Fréttamaður

Sólrún Dögg Jósefsdóttir

Sólrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Tekjur Haga jukust á fyrsta árs­fjórðungi

Rekstur Haga hf. á fyrsta ársfjórðungi gekk vel og var í samræmi við áætlanir stjórnenda, en tekjur félagsins jukust um sjö prósent og námu 33,2 milljörðum króna. Félagið segir bætta afkomu einkum til komna vegna áhrifa af rekstri færeysku verslunarinnar SMS auk þess sem afkoma stærstu rekstrareininga styrkist milli ára.

Standa saman gegn „ó­skiljan­legri“ ósk Vega­gerðarinnar

Bæjarstjóri á Akureyri getur ekki ímyndað sér annað en að öll bæjarstjórn leggist gegn tillögu Vegagerðarinnar um að fjarlægja hjartalöguð umferðarljós í bænum. Fulltrúi í skipulagsráði bæjarins segir sín fyrstu viðbrögð hafa verið að henda tillögunni í ruslið.

Fram­lengja gæslu­varð­hald í fíkniefnamáli

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur framlengt gæsluvarðhald yfir fimm einstaklingum sem grunaðir eru um aðild að fíkniefnaframleiðslu til 4. júlí. Allir hafa þeir kært úrskurðinn til Landsréttar. 

Óku á yfir 60 og missa ökuréttindin

Ökumenn sem óku á yfir sextíu kílómetra hraða við framkvæmdasvæði í Reykjavík í gær eiga von á að verða sviptir ökuréttindunum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir hraðakstur við vegavinnusvæði mikið vandamál hér á landi. 

Vega­gerðin vill hjörtun burt

Vegagerðin hefur óskað eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtu í umferðarljósum, sem einkennt hafa bæinn um árabil, verði fjarlægð. Stofnunin segir hjörtun ógna umferðaröryggi.

Páll hafði betur gegn Aðal­steini í Lands­rétti

Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari hefur verið sýknaður í ærumeiðingamáli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns gegn honum. Landsréttur kvað upp dóm þess efnis í dag, og sneri þar með við dómi héraðsdóms þar sem ummæli Páls um Aðalstein voru dæmd ómerk. 

„Alltaf leiðinda­mál að lenda í svona“

Veitingastaðir KFC í Danmörku opnuðu á nýjan leik í dag þrátt fyrir leyfissviptingu höfuðstöðva KFC í Vestur-Evrópu. Helgi í Góu, eigandi KFC á Íslandi, harmar málið og segir eftirlit með veitingastöðum af allt öðrum toga hér á landi.

Sjá meira