Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Arnór Sigurðsson var í byrjunarliði Malmö í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag og fagnaði sigri. Á Ítalíu lék Íslendingalið Venezia enn einn leikinn án þess að skora og varð að sætta sig við tap. 29.3.2025 16:05
Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Alexandra Jóhannsdóttir var ekki lengi að skora sitt fyrsta mark fyrir Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, eftir komuna frá Ítalíu, og það með aðstoð liðsfélaga síns úr íslenska landsliðinu. 29.3.2025 15:28
Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Eftir að hafa skorað í báðum landsleikjum Íslands gegn Kósovó í umspilinu í Þjóðadeildinni hugðist landsliðsfyrirliðinn Orri Óskarsson spila með Real Sociedad á Spáni í dag en varð skyndilega að hætta við vegna veikinda. 29.3.2025 15:08
Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Benoný Breki Andrésson og félagar í Stockport County fengu fyrirlestur frá fljótasta manni sögunnar, Usain Bolt, í aðdraganda fyrsta leiks eftir landsleikjahlé og fögnuðu svo sigri, 2-1, gegn Íslendingafélaginu Burton Albion. 29.3.2025 14:43
Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Crystal Palace varð í dag fyrsta liðið til að komast í undanúrslit ensku bikarkeppninnar, með afar flottum 3-0 sigri gegn Fulham í Lundúnaslag á Craven Cottage. Mörkin má sjá á Vísi. 29.3.2025 14:15
Bronshafi á ÓL kom út úr skápnum Bandaríski hlauparinn Yared Nuguse, sem til að mynda hefur keppt við Íslandsmethafann Baldvin Þór Magnússon á hlaupabrautinni, greindi frá því opinberlega í gær að hann væri samkynhneigður. 29.3.2025 13:30
Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Halldór Smári Sigurðsson, „Herra Víkingur“, er hættur í fótbolta eftir að hafa spilað fyrir Víking alla sína tíð. Hann kveður félagið á hæsta tindi í sögu þess, eftir einstakt Evrópuævintýri sem hann óraði aldrei fyrir og sex stóra titla. 29.3.2025 12:41
Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ „Ég hef aldrei séð svona áður. Fóturinn var í alveg frekar mjög ljótri stöðu,“ segir KR-ingurinn Stefán Árni Geirsson sem verður frá keppni næstu 6-12 mánuðina eftir að hafa meiðst afar illa í ökkla í úrslitaleiknum við Víkinga í Bose-mótinu í gærkvöld. 29.3.2025 10:50
Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Lesendur Vísis geta nú kosið um það hvaða tilþrif stóðu upp úr í Bónus-deild karla í körfubolta í vetur. Úrslitin verða kynnt á Stöð 2 Sport þegar úrslitakeppnin hefst á miðvikudag. 29.3.2025 10:00
Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Osasuna-menn telja að Barcelona hafi verið á svig við reglurnar með því að tefla Inigo Martinez fram í leik liðanna í spænsku 1. deildinni í fótbolta í gær. Þeir hafa því kært úrslit leiksins en Barcelona vann 3-0. 28.3.2025 17:15
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent