Fréttamaður

Svava Marín Óskarsdóttir

Svava Marín er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Birnir og Vaka eignuðust stúlku

Tónlistarmaðurinn Birnir Sigurðarson og kærasta hans Vaka Njálsdóttir eignuðust frumburð sinn 2. nóvember síðastliðinn. Vaka deildi gleðitíðindunum í færslu á Instagram í gær. 

Eva Lauf­ey og Haddi eiga von á þriðja barninu

Hjónin Eva Lauf­ey Kjaran, markaðs-og upp­lif­un­ar­stjóri Hag­kaups, og Har­ald­ur Har­alds­son eiga von á þriðja barni sínu. Fyrir eiga þau tvær dætur. Eva Laufey deildi gleðifregnunum í færslu á Instagram.

Garðar Gunn­laugs og Fann­ey eignuðust dreng

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson og Fanney Sandra Albertsdóttir, fegurðardrottning, flugfreyja og förðunarfræðingur, eignuðust dreng í vikunni. Parið birti deildi gleðifregnunum sameiginlegri færslu á Instagram í gær.

Neista­flug í Fram­sóknar­flokknum

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi og Jóhann H. Sigurðsson, skristofustjóri Framsóknar, eru að stinga saman nefjum. Það fór ekki fram hjá Framsóknarfólki sem sótti miðstjórnarfund flokksins í Vík í Mýrdal um helgina.

Myndaveisla: Stjörnum prýtt opnunarteiti Verona

Húsfyllir var í opnunarteiti verslunarinnar Verona í gær þar sem gestum gafst tækifæri á að leggjast í rúmin og hvíla sig á milli samtala. Meðal gesta voru Ragnhildur Gísladóttir, Birkir Kristinsson, Eva María Jónsdóttir, Unnsteinn Manuel Stefánsson, Birgitta Haukdal, Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, Magnús Geir Þórðarson, Edda Hermannsdóttir og fleiri góðir gestir.

Idolkviss: Hvað veistu um Idol-stjörnuleit?

Hversu vel hefur þú fylgst með Idol-stjörnuleit í gegnum árin? Spreyttu þig í Idol-kvissinu til þess að komast að því. Að launum er montréttur fyrir góða frammistöðu.

Barna­lán hjá Arnari Gunn­laugs og Maríu

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, og kærasta hans, María Builien Jónsdóttir, líffræðingur og tölvunarfræðingur, eiga von á barni í byrjun næsta árs. María tilkynnti óléttuna á samfélagsmiðlum og að þau ættu von á stúlku.

Sjá meira