Sá besti á árinu bjó til jólalag með Ladda Sundmaðurinn fjölhæfi Már Gunnarsson var í gær útnefndur íþróttamaður ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Hann sinnir jafnframt tónlistinni og gaf nýverið út jólalag sem þeir Laddi syngja saman. 20.12.2023 14:01
Þriðja Dísin frá Val í atvinnumennsku Ásdís Karen Halldórsdóttir fagnaði 24 ára afmæli sínu með því að skrifa undir samning til tveggja ára við norska knattspyrnufélagið Lilleström. Þar með fjölgar enn í hópi íslenskra leikmanna sem farið hafa úr Bestu deildinni í atvinnumennsku eftir síðustu leiktíð. 20.12.2023 13:26
Sædís fullkomnar árið með samningi í Noregi Knattspyrnukonan unga Sædís Rún Heiðarsdóttir hefur vægast sagt átt gott ár og er nú komin út í atvinnumennsku því hún skrifaði undir þriggja ára samning við Noregsmeistara Vålerenga. 20.12.2023 11:37
Viðar gæti spilað á Íslandi: „Ekki spenntur fyrir að fara í nýtt land“ Knattspyrnumaðurinn víðförli Viðar Örn Kjartansson, einn allra markahæsti atvinnumaður Íslands frá upphafi, gæti vel hugsað sér að spila á Íslandi næsta sumar. Hann er jafnvel opinn fyrir því að spila með sínu gamla liði Selfoss, í 2. deild. 20.12.2023 11:01
Litla silfurliðið á eftir Aroni Knattspyrnumaðurinn Aron Sigurðarson er í sigti tveggja, öflugra sænskra úrvalsdeildarfélaga sem gætu reynt að klófesta hann nú í vetur. 19.12.2023 18:31
Már og Sonja sköruðu fram úr í ár Sundfólkið Már Gunnarsson og Sonja Sigurðardóttir var í dag útnefnt íþróttamaður og íþróttakona Íþróttasambands fatlaðra árið 2023. 19.12.2023 16:27
Davíð seldur til Álasunds FH-ingar hafa selt einn sinn albesta leikmann á síðustu leiktíð, U21-landsliðsmanninn Davíð Snæ Jóhannsson, til norska knattspyrnufélagsins Álasunds. 19.12.2023 15:31
Annar stjóri rekinn úr ensku úrvalsdeildinni Forráðamenn Nottingham Forest hafa ákveðið að reka knattspyrnustjórann Steve Cooper úr starfi og hafa þegar fundið arftaka hans, sem þekkir vel til í ensku úrvalsdeildinni. 19.12.2023 15:04
Bannað að kjósa Albert Albert Guðmundsson kemur ekki til greina sem knattspyrnumaður ársins hjá KSÍ, vegna kæru fyrir kynferðisbrot sem hann kveðst saklaus af. 19.12.2023 12:50
„Sumir halda að þetta sé heimskt af mér“ Pálmi Rafn Arinbjörnsson er tvítugur markvörður sem mættur er til meistaraliðs Víkings. Til þess fórnaði hann sæti í enska úrvalsdeildarfélaginu Wolves, sem Pálmi segir suma eflaust telja heimskulega ákvörðun. Hann þekkir vel til keppinautar síns um stöðu í byrjunarliði Víkinga, Ingvars Jónssonar, en báðir eru þeir Njarðvíkingar. 19.12.2023 11:00