Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Þýska kvennalandsliðið í handbolta byrjar HM á heimavelli, með leik við Ísland í Stuttgart í dag, en ætlar sér langt í mótinu og horfir til þess að keppa um efstu sætin í Rotterdam í lok þess. 26.11.2025 09:02
Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Það voru skoruð glæsileg mörk í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld og nú má sjá þau á Vísi. Chelsea vann frábæran 3-0 sigur gegn Barcelona í stórleik kvöldsins þar sem átján ára vonarstjarna Brasilíu, Estevao, hélt áfram að minna á sig. 26.11.2025 08:31
Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Hin breska Andrea Thompson hefur verið krýnd Sterkasta kona heims, í annað sinn á ferlinum, þrátt fyrir að hafa um helgina endað einu stigi á eftir hinni bandarísku Jammie Booker, eftir ábendingar um að Booker hefði fæðst karlmaður. 26.11.2025 07:02
Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Það er stórt kvöld fram undan í Meistaradeild Evrópu í fótbolta þar sem meðal annars tvö efstu liðin, Arsenal og Bayern, mætast. Liverpool mætir PSV og strákarnir í Meistaradeildarmessunni verða að sjálfsögðu með augun á öllum leikjum kvöldsins samtímis. Þrír leikir eru í beinni útsendingu í Bónus-deild kvenna í körfubolta. 26.11.2025 06:02
Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Í Varsjánni á Sýn Sport 2 í kvöld rifjuðu menn upp fleiri dæmi um það þegar samherjum í fótbolta hefur sinnast þannig að rauða spjaldið fór á loft, líkt og gerðist í leik Manchester United og Everton í gærkvöld. 25.11.2025 22:47
Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Newcastle varð að sætta sig við 2-1 tap gegn Marseille í Frakklandi í kvöld, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta, þar sem hinn 36 ára gamli Pierre Emerick Aubameyang skoraði bæði mörk heimamanna. Sjö leikjum var að ljúka. 25.11.2025 22:03
Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Leverkusen vann frábæran 2-0 útisigur gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. 25.11.2025 21:50
Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Chelsea vann frábæran 3-0 sigur gegn tíu leikmönnum Barcelona á Brúnni í kvöld, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta, þrátt fyrir að fyrstu tvö mörk heimamanna væru dæmd af. 25.11.2025 21:42
Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Íslands- og bikarmeistarar Fram urðu að sætta sig við fjórtán marka tap í Portúgal í kvöld, 44-30, í næstsíðasta leik sínum í Evrópudeildinni í handbolta. 25.11.2025 21:32
Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Englandsmeistarar Liverpool eru aðeins í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, ellefu stigum á eftir toppliði Arsenal, og knattspyrnustjórinn Arne Slot kennir sjálfum sér um stöðuna. Liðið mætir PSV í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. 25.11.2025 21:00