Ein breyting á íslenska liðinu í kvöld Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, hefur ákveðið að hafa þá Einar Þorstein Ólafsson og Kristján Örn Kristjánsson, eða Donna, utan hóps gegn Þýskalandi í kvöld. 18.1.2024 17:37
„Þá ættuð þið að heyra í okkur uppi á herbergi“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, lætur neikvæðni annarra í garð liðsins eftir tapið slæma gegn Ungverjalandi ekki á sig fá. Leikmenn séu sjálfir mun óvægnari í gagnrýni á eigin frammistöðu en blaðamenn. 18.1.2024 14:31
„Við ætlum að skemma stemninguna þeirra“ Ómar Ingi Magnússon vonast eftir að fyrsti „heili, góði“ leikur Íslands á EM í handbolta komi í kvöld, í „geggjaðri“ stemningu í Lanxess-höllinni í Köln þar sem Ísland mætir Þjóðverjum. 18.1.2024 12:01
EM í dag: Goðsögnin og túlkurinn Alfreð Henry Birgir Gunnarsson og Sindri Sverrisson eru líkt og íslenska landsliðið mættir í snjókomuna í Köln eftir langa lestarferð frá München í gær. Fram undan er risaleikur við Þjóðverja í kvöld. 18.1.2024 11:00
„Góður leikur í dag gæti sprengt þetta allt upp“ „Núna er það mitt að rífa drengina í gang og fá menn til að trúa á þetta aftur. Finna það að það er eitthvað þarna sem við þurfum bara aðeins að losa um,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, fyrir leikinn við Þýskaland á EM í kvöld. 18.1.2024 10:00
„Ég verð honum ævinlega þakklátur“ „Hann hefur haft gríðarleg áhrif [á mig og minn feril], örugglega einna mest,“ segir Aron Pálmarsson um Alfreð Gíslason, fyrrverandi læriföður sinn, sem stýrir Þýskalandi gegn Íslandi á EM í kvöld. 18.1.2024 08:02
Markmið Snorra lifir: Styðjum Danmörku, Svíþjóð og Noreg Þó að það sé kannski erfitt að hugsa til þess núna, eftir afhroðið sem Ísland galt í gær gegn Ungverjalandi, þá eru strákarnir okkar enn í bullandi baráttu um að ná markmiði sínu á EM í handbolta. 17.1.2024 10:30
„Held að fólki á Íslandi líki ekkert voðalega vel við okkur“ Reynsluboltinn Máté Lékai var að vonum glaður eftir að Ungverjar fóru illa með Íslendinga á EM í handbolta í München í gærkvöld. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Lékai fagnar sigri gegn Íslandi en í þetta sinn var munurinn afar mikill. 17.1.2024 07:30
Sérsveitinni hent út úr vagninum fyrir of góða stemningu Stemningin hjá stuðningsmönnum íslenska landsliðsins í handbolta, sem ætla að láta vel í sér heyra á leiknum við Ungverjaland á EM í kvöld, var hreinlega of mikil fyrir þýskan sporvagnsstjóra. 16.1.2024 16:09
„Þá verður þetta aðeins persónulegra“ Fyrirliðinn Aron Pálmarsson segir að leikur við Ungverjaland sé „aðeins persónulegri“ en aðrir leikir á EM í handbolta. Fram undan sé hörkuleikur í kvöld sem jafnframt sker úr um hvaða lið endar á toppi C-riðils og fer með fullt hús stiga í milliriðla. 16.1.2024 15:00
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent