Rangnick hafnar Bayern München Ralf Rangnick, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, hefur ákveðið að hafna boði um að taka við Bayern München og ætlar að halda áfram þjálfun landsliðs Austurríkis. 2.5.2024 08:32
Harma auglýsingar á gólfi og vilja banna þær eftir meiðsli Martins Stjórn ÍTK, Íslensks toppkörfubolta, leggur til að auglýsingar á gólfum körfuboltavalla verði bannaðar og segir þær geta valdið alvarlegum slysum. 2.5.2024 08:01
Veikur og meiddur Doncic fór á kostum og Boston flaug áfram Boston Celtics slógu Miami Heat út með þægilegum hætti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta og eru komnir í undanúrslit austurdeildarinnar. Dallas Mavericks er einum sigri frá því að slá út LA Clippers. 2.5.2024 07:30
Félögin sömdu um að banna Sigurbergi að spila Sigurbergur Áki Jörundsson fékk ekki tækifæri til að láta ljós sitt skína með Fylki gegn Stjörnunni í gærkvöld vegna samkomulags á milli félaganna þar að lútandi. 30.4.2024 15:21
Þrír Íslendingar í liði umferðarinnar Þrír íslenskir landsliðsmenn eru í ellefu manna úrvalsliði síðustu umferðar í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Íslendingar eiga líka fimm mörk sem koma til greina sem mark umferðarinnar. 30.4.2024 14:31
Ofbeldi pabbans skyggir á stóru stundina og hann þjálfar keppinaut Jakobs Ingebrigtsen-bræðurnir hafa beðið fjölmiðla um frið og vilja ekki tjá sig að svo stöddu, eftir að pabbi þeirra, Gjert Ingebrigtsen, var ákærður fyrir heimilisofbeldi gegn yngra systkini þeirra. 30.4.2024 13:31
Sjáðu ungar hetjur bjarga Fram og Stjörnunni Hinn 15 ára gamli Viktor Bjarki Daðason reyndist hetja leiksins þegar Fram gerði 1-1 jafntefli við stjörnum prýtt lið Vals á Hlíðarenda í gær, og Stjarnan vann dramatískan sigur á Fylki. Mörkin úr leikjunum má nú sjá á Vísi. 30.4.2024 11:27
Hundfúll og ýtti ungum KR-krökkum frá sér: „Ekki fallegt að sjá“ Hollenski markvörðurinn Guy Smit gekk hundfúll af velli eftir tap KR gegn Breiðabliki á sunnudagskvöld, og bandaði frá sér ungum KR-ingum sem vildu þó aðeins fá að gefa honum spaðafimmu. 30.4.2024 11:01
„Mo Salah sá sem að gekk of langt“ Mohamed Salah fór yfir strikið þegar hann reifst við knattspyrnustjóra sinn hjá Liverpool, Jürgen Klopp, á hliðarlínunni á laugardag í 2-2 jafnteflisleiknum við West Ham í ensku úrvalsdeildinni. 30.4.2024 10:01
Syrgir fimmtán mánaða son sinn Þungavigtarboxarinn og fyrrverandi UFC-meistarinn Francis Ngannou syrgir nú fimmtán mánaða son sinn, Kobe, sem lést. 30.4.2024 08:00