Öll landsliðin í hæstu hæðum Landslið Íslands í körfubolta hafa hvert og eitt aldrei verið eins ofarlega á styrkleikalista, heims og Evrópu, og skiptir þá ekki máli hvort horft er til karla, kvenna eða yngri landsliða. 14.12.2023 15:31
Segist ekki búinn að ráða Jóa Kalla Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta, er eftirsóttur og kemur til greina sem þjálfari tveggja liða í Svíþjóð. 14.12.2023 14:59
Síðasti séns á stórum jólabónus Karlalið Breiðabliks spilar sinn síðasta leik á löngu keppnistímabili í kvöld, þegar lokaumferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta fer fram. Félagið gæti tryggt sér 75 milljónir króna. 14.12.2023 11:30
Færir íslensku þjóðinni góðar fréttir Innan við mánuður er til stefnu þar til íslenska landsliðið hefur leik á EM í handbolta í Þýskalandi. Gísli Þorgeir Kristjánsson ætlar sér að verða klár í slaginn þar. 14.12.2023 07:30
Erfitt að vera alltaf illt en lausnin vonandi fundin Kári Jónsson, einn albesti leikmaður Subway-deildarinnar í körfubolta, spilar hugsanlega ekki meira með liði Vals á þessari leiktíð, eftir að hafa gengist undir aðgerð vegna meiðsla í fæti. 13.12.2023 22:46
Bíður eftir barni og missir af EM: „Auðveld ákvörðun en ógeðslega erfið“ Elvar Ásgeirsson, landsliðsmaður í handbolta, bíður spenntur eftir því að eignast sína fyrstu dóttur í janúar. Af þeim sökum getur hann ekki spilað með Íslandi á Evrópumeistaramótinu sem hefst í Þýskalandi 10. janúar. 13.12.2023 17:29
Stórleikir í 8-liða úrslitum bikarsins Bikarmeistarar síðustu tveggja ára í körfubolta karla, Valur og Stjarnan, mætast í 8-liða úrslitum VÍS-bikarsins í næsta mánuði. Haukakonur, sem unnið hafa bikarinn þrjú ár í röð, fengu heimaleik gegn toppliði Subway-deildarinnar, Keflavík. 13.12.2023 14:41
Þyngri byrðar á herðum Guðrúnar gegn Barcelona Guðrún Arnardóttir, landsliðskona í fótbolta, á fyrir höndum afar krefjandi verkefni í dag með liði sínu Rosengård þegar sjálfir Evrópumeistarar Barcelona mæta í heimsókn til Malmö. 13.12.2023 13:31
Sjáðu mörkin sem ollu verstu niðurstöðu Man. Utd frá upphafi FC Kaupmannahöfn gerði sér lítið fyrir í gærkvöld og komst í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Manchester United féll hins vegar úr keppni. Mörkin úr leikjunum má sjá á Vísi. 13.12.2023 10:31
Rétt að veðja á Íslendinga: „Aldrei kynnst annarri eins eftirspurn“ Sú áætlun Þjóðverja að Íslendingar myndu fjölmenna til München á EM karla í handbolta í janúar virðist svo sannarlega hafa gengið upp. Framkvæmdastjóri HSÍ segir áhuga Íslendinga aldrei hafa verið meiri. 13.12.2023 08:00