvissa varðandi morgundaginn Kolbeinn Tumi Daðason og Telma Tómasson skrifa 11. nóvember 2023 03:39 Isabella og Michal ásamt kettinum sem er í eigu systur Isabellu, og er ekki í sérstöku uppáhaldi hjá Michal. Vísir Systkinin Michal og Isabella voru á meðal þeirra sem urðu á vegi fréttamanns í fjöldahjálpastöðinni í Kórnum í Kópavogi eftir miðnætti. Þau voru hluti af fimmtán starfsmönnum Vísis hf. í Grindavík. Michal sagðist hafa kosið að dvelja á heimili þeirra í Grindavík og stefnt í það. Hann hefði fundið pressu frá fjölskyldunni að yfirgefa Grindavík og eftir á að hyggja hefði það verið góð ákvörðun. Hann var að spila tölvuleiki þegar vel var farið að líða á daginn og skjálftarnir fóru að aukast. „Það var klikkuð tilfinning,“ segir Michal. Isabella systir hans tekur undir. Hún rifjar upp skjálftavirknina fyrir eldgosin í fyrra sem hafi verið allt annars eðlis. „Hvað er að gerast?“ „Ég fann aldrei svona skjálfta. Ég hugsaði „guð minn góður, hvað er að gerast?““ Hún segist ekki hafa haft áhyggjur af fyrri skjálftum en nú hafi allt farið útum allt. Skápar opnast og hillur tæmst. „Mér leið ekki vel,“ segir Isabella. „Þetta er í fyrsta skipti sem mig langaði ekki til að búa í Grindavík.“ Þau Michal og Isabella láta vel af lífi sínu í Grindavík og starfi hjá Vísi. Góð laun og gott land „Við höfum verið hérna í eitt og hálft ár. Launin eru mjög góð og þetta er mjög gott land,“ segir Michal. Isabella var þakklát móttökunum í Kópavogi. „Ég er mjög þakklát. Þetta fólk tekur á móti okkur, hjálpar okkur og það eru engin vandamál.“ Starfsfólkið frá Vísi hf. myndar þéttan hóp og systur Isabellu er meðal annars að finna í hópnum. Michael segist ekki hafa hugmynd um hvað morgundagurinn beri í skauti sér. „Við vitum ekki hve lengi við þurfum að dvelja hér,“ segir Isabella. Þau bíði eftir SMS. „Við verðum hér í nótt og svo sjáum við til. Við vitum ekkert.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Sjávarútvegur Hjálparstarf Eldgos á Reykjanesskaga Kópavogur Tengdar fréttir Þakklát fyrir að hræddir hundarnir fengu einnig húsaskjól Auðbjörg María Ólafsdóttir er ein þeirra sem yfirgaf Grindavík í gærkvöldi, en fjórir hundar fylgdu henni og segist hún afar snortin og þakklát Rauða krossinum fyrir að skjóta yfir hópinn skjólshúsi. 11. nóvember 2023 03:11 Margir leitað skjóls í fjöldahjálparstöðvum Margir hafa leitað skjóls í þremur fjöldahjálparmiðstöðvum sem opnaðar voru vegna rýmingar í Grindavík, á Selfossi, Reykjanesbæ og í Kópavogi. 11. nóvember 2023 02:08 Langur bíltúr framundan til ömmu og afa við Grundarfjörð Steinar Nói Kjartanson og fjölskylda er meðal þeirra Grindvíkinga sem hafa neyðst til að yfirgefa heimili sitt. Fjölskyldan er á leiðinni til Grundarfjarðar svo langur bíltúr er fyrir höndum. Þau ætluðu að sofa í Grindavík í nótt þar til tilkynning um allsherjarrýmingu barst. 11. nóvember 2023 01:23 Vaktin: Ekki útilokað að kvikugangur sé undir Grindavík Rýmingu í Grindavík er lokið eftir að neyðarstigi var lýst yfir fyrr í kvöld. Ástæðan er sú að ekki er hægt að útiloka að kvikugangur sem er að myndast gæti náð til Grindavíkur. 10. nóvember 2023 17:32 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Sjá meira
Michal sagðist hafa kosið að dvelja á heimili þeirra í Grindavík og stefnt í það. Hann hefði fundið pressu frá fjölskyldunni að yfirgefa Grindavík og eftir á að hyggja hefði það verið góð ákvörðun. Hann var að spila tölvuleiki þegar vel var farið að líða á daginn og skjálftarnir fóru að aukast. „Það var klikkuð tilfinning,“ segir Michal. Isabella systir hans tekur undir. Hún rifjar upp skjálftavirknina fyrir eldgosin í fyrra sem hafi verið allt annars eðlis. „Hvað er að gerast?“ „Ég fann aldrei svona skjálfta. Ég hugsaði „guð minn góður, hvað er að gerast?““ Hún segist ekki hafa haft áhyggjur af fyrri skjálftum en nú hafi allt farið útum allt. Skápar opnast og hillur tæmst. „Mér leið ekki vel,“ segir Isabella. „Þetta er í fyrsta skipti sem mig langaði ekki til að búa í Grindavík.“ Þau Michal og Isabella láta vel af lífi sínu í Grindavík og starfi hjá Vísi. Góð laun og gott land „Við höfum verið hérna í eitt og hálft ár. Launin eru mjög góð og þetta er mjög gott land,“ segir Michal. Isabella var þakklát móttökunum í Kópavogi. „Ég er mjög þakklát. Þetta fólk tekur á móti okkur, hjálpar okkur og það eru engin vandamál.“ Starfsfólkið frá Vísi hf. myndar þéttan hóp og systur Isabellu er meðal annars að finna í hópnum. Michael segist ekki hafa hugmynd um hvað morgundagurinn beri í skauti sér. „Við vitum ekki hve lengi við þurfum að dvelja hér,“ segir Isabella. Þau bíði eftir SMS. „Við verðum hér í nótt og svo sjáum við til. Við vitum ekkert.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Sjávarútvegur Hjálparstarf Eldgos á Reykjanesskaga Kópavogur Tengdar fréttir Þakklát fyrir að hræddir hundarnir fengu einnig húsaskjól Auðbjörg María Ólafsdóttir er ein þeirra sem yfirgaf Grindavík í gærkvöldi, en fjórir hundar fylgdu henni og segist hún afar snortin og þakklát Rauða krossinum fyrir að skjóta yfir hópinn skjólshúsi. 11. nóvember 2023 03:11 Margir leitað skjóls í fjöldahjálparstöðvum Margir hafa leitað skjóls í þremur fjöldahjálparmiðstöðvum sem opnaðar voru vegna rýmingar í Grindavík, á Selfossi, Reykjanesbæ og í Kópavogi. 11. nóvember 2023 02:08 Langur bíltúr framundan til ömmu og afa við Grundarfjörð Steinar Nói Kjartanson og fjölskylda er meðal þeirra Grindvíkinga sem hafa neyðst til að yfirgefa heimili sitt. Fjölskyldan er á leiðinni til Grundarfjarðar svo langur bíltúr er fyrir höndum. Þau ætluðu að sofa í Grindavík í nótt þar til tilkynning um allsherjarrýmingu barst. 11. nóvember 2023 01:23 Vaktin: Ekki útilokað að kvikugangur sé undir Grindavík Rýmingu í Grindavík er lokið eftir að neyðarstigi var lýst yfir fyrr í kvöld. Ástæðan er sú að ekki er hægt að útiloka að kvikugangur sem er að myndast gæti náð til Grindavíkur. 10. nóvember 2023 17:32 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Sjá meira
Þakklát fyrir að hræddir hundarnir fengu einnig húsaskjól Auðbjörg María Ólafsdóttir er ein þeirra sem yfirgaf Grindavík í gærkvöldi, en fjórir hundar fylgdu henni og segist hún afar snortin og þakklát Rauða krossinum fyrir að skjóta yfir hópinn skjólshúsi. 11. nóvember 2023 03:11
Margir leitað skjóls í fjöldahjálparstöðvum Margir hafa leitað skjóls í þremur fjöldahjálparmiðstöðvum sem opnaðar voru vegna rýmingar í Grindavík, á Selfossi, Reykjanesbæ og í Kópavogi. 11. nóvember 2023 02:08
Langur bíltúr framundan til ömmu og afa við Grundarfjörð Steinar Nói Kjartanson og fjölskylda er meðal þeirra Grindvíkinga sem hafa neyðst til að yfirgefa heimili sitt. Fjölskyldan er á leiðinni til Grundarfjarðar svo langur bíltúr er fyrir höndum. Þau ætluðu að sofa í Grindavík í nótt þar til tilkynning um allsherjarrýmingu barst. 11. nóvember 2023 01:23
Vaktin: Ekki útilokað að kvikugangur sé undir Grindavík Rýmingu í Grindavík er lokið eftir að neyðarstigi var lýst yfir fyrr í kvöld. Ástæðan er sú að ekki er hægt að útiloka að kvikugangur sem er að myndast gæti náð til Grindavíkur. 10. nóvember 2023 17:32