varafréttastjóri

Sunna Sæmundsdóttir

Sunna er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Segir skammarlega tekið á málinu

Fjallað verður um endurskoðun reglna um uppreist æru á nefndarfundi Alþingis í næstu viku. Þingmanni Pírata segist hafa verið synjað um að taka mál Roberts Downey sérstaklega fyrir og hefur óskað eftir rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Hún telur meirihluta Alþingis hafa komið skammarlega fram í umfjöllun um málið og óskar þess að einhver taki ábyrgð.

Allir laxastofnar landsins undir

Augljóst er að ekki hefur verið tilkynnt um allar slysasleppingar í laxeldi á Íslandi samkvæmt líffræðingi hjá Hafrannsóknarstofnun. Hann segir alla laxastofna á Íslandi vera undir þrátt fyrir að laxeldi verði aðeins stundað á Vestfjörðum.

Taldi Kim Jung-Un lesa hugsanir sínar

Húsfyllir var á fyrirlestri Yeonmi Park í Háskóla Íslands í dag. Hún flúði frá Norður-Kóreu þegar hún var aðeins þrettán ára og berst í dag gegn mannréttindabrotum þar í landi.

Vilja sekta fyrir of mikinn meðalhraða

Myndavélar sem mæla meðalhraða á vegum hafa leitt til umtalsverðrar fækkunar á alvarlegum umferðarslysum í Noregi. Sams konar eftirlit er nú komið í útboðsferli hér á landi. Vegagerðin leggur til eftirlitið verði sett upp víða þar sem slys vegna hraðaksturs eru algeng.

Meirihluti starfsfólks með magakveisu

Skólasetningu í Háaleitisskóla hefur verið frestað þar sem meirihluti starfsfólks skólans er veikur af magapest. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar segir börnin fá að njóta vafans en niðurstöðu úr sýnatöku er að vænta í vikunni.

Varnir við flugstöðina skoðaðar

Varnir við flugstöðina í Keflavík verða endurskoðaðar í kjölfar þess að bifreið var ekið inn í anddyri komusalarins í gær. Skýrsla var tekin af ökumanninum í dag en lögreglustjóri segir mikla mildi að ekkert manntjón hafi orðið.

Verklag eftir alvarleg atvik verði skýrara

Heilbrigðisráðherra ætlar í haust að leggja fram tvö frumvörp sem eiga að skýra viðbrögð og verklag á sjúkrastofnunum þegar alvarleg atvik koma upp. Hann segir nauðsynlegt að læra af reynslunni.

„Grjótið flýgur í allar áttir“

Verið er að hlaða grjótvegg við Miklubraut en sérfræðingur í umferðarmálum telur mannvirkið geta verið stórhættulegt. Skipulagsstjóri segir vegginn eiga að halda við árekstur.

Ég man þig sýnd í Læknishúsinu

Kvikmyndin Ég man þig, sem byggð er á samnefndri bók eftir Yrsu Sigurðardóttur, verður sýnd á söguslóðum í læknishúsinu á Hesteyri í sumar. Skipuleggjandi segir viðburðinn ekki vera fyrir neina vesalinga.

Sjá meira