Kaupverðið klárt og Albert á leið í fjólublátt Sindri Sverrisson skrifar 15. ágúst 2024 21:10 Albert Guðmundsson raðaði inn mörkum fyrir Genoa á síðustu leiktíð. Getty/Simone Arveda Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er á leið í læknisskoðun hjá ítalska félaginu Fiorentina á morgun og hefur félagið samið um kaup á honum frá Genoa. Frá þessu greinir meðal annars einn helsti sérfræðingur heims um félagaskipti í fótboltanum, Fabrizio Romano, sem segir að Fiorentina muni greiða 8 milljónir evra fyrir að fá Albert að láni, með klásúlu um kaup fyrir 17 milljónir evra sem gætu orðið skylda, auk þriggja milljóna evra í aukagreiðslu. Það sem helst stóð í vegi fyrir kaupunum var að Genoa vildi reyna að fylla í skarðið fyrir Albert og það virðist vera að takast með kaupum félagsins á Ítalanum Andrea Pinamonti frá Sassuolo. 🟣⚜️ Albert Gudmundsson has been authorized to travel on Friday with medical tests to follow at Fiorentina in 24h.€8m loan fee, €17m buy clause that could become mandatory and €3m add-ons to Genoa.Genoa sign Pinamonti… and Juve now wait for green light for Nico González. pic.twitter.com/1x3pls8gke— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 15, 2024 Eins og greint hefur verið frá í íslenskum fjölmiðlum var Albert í sumar ákærður fyrir nauðgun en ekki er minnst á það mál í fréttum ítalskra miðla og ljóst að þó að ekki sé komin niðurstaða í það mál þá virðist það ekki koma í veg fyrir að hann fari til Fiorentina. Albert átti frábæra leiktíð í ítölsku A-deildinni síðasta vetur og skoraði fjórtán mörk fyrir Genoa. Hann hefur því vakið athygli stærri félaga og meðal annars verið orðaður við enska félagið Tottenham. Nú er allt útlit fyrir að Albert endi hjá Fiorentina sem hafnaði í 8. sæti ítölsku deildarinnar á síðustu leiktíð og kom sér í Sambandsdeild Evrópu. Fyrsta umferð ítölsku deildarinnar er um helgina og þar mætir Fiorentina liði Parma á útivelli á laugardaginn. Ítalski boltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
Frá þessu greinir meðal annars einn helsti sérfræðingur heims um félagaskipti í fótboltanum, Fabrizio Romano, sem segir að Fiorentina muni greiða 8 milljónir evra fyrir að fá Albert að láni, með klásúlu um kaup fyrir 17 milljónir evra sem gætu orðið skylda, auk þriggja milljóna evra í aukagreiðslu. Það sem helst stóð í vegi fyrir kaupunum var að Genoa vildi reyna að fylla í skarðið fyrir Albert og það virðist vera að takast með kaupum félagsins á Ítalanum Andrea Pinamonti frá Sassuolo. 🟣⚜️ Albert Gudmundsson has been authorized to travel on Friday with medical tests to follow at Fiorentina in 24h.€8m loan fee, €17m buy clause that could become mandatory and €3m add-ons to Genoa.Genoa sign Pinamonti… and Juve now wait for green light for Nico González. pic.twitter.com/1x3pls8gke— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 15, 2024 Eins og greint hefur verið frá í íslenskum fjölmiðlum var Albert í sumar ákærður fyrir nauðgun en ekki er minnst á það mál í fréttum ítalskra miðla og ljóst að þó að ekki sé komin niðurstaða í það mál þá virðist það ekki koma í veg fyrir að hann fari til Fiorentina. Albert átti frábæra leiktíð í ítölsku A-deildinni síðasta vetur og skoraði fjórtán mörk fyrir Genoa. Hann hefur því vakið athygli stærri félaga og meðal annars verið orðaður við enska félagið Tottenham. Nú er allt útlit fyrir að Albert endi hjá Fiorentina sem hafnaði í 8. sæti ítölsku deildarinnar á síðustu leiktíð og kom sér í Sambandsdeild Evrópu. Fyrsta umferð ítölsku deildarinnar er um helgina og þar mætir Fiorentina liði Parma á útivelli á laugardaginn.
Ítalski boltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira