Gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir andvaraleysi í máli Sunnu Sunna Sæmundsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 11. febrúar 2018 15:12 Sunna Elvira Þorkelsdóttir Facebook/Sunna Elvíra Talsmaður fjölskyldu Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur, sem lamaðist eftir fall á Spáni, gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir andvaraleysi. Hann hvetur stjórnvöld til að tefla fram mannúðarsjónarmiðum til að koma henni til Íslands undir læknishendur. Sunna er lömuð fyrir neðan brjóst eftir fall á heimili hennar á Malaga í Spání í miðjum síðasta mánuði. Eiginmaður hennar situr í gæsluvarðhaldi hér á landi í tengslum við rannsókn lögreglu á fíkniefnainnflutningi. Sunna er í farbanni á Spáni vegna lögreglurannsóknar og vegabréfið var tekið af henni fyrir tæpum tveimur vikum. Hafa tilraunir til að koma henni til Íslands því ekki borið árangur. Þá hefur einnig árangurslaust verið reynt að koma henni á annað og betra sjúkrahús. Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldunnar, segir þau ekki fá neinar upplýsingar um stöðu rannsóknarinnar á Spáni. „Það sem við skiljum ekki heldur er að ef hún er í farbanni, af hverju er ekki talað við hana að hendi spænskra lögregluyfirvalda?“Sunna var yfirheyrð fyrir farbannið en hefur síðan ekkert heyrt um sína stöðu. „Fyrir tveimur vikum síðan þegar passinn var tekinn þá komu lögregluyfirvöld til hennar og sátu hjá henni en síðan þá hefur ekki heyrst bofs. Þetta eru algjörlega ólíðandi vinnubrögð og í hæsta máta er verið að brjóta hérna grundvallarmannréttindi á Sunnu.“ Hann segir enga sérþekkingu á hennar meiðslum á sjúkrahúsinu og Sunna sé komin með legusár. Jón Kristinn gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir andvaraleysi. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra baðst undan viðtali um málið en sagði ráðuneytið gera allt í sínu valdi til að hjálpa henni. „Mönnum virðist bara vera alveg sama, það eru einhverjir dularfullir rannsóknarhagsmunir sem ganga þarna fyrir og hennar mannréttindi algjörlega fótum troðin. Næstu skref eru bara þau að biðla til íslenskra stjórnvalda að tefla fram mannúðarsjónarmiðum, að Sunna fái að koma hérna heim í viðeigandi læknishendur,“ segir Jón Kristinn. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Föst nauðug á sama stað Komið var í veg fyrir að Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, yrði flutt á betra sjúkrahús bæði í gær og fyrradag eins og til hefur staðið. 7. febrúar 2018 06:00 „Ef einhver ætti að svara fyrir þetta þá væri það utanríkisráðherra“ Enn er ekkert vitað hvenær Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, verður flutt á betra sjúkrahús eða hvenær henni verður leyft að fljúga heim til Íslands. 8. febrúar 2018 20:50 Sunna í ótímabundnu farbanni á Spáni Unnið að því hörðum höndum að koma henni á betra sjúkrahús. 9. febrúar 2018 11:57 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Sjá meira
Talsmaður fjölskyldu Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur, sem lamaðist eftir fall á Spáni, gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir andvaraleysi. Hann hvetur stjórnvöld til að tefla fram mannúðarsjónarmiðum til að koma henni til Íslands undir læknishendur. Sunna er lömuð fyrir neðan brjóst eftir fall á heimili hennar á Malaga í Spání í miðjum síðasta mánuði. Eiginmaður hennar situr í gæsluvarðhaldi hér á landi í tengslum við rannsókn lögreglu á fíkniefnainnflutningi. Sunna er í farbanni á Spáni vegna lögreglurannsóknar og vegabréfið var tekið af henni fyrir tæpum tveimur vikum. Hafa tilraunir til að koma henni til Íslands því ekki borið árangur. Þá hefur einnig árangurslaust verið reynt að koma henni á annað og betra sjúkrahús. Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldunnar, segir þau ekki fá neinar upplýsingar um stöðu rannsóknarinnar á Spáni. „Það sem við skiljum ekki heldur er að ef hún er í farbanni, af hverju er ekki talað við hana að hendi spænskra lögregluyfirvalda?“Sunna var yfirheyrð fyrir farbannið en hefur síðan ekkert heyrt um sína stöðu. „Fyrir tveimur vikum síðan þegar passinn var tekinn þá komu lögregluyfirvöld til hennar og sátu hjá henni en síðan þá hefur ekki heyrst bofs. Þetta eru algjörlega ólíðandi vinnubrögð og í hæsta máta er verið að brjóta hérna grundvallarmannréttindi á Sunnu.“ Hann segir enga sérþekkingu á hennar meiðslum á sjúkrahúsinu og Sunna sé komin með legusár. Jón Kristinn gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir andvaraleysi. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra baðst undan viðtali um málið en sagði ráðuneytið gera allt í sínu valdi til að hjálpa henni. „Mönnum virðist bara vera alveg sama, það eru einhverjir dularfullir rannsóknarhagsmunir sem ganga þarna fyrir og hennar mannréttindi algjörlega fótum troðin. Næstu skref eru bara þau að biðla til íslenskra stjórnvalda að tefla fram mannúðarsjónarmiðum, að Sunna fái að koma hérna heim í viðeigandi læknishendur,“ segir Jón Kristinn.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Föst nauðug á sama stað Komið var í veg fyrir að Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, yrði flutt á betra sjúkrahús bæði í gær og fyrradag eins og til hefur staðið. 7. febrúar 2018 06:00 „Ef einhver ætti að svara fyrir þetta þá væri það utanríkisráðherra“ Enn er ekkert vitað hvenær Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, verður flutt á betra sjúkrahús eða hvenær henni verður leyft að fljúga heim til Íslands. 8. febrúar 2018 20:50 Sunna í ótímabundnu farbanni á Spáni Unnið að því hörðum höndum að koma henni á betra sjúkrahús. 9. febrúar 2018 11:57 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Sjá meira
Föst nauðug á sama stað Komið var í veg fyrir að Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, yrði flutt á betra sjúkrahús bæði í gær og fyrradag eins og til hefur staðið. 7. febrúar 2018 06:00
„Ef einhver ætti að svara fyrir þetta þá væri það utanríkisráðherra“ Enn er ekkert vitað hvenær Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, verður flutt á betra sjúkrahús eða hvenær henni verður leyft að fljúga heim til Íslands. 8. febrúar 2018 20:50
Sunna í ótímabundnu farbanni á Spáni Unnið að því hörðum höndum að koma henni á betra sjúkrahús. 9. febrúar 2018 11:57