Ruddi niður eftirlitsmanni sem endaði á sjúkrahúsi Hætta þurfti toppslag Nexe og Zagreb í króatísku úrvalsdeildinni í handbolta eftir að einn af leikmönnum Nexe gekk harkalega utan í eftirlitsmann leiksins sem féll í gólfið og endaði á sjúkrahúsi. 8.4.2024 11:32
Hetjan Logi: „Stóru leikirnir eru fyrir mig“ Logi Tómasson var svo sannarlega hetja Strömsgodset í gær þegar liðið vann stórveldið Rosenborg, 1-0, í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Logi skoraði glæsilegt sigurmark. 8.4.2024 08:31
Klopp skaut á United og býst ekki við greiða Jürgen Klopp og hans menn í Liverpool gætu þurft á aðstoð frá Manchester United að halda til að landa Englandsmeistaratitlinum í fótbolta, en Klopp er ekki bjartsýnn á að fá þá hjálp. 8.4.2024 08:00
Eygló hélt í jákvæðnina: „Verð orðin læknir á næstu ÓL“ Lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir bætti tvö Norðurlandamet í Taílandi í gær og var afar nálægt því að tryggja sig inn á Ólympíuleikana í París næsta sumar. Vonin lifir enn og þessi 22 ára læknanemi er ekki af baki dottinn. 8.4.2024 07:31
Breki Baxter í Stjörnuna Stjörnumenn hafa bætt við sig ungum leikmanni nú þegar keppnistímabilið í Bestu deild karla í fótbolta er að bresta á. 5.4.2024 16:30
Gert upp á milli strákaliða eftir getu: „Blaut tuska í andlit drengjanna“ Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur sent frá sér harðyrta yfirlýsingu vegna Íslandsmóts 11 ára drengja sem fara á fram á Ísafirði um helgina. Í henni segir að KKÍ hafi gert upp á milli iðkenda, með því að fækka leikjum liða í B-, C- og D-riðli en ekki í A-riðli. 5.4.2024 14:39
Gylfi á blaðamannafundi í dag: „Núna er alvaran að byrja“ Valsmenn boðuðu til blaðamannafundar á Hlíðarenda í dag, vegna upphafs Bestu deildar karla í fótbolta. Fundurinn var í beinni útsendingu og á honum sátu fulltrúar Vals og ÍA fyrir svörum. 5.4.2024 13:31
Arnar barðist við tárin eftir kveðjuleik: „Það mun svíða mjög lengi“ Körfuboltaþjálfarinn Arnar Guðjónsson leyndi ekki tilfinningum sínum eftir síðasta leik sinn sem þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í gærkvöld. Hann gengur að vissu leyti stoltur frá borði, enda unnið fleiri titla en aðrir þjálfarar á síðustu sex árum, en kveðjutímabilið mun svíða lengi. 5.4.2024 12:30
Uppselt í dag þó leikið sé snemma: „Ekki leiktíminn sem ég myndi velja“ „Þetta er ekki leiktíminn sem ég myndi velja mér,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta sem mætir Póllandi á Kópavogsvelli í dag, í fyrsta leik í undankeppni EM. 5.4.2024 12:01
Stjarnan staðfestir komu Baldurs: „Ekki slæmt bú að fá að taka við“ Eins og Vísir greindi frá í gær hefur körfuknattleiksdeild Stjörnunnar ráðið Baldur Þór Ragnarsson sem þjálfara karlaliðs félagsins. Hann kveðst afar spenntur fyrir starfinu. 5.4.2024 10:47